Þeirra eigin orð 21. ágúst 2010 06:30 Andstæðingar aðildarviðræðna við ESB hafa að undanförnu farið mikinn í fjölmiðlum, ekki síst í dagblöðum og á vefsíðum. Þar er víða haldið uppi hræðsluáróðri, ekki síst því, að einu gildi. um hvað verði samið við ESB, ekkert af því muni standa nema tímabundið. Talað er um, að samningar við ESB yrðu nánast einskis virði. Við, sem teljum að reyna eigi samninga, höfum hins vegar fullyrt, að það, sem kemst inn í aðildarsamning, haldi. Því sé óhætt að treysta. Ég rak nýlega augun í skýrslu Evrópunefndar, sem Davíð Oddsson forsætisráðherra, skipaði 8. júlí 2004 og skilaði greinargerð sinni í mars 2007. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var skipaður formaður nefndarinnar, en auk hans voru þar Einar K. Guðfinnsson, Hjálmar Árnason, Jónína Bjartmarz, Össur Skarphéðinsson, Bryndís Hlöðversdóttir, Ragnar Arnalds, Katrín Jakobsdóttir og Brynjar Sindri Sigurðsson markaðsfræðingur. Bryndís Hlöðversdóttir hætti í nefndinni í desember 2006 og tók Ágúst Ólafur Ágústsson sæti hennar. Þetta er mikið mannval og ég vek sérstaka athygli á þeim Birni Bjarnasyni, Einari K. Guðfinnssyni og Ragnari Arnalds sökum málflutnings þeirra að undanförnu. Greinargerð nefndarinnar heitir „Tengsl Íslands og Evrópusambandsins" Nefndin virðist hafa unnið ágætt verk og kallað til ráðuneytis marga hina færustu sérfræðinga. Þar er tvennt, sem mér finnst mikilvægt að benda á einmitt nú. Á blaðsíðu 77 í skýrslunni stendur: „Mikilvægt er að hafa í huga að aðildarsamningar að ESB hafa sömu stöðu og stofnsáttmálar ESB 172 og því er ekki hægt að breyta ákvæðum þeirra, þar á meðal undanþágum eða sérákvæðum sem þar er kveðið á um, nema með samþykki allra aðildarríkja." Neðst á blaðsíðu 79 í sömu skýrslu stendur einnig: „Lagaleg staða undanþágu eða sérlausnar sem er í aðildarsamningi er sterk því aðildarsamningur hefur sama lagalega gildi og stofnsáttmálar ESB. Hið sama gildir um bókanir, en þær eru hluti af aðildarsamningum og hafa því sama lagalega gildi og þeir." Við þetta má svo bæta, að þeim, sem gerst þekkja til, er ekki kunnugt um neina varanlega lausn, sem hafi verið dæmd ógild eða vötnuð út af EB-dómstólnum. T.d. stendur tæplega fertug undanþága Dana um takmarkanir á fjárfestingum í sumarhúsum óhögguð enn í dag. Þetta er samhljóma við skrif okkar, sem viljum reyna samninga við ESB. Við ætlum ekki að semja auðlindir Íslands af okkur. Við viljum reyna að koma góðum ákvæðum um yfirráð okkar yfir þeim inn í aðildarsamning. Þá teljum við öllu óhætt. Andstæðingarnir reyna sem þeir geta að gera lítið úr orðum okkar. Ég sé þó ekki betur en þeirra eigin orð vitni gegn þeim í þessari merku skýrslu, sem hér var til vitnað. Ögmundur Jónasson birti svo nýlega grein í Mbl. „Virkisturn í norðri" heitir hún. Hann vænir ESB um ýmislegt í eftirfarandi málsgrein: „ En ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt á meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." Getur Ögmundur bent mér á einhver dæmi um, að slíkt hafi gerst í samskiptum ESB við aðildarlöndin? Ég þekki þau ekki, og geti hann ekki komið með dæmi, þá er þetta ekkert annað en ómálefnalegur hræðsluáróður. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, hefur verið að gera sig gildandi á „Evrópuvaktinni". Hann lætur mikið af þekkingu sinni á reynslu Finna í landbúnaðarmálum eftir inngöngu þeirra í ESB. Hann segir þar m.a.: „Athyglisvert er að kynnast því viðhorfi, sem vitnar um reynslu þeirra af ýmsum „samningum" sem þeir töldu sig hafa gert við aðild. Fjölmörg sérákvæði, sem samið var um, hafa ekki reynst pappírsins virði. Þrátt fyrir undirskriftir og handsöl hafa stofnanir ESB fellt slíkt úr gildi vegna kröfunnar um jafnræði innan ESB." Undir allt þetta er tekið í leiðara Mbl. 3. ágúst sl. og það lofað sem mikið fagnaðarerindi fyrir andstæðinga ESB. En miðað við skýrslu Björns Bjarnasonar og nefndar hans, vaknar sá grunur, að þarna sé eitthvað frjálslega með farið. Þess vegna bið ég í allri hógværð um bitastæð og skjalfest dæmi frá Haraldi. Eins og ég hef áður sagt, þá á ég ekki sannleikann, en mig langar til að sannleikurinn eigi mig, einnig í þessu máli. Ég hygg, að fleirum en mér ofbjóði sá málflutningur, sem mest ber á um þessar mundir. Fullyrt er, að ekki þýði að semja, og verði samið, þá verði það einskis virði. ESB er í raun lýst eins og skrímsli, marghöfða óvætti, sem muni hremma okkar ágætu þjóð og matreiða hana eins og því þykir best. Samt eru þetta samtök, sem voru stofnuð til að efla frið, frjáls samskipti á sem flestum sviðum og efnahagslegan stöðugleika. Enginn hefur vænst fullkomleika í neinu af þessu, en staðreynd er, að frændum okkar Dönum og Svíum líður yfirleitt vel í þessu samfélagi og eru engu að tapa í sjálfsforræði sínu. Hví skyldum við ekki láta á það reyna, hvernig samningum við gætum náð? Sú andstaða, sem nú er uppi höfð, af hendi þeirra, er sömdu það, sem til var vitnað í skýrslunni tilgreindu, stangast á við þeirra eigin orð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Andstæðingar aðildarviðræðna við ESB hafa að undanförnu farið mikinn í fjölmiðlum, ekki síst í dagblöðum og á vefsíðum. Þar er víða haldið uppi hræðsluáróðri, ekki síst því, að einu gildi. um hvað verði samið við ESB, ekkert af því muni standa nema tímabundið. Talað er um, að samningar við ESB yrðu nánast einskis virði. Við, sem teljum að reyna eigi samninga, höfum hins vegar fullyrt, að það, sem kemst inn í aðildarsamning, haldi. Því sé óhætt að treysta. Ég rak nýlega augun í skýrslu Evrópunefndar, sem Davíð Oddsson forsætisráðherra, skipaði 8. júlí 2004 og skilaði greinargerð sinni í mars 2007. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var skipaður formaður nefndarinnar, en auk hans voru þar Einar K. Guðfinnsson, Hjálmar Árnason, Jónína Bjartmarz, Össur Skarphéðinsson, Bryndís Hlöðversdóttir, Ragnar Arnalds, Katrín Jakobsdóttir og Brynjar Sindri Sigurðsson markaðsfræðingur. Bryndís Hlöðversdóttir hætti í nefndinni í desember 2006 og tók Ágúst Ólafur Ágústsson sæti hennar. Þetta er mikið mannval og ég vek sérstaka athygli á þeim Birni Bjarnasyni, Einari K. Guðfinnssyni og Ragnari Arnalds sökum málflutnings þeirra að undanförnu. Greinargerð nefndarinnar heitir „Tengsl Íslands og Evrópusambandsins" Nefndin virðist hafa unnið ágætt verk og kallað til ráðuneytis marga hina færustu sérfræðinga. Þar er tvennt, sem mér finnst mikilvægt að benda á einmitt nú. Á blaðsíðu 77 í skýrslunni stendur: „Mikilvægt er að hafa í huga að aðildarsamningar að ESB hafa sömu stöðu og stofnsáttmálar ESB 172 og því er ekki hægt að breyta ákvæðum þeirra, þar á meðal undanþágum eða sérákvæðum sem þar er kveðið á um, nema með samþykki allra aðildarríkja." Neðst á blaðsíðu 79 í sömu skýrslu stendur einnig: „Lagaleg staða undanþágu eða sérlausnar sem er í aðildarsamningi er sterk því aðildarsamningur hefur sama lagalega gildi og stofnsáttmálar ESB. Hið sama gildir um bókanir, en þær eru hluti af aðildarsamningum og hafa því sama lagalega gildi og þeir." Við þetta má svo bæta, að þeim, sem gerst þekkja til, er ekki kunnugt um neina varanlega lausn, sem hafi verið dæmd ógild eða vötnuð út af EB-dómstólnum. T.d. stendur tæplega fertug undanþága Dana um takmarkanir á fjárfestingum í sumarhúsum óhögguð enn í dag. Þetta er samhljóma við skrif okkar, sem viljum reyna samninga við ESB. Við ætlum ekki að semja auðlindir Íslands af okkur. Við viljum reyna að koma góðum ákvæðum um yfirráð okkar yfir þeim inn í aðildarsamning. Þá teljum við öllu óhætt. Andstæðingarnir reyna sem þeir geta að gera lítið úr orðum okkar. Ég sé þó ekki betur en þeirra eigin orð vitni gegn þeim í þessari merku skýrslu, sem hér var til vitnað. Ögmundur Jónasson birti svo nýlega grein í Mbl. „Virkisturn í norðri" heitir hún. Hann vænir ESB um ýmislegt í eftirfarandi málsgrein: „ En ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt á meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." Getur Ögmundur bent mér á einhver dæmi um, að slíkt hafi gerst í samskiptum ESB við aðildarlöndin? Ég þekki þau ekki, og geti hann ekki komið með dæmi, þá er þetta ekkert annað en ómálefnalegur hræðsluáróður. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, hefur verið að gera sig gildandi á „Evrópuvaktinni". Hann lætur mikið af þekkingu sinni á reynslu Finna í landbúnaðarmálum eftir inngöngu þeirra í ESB. Hann segir þar m.a.: „Athyglisvert er að kynnast því viðhorfi, sem vitnar um reynslu þeirra af ýmsum „samningum" sem þeir töldu sig hafa gert við aðild. Fjölmörg sérákvæði, sem samið var um, hafa ekki reynst pappírsins virði. Þrátt fyrir undirskriftir og handsöl hafa stofnanir ESB fellt slíkt úr gildi vegna kröfunnar um jafnræði innan ESB." Undir allt þetta er tekið í leiðara Mbl. 3. ágúst sl. og það lofað sem mikið fagnaðarerindi fyrir andstæðinga ESB. En miðað við skýrslu Björns Bjarnasonar og nefndar hans, vaknar sá grunur, að þarna sé eitthvað frjálslega með farið. Þess vegna bið ég í allri hógværð um bitastæð og skjalfest dæmi frá Haraldi. Eins og ég hef áður sagt, þá á ég ekki sannleikann, en mig langar til að sannleikurinn eigi mig, einnig í þessu máli. Ég hygg, að fleirum en mér ofbjóði sá málflutningur, sem mest ber á um þessar mundir. Fullyrt er, að ekki þýði að semja, og verði samið, þá verði það einskis virði. ESB er í raun lýst eins og skrímsli, marghöfða óvætti, sem muni hremma okkar ágætu þjóð og matreiða hana eins og því þykir best. Samt eru þetta samtök, sem voru stofnuð til að efla frið, frjáls samskipti á sem flestum sviðum og efnahagslegan stöðugleika. Enginn hefur vænst fullkomleika í neinu af þessu, en staðreynd er, að frændum okkar Dönum og Svíum líður yfirleitt vel í þessu samfélagi og eru engu að tapa í sjálfsforræði sínu. Hví skyldum við ekki láta á það reyna, hvernig samningum við gætum náð? Sú andstaða, sem nú er uppi höfð, af hendi þeirra, er sömdu það, sem til var vitnað í skýrslunni tilgreindu, stangast á við þeirra eigin orð.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun