Síminn stefnir Samkeppniseftirlitinu vegna húsleitar 27. apríl 2010 15:40 Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, segist líta málið alvarlegum augum. Síminn hf. sakar símafyrirtækið Þekkingu, sem á í samkeppni við Símann á upplýsingatæknimarkaði, um að hafa afritað tölvugögn Símans og Skipta við húsleit sem Samkeppniseftirlitið framkvæmdi í síðustu viku. Þar á Þekking að hafa starfað sem undirverktaki. Í tilkynningu frá Símanum segir að Þekking hf. hafi nýlega kært Símann til Samkeppniseftirlitsins þar sem þeir telja að Síminn hafi brotið á sér í samkeppni. Það mál er núna til meðferðar hjá stofnuninni. Síminn hefur í kjölfarið stefnt Samkeppniseftirlitinu fyrir héraðsdóm og krefst þess að öllum gögnum sem starfsmenn Þekkingar tóku afrit af verði eytt. Til vara er þess krafist að starfsmenn Þekkingar taki ekki frekari þátt í meðferð gagnanna. Meðal gagna sem starfsmenn Þekkingar afrituðu og höfðu aðgang að voru allir tölvupóstar, samningar og samskipti við viðskiptavini, meðal annars á upplýsingatæknimarkaði. Þá segir í tilkynningunni að Samkeppniseftirlitið gerði Símanum ekki grein fyrir málinu við upphaf húsleitarinnar heldur kom þetta í ljós þegar húsleit var um það bil að ljúka og starfsmenn Símans áttuðu sig á að starfsmenn samkeppnisaðilans væru þarna að störfum. „Við lítum þetta alvarlegum augum og finnst þetta afar óheppilegt svo ekki sé meira sagt [...]," segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans í tilkynningunni. Dómsmál Innlent Tengdar fréttir Forstjóri Símans segir starfsfólki brugðið vegna húsleitar „Okkur er töluvert brugðið,“ segir Sævar Þráinsson, forstjóri Símans, en Samkeppniseftirlitið er nú í höfuðstöðvum Símans í Ármúlanum og framkvæmir þar húsleit vegna gruns um mögulega misnotkun Símans á markaðsráðandi stöðu á farsímamarkaði. 21. apríl 2010 11:09 Húsleit hjá Símanum - Nova kvartaði Samkeppniseftirlitið gerði í morgun húsleit hjá Skiptum og Símanum vegna gruns um brot á Samkeppnislögum og stendur hún yfir samkvæmt tilkynningu frá Símanum. 21. apríl 2010 09:58 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Síminn hf. sakar símafyrirtækið Þekkingu, sem á í samkeppni við Símann á upplýsingatæknimarkaði, um að hafa afritað tölvugögn Símans og Skipta við húsleit sem Samkeppniseftirlitið framkvæmdi í síðustu viku. Þar á Þekking að hafa starfað sem undirverktaki. Í tilkynningu frá Símanum segir að Þekking hf. hafi nýlega kært Símann til Samkeppniseftirlitsins þar sem þeir telja að Síminn hafi brotið á sér í samkeppni. Það mál er núna til meðferðar hjá stofnuninni. Síminn hefur í kjölfarið stefnt Samkeppniseftirlitinu fyrir héraðsdóm og krefst þess að öllum gögnum sem starfsmenn Þekkingar tóku afrit af verði eytt. Til vara er þess krafist að starfsmenn Þekkingar taki ekki frekari þátt í meðferð gagnanna. Meðal gagna sem starfsmenn Þekkingar afrituðu og höfðu aðgang að voru allir tölvupóstar, samningar og samskipti við viðskiptavini, meðal annars á upplýsingatæknimarkaði. Þá segir í tilkynningunni að Samkeppniseftirlitið gerði Símanum ekki grein fyrir málinu við upphaf húsleitarinnar heldur kom þetta í ljós þegar húsleit var um það bil að ljúka og starfsmenn Símans áttuðu sig á að starfsmenn samkeppnisaðilans væru þarna að störfum. „Við lítum þetta alvarlegum augum og finnst þetta afar óheppilegt svo ekki sé meira sagt [...]," segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans í tilkynningunni.
Dómsmál Innlent Tengdar fréttir Forstjóri Símans segir starfsfólki brugðið vegna húsleitar „Okkur er töluvert brugðið,“ segir Sævar Þráinsson, forstjóri Símans, en Samkeppniseftirlitið er nú í höfuðstöðvum Símans í Ármúlanum og framkvæmir þar húsleit vegna gruns um mögulega misnotkun Símans á markaðsráðandi stöðu á farsímamarkaði. 21. apríl 2010 11:09 Húsleit hjá Símanum - Nova kvartaði Samkeppniseftirlitið gerði í morgun húsleit hjá Skiptum og Símanum vegna gruns um brot á Samkeppnislögum og stendur hún yfir samkvæmt tilkynningu frá Símanum. 21. apríl 2010 09:58 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Forstjóri Símans segir starfsfólki brugðið vegna húsleitar „Okkur er töluvert brugðið,“ segir Sævar Þráinsson, forstjóri Símans, en Samkeppniseftirlitið er nú í höfuðstöðvum Símans í Ármúlanum og framkvæmir þar húsleit vegna gruns um mögulega misnotkun Símans á markaðsráðandi stöðu á farsímamarkaði. 21. apríl 2010 11:09
Húsleit hjá Símanum - Nova kvartaði Samkeppniseftirlitið gerði í morgun húsleit hjá Skiptum og Símanum vegna gruns um brot á Samkeppnislögum og stendur hún yfir samkvæmt tilkynningu frá Símanum. 21. apríl 2010 09:58