Umfjöllun: Jafntefli enn eina ferðina Elvar Geir Magnússon skrifar 9. júní 2010 07:00 Snorri Steinn Guðjónsson í leiknum í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Strákarnir okkar gerðu 33-33 jafntefli við Danmörku í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í gær. Leikurinn var í járnum frá upphafi til enda en liðin mætast aftur í kvöld. Úrslitin í Laugardalshöll í gær ættu ekki að vekja mikla undrun enda vill jafntefli oft vera niðurstaðan þegar Ísland og Danmörk eigast við í handbolta. Leikurinn endaði 33-33. Venjulega ætti þó þessi fjöldi skoraðra marka að duga til sigurs en varnarleikur íslenska liðsins var ekki upp á það besta og markverðirnir ekki að finna sig. Mikill hraði var í leiknum strax í byrjun og átti íslenska liðið í nokkrum vandræðum með hraðar sóknir Dana sem komust fljótt tveimur mörkum yfir. Varnarlega var Ísland ekki nægilega samstillt í blábyrjun en það átti þó eftir að batna talsvert. Mikið jafnræði var með liðunum og munurinn aldrei meiri en tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Bæði lið áttu nokkuð margar ónákvæmar sendingar á víxl. Um miðbik hans var íslenska liðið með tveggja marka forskot en staðan í hálfleik var jöfn 16-16. Seinni hálfleikurinn hófst með sama jafnræði en með góðum leikkafla náði Danmörk þriggja marka forystu 24-27, það var mesti munurinn milli liðanna í leiknum. Björgvin Páll Gústavsson varði mark Íslands í fyrri hálfleiknum en Hreiðar Levý Guðmundsson kom í rammann í þeim síðari. Hreiðar fann sig ekki og þegar seinni hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður kom Björgvin aftur inn. Eftir að Ísland átti slæman kafla steig Aron Pálmarsson upp og skoraði þrjú næstu mörk Íslands, jafnaði fyrst í 28-28 og kom Íslandi svo yfir strax á eftir. Aron var besti leikmaður Íslands í gær. Lokamínúturnar voru spennandi og staðn jöfn 33-33 þegar tvær mínútur voru eftir. Vignir Svavarsson braut af sér og Ísland lék manni færri á lokasprettinum. Rétt fyrir leikslok fékk Bo Spellerberg dauðafæri til að tryggja Dönum sigur en skot hans fór í stöngina og enn eitt jafnteflið niðurstaðan. Margt jákvætt var í leik íslenska liðsins í gær, sérstaklega ef miðað er við þann stutta undirbúning sem liðið fékk fyrir leik. Þá eru Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson fjarri góðu gamni en ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi þeirra fyrir liðið. Það er þó ýmislegt sem Guðmundur Guðmundsson getur skerpt fyrir seinni leik þjóðanna sem verður í kvöld. Íslenski handboltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Strákarnir okkar gerðu 33-33 jafntefli við Danmörku í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í gær. Leikurinn var í járnum frá upphafi til enda en liðin mætast aftur í kvöld. Úrslitin í Laugardalshöll í gær ættu ekki að vekja mikla undrun enda vill jafntefli oft vera niðurstaðan þegar Ísland og Danmörk eigast við í handbolta. Leikurinn endaði 33-33. Venjulega ætti þó þessi fjöldi skoraðra marka að duga til sigurs en varnarleikur íslenska liðsins var ekki upp á það besta og markverðirnir ekki að finna sig. Mikill hraði var í leiknum strax í byrjun og átti íslenska liðið í nokkrum vandræðum með hraðar sóknir Dana sem komust fljótt tveimur mörkum yfir. Varnarlega var Ísland ekki nægilega samstillt í blábyrjun en það átti þó eftir að batna talsvert. Mikið jafnræði var með liðunum og munurinn aldrei meiri en tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Bæði lið áttu nokkuð margar ónákvæmar sendingar á víxl. Um miðbik hans var íslenska liðið með tveggja marka forskot en staðan í hálfleik var jöfn 16-16. Seinni hálfleikurinn hófst með sama jafnræði en með góðum leikkafla náði Danmörk þriggja marka forystu 24-27, það var mesti munurinn milli liðanna í leiknum. Björgvin Páll Gústavsson varði mark Íslands í fyrri hálfleiknum en Hreiðar Levý Guðmundsson kom í rammann í þeim síðari. Hreiðar fann sig ekki og þegar seinni hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður kom Björgvin aftur inn. Eftir að Ísland átti slæman kafla steig Aron Pálmarsson upp og skoraði þrjú næstu mörk Íslands, jafnaði fyrst í 28-28 og kom Íslandi svo yfir strax á eftir. Aron var besti leikmaður Íslands í gær. Lokamínúturnar voru spennandi og staðn jöfn 33-33 þegar tvær mínútur voru eftir. Vignir Svavarsson braut af sér og Ísland lék manni færri á lokasprettinum. Rétt fyrir leikslok fékk Bo Spellerberg dauðafæri til að tryggja Dönum sigur en skot hans fór í stöngina og enn eitt jafnteflið niðurstaðan. Margt jákvætt var í leik íslenska liðsins í gær, sérstaklega ef miðað er við þann stutta undirbúning sem liðið fékk fyrir leik. Þá eru Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson fjarri góðu gamni en ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi þeirra fyrir liðið. Það er þó ýmislegt sem Guðmundur Guðmundsson getur skerpt fyrir seinni leik þjóðanna sem verður í kvöld.
Íslenski handboltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira