Breska pundið fellur 3. mars 2010 02:00 Fallandi Verulegur þrýstingur hefur verið á breska pundið.nordicphotos/AFP Breska pundið hefur náð nýjum lægðum gagnvart Bandaríkjadal og evru, bæði vegna fjármálaóróa og pólitískrar óvissu. Samkvæmt skoðanakönnunum eru litlar líkur á að takist að mynda meirihlutastjórn í Bretlandi að loknum kosningum í vor. Það eykur ekki tiltrú fólks á framtíð efnahagslífsins eða gjaldmiðils landsins. Vogunarsjóðir og stórir fjárfestar reikna með frekara falli pundsins og almennir fjárfestar eru margir hverjir að forða sér í öruggara skjól, með ekki mjög hagstæðum afleiðingum fyrir pundið. Breska ríkið, rétt eins og evruríki á borð við Spán og Grikkland, hefur tekið háar fjárhæðir að láni, sem veldur því að fjármálafólk hefur áhyggjur af því að ríkið geti staðið undir því að greiða allt þetta lánsfé til baka. Þar með skapast þessi þrýstingur á pundið, og ekki bæta áhyggjur af stjórnmálahorfunum úr. Pundið hefur fallið um 8 prósent gagnvart dollar og 2 prósent gagnvart evru það sem af er árinu. Gagnvart dollaranum hefur pundið ekki staðið verr í tíu mánuði. Gagnvart krónunni hefur pundið fallið um tæp fimm prósent frá ársbyrjun, eða úr 202 krónum niður í 193, en komst reyndar upp í 207 krónur seint í janúar .- gb Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Breska pundið hefur náð nýjum lægðum gagnvart Bandaríkjadal og evru, bæði vegna fjármálaóróa og pólitískrar óvissu. Samkvæmt skoðanakönnunum eru litlar líkur á að takist að mynda meirihlutastjórn í Bretlandi að loknum kosningum í vor. Það eykur ekki tiltrú fólks á framtíð efnahagslífsins eða gjaldmiðils landsins. Vogunarsjóðir og stórir fjárfestar reikna með frekara falli pundsins og almennir fjárfestar eru margir hverjir að forða sér í öruggara skjól, með ekki mjög hagstæðum afleiðingum fyrir pundið. Breska ríkið, rétt eins og evruríki á borð við Spán og Grikkland, hefur tekið háar fjárhæðir að láni, sem veldur því að fjármálafólk hefur áhyggjur af því að ríkið geti staðið undir því að greiða allt þetta lánsfé til baka. Þar með skapast þessi þrýstingur á pundið, og ekki bæta áhyggjur af stjórnmálahorfunum úr. Pundið hefur fallið um 8 prósent gagnvart dollar og 2 prósent gagnvart evru það sem af er árinu. Gagnvart dollaranum hefur pundið ekki staðið verr í tíu mánuði. Gagnvart krónunni hefur pundið fallið um tæp fimm prósent frá ársbyrjun, eða úr 202 krónum niður í 193, en komst reyndar upp í 207 krónur seint í janúar .- gb
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira