Umfjöllun: Endurkoma Blika fullkomnuð Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. júlí 2010 22:32 Úr leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Daníel Breiðabliksstúlkur sýndu ótrúlegan karakter í kvöld þegar þær tryggðu sér 3-2 sigur á Þór/KA á heimavelli en þær unnu sig úr stöðunni 0-2 manni færri. Með þessu hafa þessi lið sætaskipti í 2. og 3. sæti, Breiðablik situr nú í 2. sæti með 23 stig, sex stigum á eftir Valsstúlkum sem eru efstar. Fyrsta mark leiksins kom á 15. mínútu, en þar var að verki Elva Friðjónsdóttir eftir góða aukaspyrnu Bojana Besic af vinstri kantinum og nýtti hún sér sofandahátt varnarlínu Blikastúlkna og skallaði framhjá Katherine Loomis í marki Blika. Stuttu seinna átti sér stað umdeilt atvik, Mateja Zver slapp þá ein í gegnum vörn Breiðabliks og virtist Anna Birna Þorvarðardóttir fella hana. Hinsvegar virtist Mateja vera rangstæð þegar sendingin kom inn fyrir vörn Breiðabliks ásamt því að Anna Birna þverneitaði eftir leik að hafa snert Mateju. Hinsvegar hafði Hákon Þorsteinsson flautað og þurfti hann því að vísa Önnu Birnu af velli. Norðanstúlkur voru ekki lengi að nýta sér þetta en þær skoruðu annað mark á 27. mínútu og var þar að verki Mateja eftir að hafa sundurspilað vörn Blika í samspili við Vesnu Smiljkovic og lagði hún boltann framhjá Katherine. Blikar voru þó fljótar að svara, Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði gott mark aðeins mínútu síðar með góðu skoti af markteigshorninu. Því fóru liðin inn í hálfleik í stöðunni 1-2. Eftir aðeins fimmtán mínútna leik í seinni hálfleik var Greta Mjöll á ferðinni aftur með sitt annað mark í leiknum en það kom eftir góða fyrirgjöf frá Fanndísi Friðriksdóttir á hægri kantinum og skoraði Greta með skalla í fjærhornið. Bæði lið áttu fín færi eftir þetta en sigurmark Blikastúlkna kom svo á 79. mínútu og var þar að verki varamaðurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Fanndís átti þá góða fyrirgjöf aftur af hægri kanti og fékk Berglind boltann fyrir auðu marki og átti ekki í erfiðleikum með að setja boltann í netið. Litlu mátti muna að Þórsarar jöfnuðu á 92. mínútu en þá fékk Mateja gott færi en Katherine varði vel og héldu Blikastúlkurnar tíu héldu út. Gríðarlega sterkur sigur hjá þeim og geta þær verið ánægðar með spilamennsku sýna þrátt fyrir að hafa verið manni færri svona lengi. Hinsvegar hljóta Þór/KA stelpur að naga sig í handarbökin eftir að hafa tapað niður 2-0 forystu manni fleiri í stórslag þar sem þær þurftu stigin þrjú til að halda í við Valsstúlkur á toppnum. Breiðablik 3 – 2 Þór/KA 0-1 Elva Friðjónsdóttir(15.) 0-2 Mateja Zver (27.) 1-2 Greta Mjöll Samúelsdóttir(28.) 2-2 Greta Mjöll Samúelsdóttir(60.) 3-2 Berglind Björk Þorvaldsdóttir(79.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Hákon Þorsteinsson Skot (á mark): 10 – 10 ( 7–7) Varin skot: Katherine 5 – Helena 4 Horn: 6 - 1 Aukaspyrnur fengnar: 9 - 8 Rangstöður: 1 - 0 Breiðablik (4 -5-1) Katherine Loomis Guðrún Erla Hilmarsdóttir (83. Hekla Pálmadóttir) Anna Birna Þorvarðardóttir Maura Q Ryan Sandra Sif Magnúsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir (83. Hildur Sif Hauksdóttir) Jóna Kristín Hauksdóttir (58. Berglind Björg Þorvaldsdóttir) Þór/KA (4 -3-3) Helena Jónsdóttir Rakel Hinriksdóttir Bojana Besic Silvía Rán Sigurðardóttir Inga Dís Júlíusdóttir Elva Friðjónsdóttir Arna Sif Ásgrímsdóttir Vesna Smiljkovic Rakel Hönnudóttir Mateja Zver Gígja Valgerður Harðardóttir (64. Lára Einarsdóttir). Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
Breiðabliksstúlkur sýndu ótrúlegan karakter í kvöld þegar þær tryggðu sér 3-2 sigur á Þór/KA á heimavelli en þær unnu sig úr stöðunni 0-2 manni færri. Með þessu hafa þessi lið sætaskipti í 2. og 3. sæti, Breiðablik situr nú í 2. sæti með 23 stig, sex stigum á eftir Valsstúlkum sem eru efstar. Fyrsta mark leiksins kom á 15. mínútu, en þar var að verki Elva Friðjónsdóttir eftir góða aukaspyrnu Bojana Besic af vinstri kantinum og nýtti hún sér sofandahátt varnarlínu Blikastúlkna og skallaði framhjá Katherine Loomis í marki Blika. Stuttu seinna átti sér stað umdeilt atvik, Mateja Zver slapp þá ein í gegnum vörn Breiðabliks og virtist Anna Birna Þorvarðardóttir fella hana. Hinsvegar virtist Mateja vera rangstæð þegar sendingin kom inn fyrir vörn Breiðabliks ásamt því að Anna Birna þverneitaði eftir leik að hafa snert Mateju. Hinsvegar hafði Hákon Þorsteinsson flautað og þurfti hann því að vísa Önnu Birnu af velli. Norðanstúlkur voru ekki lengi að nýta sér þetta en þær skoruðu annað mark á 27. mínútu og var þar að verki Mateja eftir að hafa sundurspilað vörn Blika í samspili við Vesnu Smiljkovic og lagði hún boltann framhjá Katherine. Blikar voru þó fljótar að svara, Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði gott mark aðeins mínútu síðar með góðu skoti af markteigshorninu. Því fóru liðin inn í hálfleik í stöðunni 1-2. Eftir aðeins fimmtán mínútna leik í seinni hálfleik var Greta Mjöll á ferðinni aftur með sitt annað mark í leiknum en það kom eftir góða fyrirgjöf frá Fanndísi Friðriksdóttir á hægri kantinum og skoraði Greta með skalla í fjærhornið. Bæði lið áttu fín færi eftir þetta en sigurmark Blikastúlkna kom svo á 79. mínútu og var þar að verki varamaðurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Fanndís átti þá góða fyrirgjöf aftur af hægri kanti og fékk Berglind boltann fyrir auðu marki og átti ekki í erfiðleikum með að setja boltann í netið. Litlu mátti muna að Þórsarar jöfnuðu á 92. mínútu en þá fékk Mateja gott færi en Katherine varði vel og héldu Blikastúlkurnar tíu héldu út. Gríðarlega sterkur sigur hjá þeim og geta þær verið ánægðar með spilamennsku sýna þrátt fyrir að hafa verið manni færri svona lengi. Hinsvegar hljóta Þór/KA stelpur að naga sig í handarbökin eftir að hafa tapað niður 2-0 forystu manni fleiri í stórslag þar sem þær þurftu stigin þrjú til að halda í við Valsstúlkur á toppnum. Breiðablik 3 – 2 Þór/KA 0-1 Elva Friðjónsdóttir(15.) 0-2 Mateja Zver (27.) 1-2 Greta Mjöll Samúelsdóttir(28.) 2-2 Greta Mjöll Samúelsdóttir(60.) 3-2 Berglind Björk Þorvaldsdóttir(79.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Hákon Þorsteinsson Skot (á mark): 10 – 10 ( 7–7) Varin skot: Katherine 5 – Helena 4 Horn: 6 - 1 Aukaspyrnur fengnar: 9 - 8 Rangstöður: 1 - 0 Breiðablik (4 -5-1) Katherine Loomis Guðrún Erla Hilmarsdóttir (83. Hekla Pálmadóttir) Anna Birna Þorvarðardóttir Maura Q Ryan Sandra Sif Magnúsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Greta Mjöll Samúelsdóttir (83. Hildur Sif Hauksdóttir) Jóna Kristín Hauksdóttir (58. Berglind Björg Þorvaldsdóttir) Þór/KA (4 -3-3) Helena Jónsdóttir Rakel Hinriksdóttir Bojana Besic Silvía Rán Sigurðardóttir Inga Dís Júlíusdóttir Elva Friðjónsdóttir Arna Sif Ásgrímsdóttir Vesna Smiljkovic Rakel Hönnudóttir Mateja Zver Gígja Valgerður Harðardóttir (64. Lára Einarsdóttir).
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira