Þjóðverjar segja Grikki verða að bjarga sér sjálfir Óli Tynes skrifar 16. febrúar 2010 08:41 Grikkir fá snjókaldar kveðjur frá Þjóðverjum. Sextán af tuttugu og sjö ríkjum Evrópusambandsins hafa tekið upp evru sem gjaldmiðil. Raunir Grikklands eru fyrsta alvarlega áhlaupsprófið sem evruríkin hafa staðið frammifyrir. Þær hafa minnkað traust á myntinni og evran hefur fallið í verði gagnvart dollaranum. Fyrir helgi virtist sem hin evruríkin ætluðu að koma Grikklandi til hjálpar. Ríki utan evrusvæðisins tóku það hinsvegar ekki í mál. Alastair Darling fjármálaráðherra Bretlands sagði til dæmis að þeir hefðu engan áhuga á að ausa fé í Grikkland.Það gæti einnig orðið niðurstaða evruríkjanna. Talsmaður þýska fjármálaráðuneytisins, Michael Offer sagði í gærkvöldi að ekki yrði settur upp sjóður til þess að aðstoða evruríki sérstaklega.Hann sagði að ekki yrði komist hjá sársaukafullum niðurskurði í Grikklandi. Landið yrði að minnka fjárlagahalla sinn um fjögur prósentustig á þessu ári og koma honum niður í þrjú prósent af landsframleiðslu fyrir 2012.Það er í takt við skilyrðin fyrir því að lönd fái að taka yfirleitt þátt í myntbandalaginu.Þýska stjórnin hefur ríkan stuðning fyrir þessari stefnu meðal þegna sinna.Mikill meirihluti þjóðarinnar er andvígur því að rétta Grikkjum hjálparhönd. Fimmtíu og þrjú prósent landsmanna vilja frekar reka Grikkland úr myntbandalaginu.Önnur ríki hafa meiri samúð með Grikkjum og á fundi sem nú stendur yfir er nú reynt að leysa þennan vanda. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sextán af tuttugu og sjö ríkjum Evrópusambandsins hafa tekið upp evru sem gjaldmiðil. Raunir Grikklands eru fyrsta alvarlega áhlaupsprófið sem evruríkin hafa staðið frammifyrir. Þær hafa minnkað traust á myntinni og evran hefur fallið í verði gagnvart dollaranum. Fyrir helgi virtist sem hin evruríkin ætluðu að koma Grikklandi til hjálpar. Ríki utan evrusvæðisins tóku það hinsvegar ekki í mál. Alastair Darling fjármálaráðherra Bretlands sagði til dæmis að þeir hefðu engan áhuga á að ausa fé í Grikkland.Það gæti einnig orðið niðurstaða evruríkjanna. Talsmaður þýska fjármálaráðuneytisins, Michael Offer sagði í gærkvöldi að ekki yrði settur upp sjóður til þess að aðstoða evruríki sérstaklega.Hann sagði að ekki yrði komist hjá sársaukafullum niðurskurði í Grikklandi. Landið yrði að minnka fjárlagahalla sinn um fjögur prósentustig á þessu ári og koma honum niður í þrjú prósent af landsframleiðslu fyrir 2012.Það er í takt við skilyrðin fyrir því að lönd fái að taka yfirleitt þátt í myntbandalaginu.Þýska stjórnin hefur ríkan stuðning fyrir þessari stefnu meðal þegna sinna.Mikill meirihluti þjóðarinnar er andvígur því að rétta Grikkjum hjálparhönd. Fimmtíu og þrjú prósent landsmanna vilja frekar reka Grikkland úr myntbandalaginu.Önnur ríki hafa meiri samúð með Grikkjum og á fundi sem nú stendur yfir er nú reynt að leysa þennan vanda.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira