Benti á Svedda tönn 16. júlí 2010 00:01 Tveir sakborningar, sem ekki þekktust, sögðu lögreglu að Davíð Garðarsson væri viðriðinn málið. Nú hefur sá framburður snarlega breyst eftir samskipti þeirra við Davíð. Fréttablaðið/vilhelm Sakborningur í stóru fíkniefnamáli bar fyrir dómi í gær að Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hefði lagt á ráðin um innflutning efnanna, ríflega eins og hálfs kílós af kókaíni. Annar sakborningur viðurkenndi að hafa átt samskipti að undanförnu við Sverri, sem dvelur á Spáni, og millifært á hann þrjár milljónir um síðustu jól. Sverrir Þór, sem á árum áður var kallaður Sveddi tönn í undirheimunum vegna tannlýtis, hlaut árið 2000 sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir þátttöku sína í stóra fíkniefnamálinu svokallaða. Síðan hann kom úr fangelsi hefur hann dvalið erlendis, meðal annars í Brasilíu og á Spáni. Lögregla hérlendis hefur hann grunaðan um að vera höfuðpaurinn á bak við margar smygltilraunir og innflutning á miklu magni af fíkniefnum til Íslands undanfarin ár, frá Spáni og Suður-Ameríku. Síðan kókaínmálið, sem tekið var til meðferðar í gær, kom upp hefur íslensk og spænsk lögregla leitað Sverris á Spáni án árangurs. Fyrir dómi í gær játaði burðardýr kókaínsins, Jóhannes Mýrdal, að hafa farið til Alicante og tekið við ferðatöskum sem innihéldu kókaínið. Hann sagðist hafa talið að um kannabisefni væri að ræða og að hann hafi átt að fá hálfa til eina milljón fyrir viðvikið. Orri Freyr Gíslason og Pétur Jökull Jónasson eru einnig ákærðir í málinu en vísa hvor á annan. Orri og Pétur þekktust ekki fyrir handtöku en í yfirheyrslum hjá lögreglu bendluðu þeir báðir Davíð Garðarsson við málið. Hann er einnig ákærður í málinu. Davíð er dæmdur nauðgari og var á flótta undan réttvísinni í útlöndum í hálft annað ár. Á þeim tíma dvaldi hann meðal annars hjá Sverri Þór í Brasilíu. Í réttarsalnum í gær gjörbreyttist framburður Orra og Péturs og kannaðist þá hvorugur við aðild Davíðs. Þetta þótti saksóknara grunsamlegt og spurði hvort Davíð hefði rætt við mennina tvo eftir að þeir voru handteknir. Því játti Davíð. Spurður hvort honum þætti ekki einkennilegt að framburðurinn hefði breyst svo mikið eftir þau samskipti svaraði Davíð engu. Orri sagði hins vegar hugmyndina að smyglinu komna frá Sverri Þór og fimmta sakborningnum, Guðlaugi Agnari Guðmundssyni, sem ákærður er fyrir skipulagningu og fjármögnun smyglsins. Guðlaugur neitaði alfarið sök fyrir dómi í gær. Hann gekkst þó við því að þekkja Sverri. Þeir hefðu verið vinir í fjögur ár og um jólin hefði hann millifært til Sverris þrjár milljónir. Guðlaugur, sem hefur dvalið mikið erlendis síðustu ár, meðal annars í Brasilíu og á Spáni, sagðist hins vegar ekkert vita um tengsl Sverris við fíkniefni. Sverrir er ekki ákærður í málinu enda hefur hann ekki fundist svo taka megi af honum skýrslu. Komi hann í leitirnar er hins vegar ekki útilokað að hann verði þá dreginn fyrir dóm. Sveddi tönn handtekinn Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Sakborningur í stóru fíkniefnamáli bar fyrir dómi í gær að Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hefði lagt á ráðin um innflutning efnanna, ríflega eins og hálfs kílós af kókaíni. Annar sakborningur viðurkenndi að hafa átt samskipti að undanförnu við Sverri, sem dvelur á Spáni, og millifært á hann þrjár milljónir um síðustu jól. Sverrir Þór, sem á árum áður var kallaður Sveddi tönn í undirheimunum vegna tannlýtis, hlaut árið 2000 sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir þátttöku sína í stóra fíkniefnamálinu svokallaða. Síðan hann kom úr fangelsi hefur hann dvalið erlendis, meðal annars í Brasilíu og á Spáni. Lögregla hérlendis hefur hann grunaðan um að vera höfuðpaurinn á bak við margar smygltilraunir og innflutning á miklu magni af fíkniefnum til Íslands undanfarin ár, frá Spáni og Suður-Ameríku. Síðan kókaínmálið, sem tekið var til meðferðar í gær, kom upp hefur íslensk og spænsk lögregla leitað Sverris á Spáni án árangurs. Fyrir dómi í gær játaði burðardýr kókaínsins, Jóhannes Mýrdal, að hafa farið til Alicante og tekið við ferðatöskum sem innihéldu kókaínið. Hann sagðist hafa talið að um kannabisefni væri að ræða og að hann hafi átt að fá hálfa til eina milljón fyrir viðvikið. Orri Freyr Gíslason og Pétur Jökull Jónasson eru einnig ákærðir í málinu en vísa hvor á annan. Orri og Pétur þekktust ekki fyrir handtöku en í yfirheyrslum hjá lögreglu bendluðu þeir báðir Davíð Garðarsson við málið. Hann er einnig ákærður í málinu. Davíð er dæmdur nauðgari og var á flótta undan réttvísinni í útlöndum í hálft annað ár. Á þeim tíma dvaldi hann meðal annars hjá Sverri Þór í Brasilíu. Í réttarsalnum í gær gjörbreyttist framburður Orra og Péturs og kannaðist þá hvorugur við aðild Davíðs. Þetta þótti saksóknara grunsamlegt og spurði hvort Davíð hefði rætt við mennina tvo eftir að þeir voru handteknir. Því játti Davíð. Spurður hvort honum þætti ekki einkennilegt að framburðurinn hefði breyst svo mikið eftir þau samskipti svaraði Davíð engu. Orri sagði hins vegar hugmyndina að smyglinu komna frá Sverri Þór og fimmta sakborningnum, Guðlaugi Agnari Guðmundssyni, sem ákærður er fyrir skipulagningu og fjármögnun smyglsins. Guðlaugur neitaði alfarið sök fyrir dómi í gær. Hann gekkst þó við því að þekkja Sverri. Þeir hefðu verið vinir í fjögur ár og um jólin hefði hann millifært til Sverris þrjár milljónir. Guðlaugur, sem hefur dvalið mikið erlendis síðustu ár, meðal annars í Brasilíu og á Spáni, sagðist hins vegar ekkert vita um tengsl Sverris við fíkniefni. Sverrir er ekki ákærður í málinu enda hefur hann ekki fundist svo taka megi af honum skýrslu. Komi hann í leitirnar er hins vegar ekki útilokað að hann verði þá dreginn fyrir dóm.
Sveddi tönn handtekinn Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira