Hamleys í útrás á Balkanskaganum 12. mars 2010 09:14 Leikfangaverslanakeðjan Hamleys er komin í mikla útrás á Balkanskaganum. Hefur Hamleys gert saminga um notkun á nafni keðjunnar í verslunum á níu markaðssvæðum í löndum sem tilheyra Balkanskaganum að því er segir í frétt á Retailweek. Skilanefnd Landsbankans fer nú með 65% hlut í Hamleys en hann var áður í eigu Baugs. Breska blaðið Indepentant birti í gærdag ítarlegt viðtal við Guðjón Reynisson forstjóra Hamleys þar sem m.a. var rætt um stöðuna hjá keðjunni og tvær nýjar búðir sem Hamleys er að opna í Dubai og Mumbai á Indlandi. Sem stendur rekur Hamleys verslanir í 14 löndum víða um heiminn. Fjármálakreppan kom við kaunin í rekstri Hamleys en eftir mikla endurskipulagningu á síðasta ári og met jólavertíð í fyrra er reksturinn kominn á gott skrið að sögn Guðjóns. Hann nefnir að eignarhald Landsbankans á Hamleys hafi skapað þann stöðugleika sem þurfti til að endurskipulagningin tókst svo vel sem raun ber vitni. „Þetta er að mestu því að þakka að Landsbankinn hefur frið í fimm til sjö ár frá kröfuhöfum til að hámarka eignasafn sitt," segir Guðjón. Þar sem skuldir Hamleys eru nú aðeins tvöföld Ebitda keðjunnar segir Guðjón að Hamleys sé í mjög góðu formi þessa dagana. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Leikfangaverslanakeðjan Hamleys er komin í mikla útrás á Balkanskaganum. Hefur Hamleys gert saminga um notkun á nafni keðjunnar í verslunum á níu markaðssvæðum í löndum sem tilheyra Balkanskaganum að því er segir í frétt á Retailweek. Skilanefnd Landsbankans fer nú með 65% hlut í Hamleys en hann var áður í eigu Baugs. Breska blaðið Indepentant birti í gærdag ítarlegt viðtal við Guðjón Reynisson forstjóra Hamleys þar sem m.a. var rætt um stöðuna hjá keðjunni og tvær nýjar búðir sem Hamleys er að opna í Dubai og Mumbai á Indlandi. Sem stendur rekur Hamleys verslanir í 14 löndum víða um heiminn. Fjármálakreppan kom við kaunin í rekstri Hamleys en eftir mikla endurskipulagningu á síðasta ári og met jólavertíð í fyrra er reksturinn kominn á gott skrið að sögn Guðjóns. Hann nefnir að eignarhald Landsbankans á Hamleys hafi skapað þann stöðugleika sem þurfti til að endurskipulagningin tókst svo vel sem raun ber vitni. „Þetta er að mestu því að þakka að Landsbankinn hefur frið í fimm til sjö ár frá kröfuhöfum til að hámarka eignasafn sitt," segir Guðjón. Þar sem skuldir Hamleys eru nú aðeins tvöföld Ebitda keðjunnar segir Guðjón að Hamleys sé í mjög góðu formi þessa dagana.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira