Lúðvík Geirsson: „Það er allt í járnum“ 24. maí 2010 14:22 Lúðvík Geirsson segir allt í járnum í Hafnarfirði. „Ég er sannfærður um að stuðningur íbúanna muni skila sér í kjörkassann á laugardaginn," segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, en hann nær ekki kosningu inn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar samkvæmt nýjustu skoðanakönnuninni sem félagsvísindastofnun framkvæmdi fyrir viku síðan. Þá kom í ljós að Samfylkingin mældist með rúmlega 46% fylgi og fimm bæjarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig nokkru fylgi frá síðustu kosningum og fengi tæp 34% og fjóra menn kjörna nú. Vinstri grænir fá tæp 18% og tvo bæjarfulltrúa. Þrátt fyrir að Lúðvík mælist ekki inní bæjarstjórn þá vilja bæjarbúar halda honum sem bæjarstjóra, eða 67 prósent, samkvæmt könnun félagsvísindastofnunnar. „Það er bara allt í járnum. Annars er ég ánægður með stuðning íbúanna," segir Lúðvík sem bjóst við því fyrirfram að róðurinn yrði erfiðari nú en fyrir fjórum árum síðan þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk 26 prósent í kosningunum. Þá hlaut Samfylkingin hreinan meirihluta en flokkurinn hefur farið einn með völdin í bænum í átta ár. „Það er upprót í samfélaginu og erfitt fyrir sitjandi meirihluta að halda sínu fylgi," segir Lúðvík en athygli vekur að 30 prósent tóku ekki afstöðu. Það er þó talsvert minna en í könnun Fréttablaðsins sem var birt fyrr í mánuðinum en þá tók um helmingur ekki afstöðu. Lúðvík segir að það muni litlu á að Samfylkingin nái sjötta manninum inn, eða um 300 atkvæði. Valdimar Svavarsson var ekki sammála því í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Þar sagði hann að það munaði um 800 atkvæðum á því að Samfylkingin næði sínum 6 manni og felldi þannig fjórða mann Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður hvort Lúðvík hafi fundið fyrir gremju kjósanda í garð stjórnmálamanna í ljósi efnahagshrunsins segist Lúðvík vissulega hafa fundið fyrir því. „En mér sýnist menn vera að átta sig á því að það þarf að standa vörð um hagsmuni nærsveitanna og menn vilji klára það burtséð frá þeirri reiði sem ríkir í samfélaginu," segir Lúðvík að lokum. Kosningar 2010 Tengdar fréttir Samfylkingin sækir á í Hafnarfirði Samfylkingin virðist vera að sækja á í Hafnarfirði ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Samfylkinguna og Vísir hefur undir höndum. Könnunin var gerð rúmri viku síðar en könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 frá því í byrjun mánaðarins. Í þeirri könnun fékk Samfylkingin aðeins fjóra menn kjörna og var nokkuð langt frá kjörfylgi sínu fyrir fjórum árum þegar flokkurinn fékk sjö bæjarfulltrúa. Könnun Félagsvísindastofnunar bendir hins vegar til þess að Samfylkingin eigi möguleika á að halda hreinum meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. 23. maí 2010 20:15 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Ég er sannfærður um að stuðningur íbúanna muni skila sér í kjörkassann á laugardaginn," segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, en hann nær ekki kosningu inn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar samkvæmt nýjustu skoðanakönnuninni sem félagsvísindastofnun framkvæmdi fyrir viku síðan. Þá kom í ljós að Samfylkingin mældist með rúmlega 46% fylgi og fimm bæjarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig nokkru fylgi frá síðustu kosningum og fengi tæp 34% og fjóra menn kjörna nú. Vinstri grænir fá tæp 18% og tvo bæjarfulltrúa. Þrátt fyrir að Lúðvík mælist ekki inní bæjarstjórn þá vilja bæjarbúar halda honum sem bæjarstjóra, eða 67 prósent, samkvæmt könnun félagsvísindastofnunnar. „Það er bara allt í járnum. Annars er ég ánægður með stuðning íbúanna," segir Lúðvík sem bjóst við því fyrirfram að róðurinn yrði erfiðari nú en fyrir fjórum árum síðan þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk 26 prósent í kosningunum. Þá hlaut Samfylkingin hreinan meirihluta en flokkurinn hefur farið einn með völdin í bænum í átta ár. „Það er upprót í samfélaginu og erfitt fyrir sitjandi meirihluta að halda sínu fylgi," segir Lúðvík en athygli vekur að 30 prósent tóku ekki afstöðu. Það er þó talsvert minna en í könnun Fréttablaðsins sem var birt fyrr í mánuðinum en þá tók um helmingur ekki afstöðu. Lúðvík segir að það muni litlu á að Samfylkingin nái sjötta manninum inn, eða um 300 atkvæði. Valdimar Svavarsson var ekki sammála því í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Þar sagði hann að það munaði um 800 atkvæðum á því að Samfylkingin næði sínum 6 manni og felldi þannig fjórða mann Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður hvort Lúðvík hafi fundið fyrir gremju kjósanda í garð stjórnmálamanna í ljósi efnahagshrunsins segist Lúðvík vissulega hafa fundið fyrir því. „En mér sýnist menn vera að átta sig á því að það þarf að standa vörð um hagsmuni nærsveitanna og menn vilji klára það burtséð frá þeirri reiði sem ríkir í samfélaginu," segir Lúðvík að lokum.
Kosningar 2010 Tengdar fréttir Samfylkingin sækir á í Hafnarfirði Samfylkingin virðist vera að sækja á í Hafnarfirði ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Samfylkinguna og Vísir hefur undir höndum. Könnunin var gerð rúmri viku síðar en könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 frá því í byrjun mánaðarins. Í þeirri könnun fékk Samfylkingin aðeins fjóra menn kjörna og var nokkuð langt frá kjörfylgi sínu fyrir fjórum árum þegar flokkurinn fékk sjö bæjarfulltrúa. Könnun Félagsvísindastofnunar bendir hins vegar til þess að Samfylkingin eigi möguleika á að halda hreinum meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. 23. maí 2010 20:15 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Samfylkingin sækir á í Hafnarfirði Samfylkingin virðist vera að sækja á í Hafnarfirði ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Samfylkinguna og Vísir hefur undir höndum. Könnunin var gerð rúmri viku síðar en könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 frá því í byrjun mánaðarins. Í þeirri könnun fékk Samfylkingin aðeins fjóra menn kjörna og var nokkuð langt frá kjörfylgi sínu fyrir fjórum árum þegar flokkurinn fékk sjö bæjarfulltrúa. Könnun Félagsvísindastofnunar bendir hins vegar til þess að Samfylkingin eigi möguleika á að halda hreinum meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. 23. maí 2010 20:15