Humarútgerðir í Kanada í vanda vegna verðhruns 4. janúar 2010 09:58 Humarútgerðir í Kanada eru nú í vanda vegna verðhruns á humar þar í landi og Bandaríkjunum. Er humarinn nú nær tvöfalt verðminni en hann var árið 2007. Það er minnkandi eftirspurn sem veldur verðlækkunum. Í frétt um málið á Financial Times segir að ofan á þennan vanda bætist svo lánsfjárskortur í framhaldi af því að íslensku bankarnir hrundu haustið 2008. Þeir voru umfangsmiklir í lánveitingum til sjávarútvegsfyrirtækja í Kanda. Verð á humri hefur lækkað svo mikið á undanförnum tveimur árum að jafnvel veitingahúsakeðjur hafa bætt humri á matseðil sinn. Financial Times bendir á Ruby Tuesday sem dæmi en sú keðja rekur 850 veitingahús í Bandaríkjunum. Verslunarkeðjur eru einnig með humar á hagstæðum verðum. Sem dæmi er tekin Hannaford Supermarkets í New England sem nú býður upp á humar fyrir 4,99 dollara á pundið. Þetta er tvöfalt lægra verð en í boði er fyrir lúðuna í sömu verslun. Kanadískar humarútgerðir og vinnslur eru með um 30.000 manns í vinnu og veltan í greininni nemur tæpum milljarði dollara á ári, eða um 125 milljörðum kr. Á síðasta ári hefur hinvegar verið nokkuð um að útgerðir hafi hætt veiðum vegna hins lága verðs. Gatið sem myndaðist við hrun íslensku bankanna hefur verið fyllt af fjármálastofnunum eins og GE Capital og þróunarsjóði á vegum kanadískra stjórnvalda. Þá hvatti Bank of Montreal, sem er stór lánadrottinn humarútgerða á austurströnd Kanada, alla landsmenn að gera humar að áramótamáltíð sinni um þessi áramót, að því er segir í Financial Times. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Humarútgerðir í Kanada eru nú í vanda vegna verðhruns á humar þar í landi og Bandaríkjunum. Er humarinn nú nær tvöfalt verðminni en hann var árið 2007. Það er minnkandi eftirspurn sem veldur verðlækkunum. Í frétt um málið á Financial Times segir að ofan á þennan vanda bætist svo lánsfjárskortur í framhaldi af því að íslensku bankarnir hrundu haustið 2008. Þeir voru umfangsmiklir í lánveitingum til sjávarútvegsfyrirtækja í Kanda. Verð á humri hefur lækkað svo mikið á undanförnum tveimur árum að jafnvel veitingahúsakeðjur hafa bætt humri á matseðil sinn. Financial Times bendir á Ruby Tuesday sem dæmi en sú keðja rekur 850 veitingahús í Bandaríkjunum. Verslunarkeðjur eru einnig með humar á hagstæðum verðum. Sem dæmi er tekin Hannaford Supermarkets í New England sem nú býður upp á humar fyrir 4,99 dollara á pundið. Þetta er tvöfalt lægra verð en í boði er fyrir lúðuna í sömu verslun. Kanadískar humarútgerðir og vinnslur eru með um 30.000 manns í vinnu og veltan í greininni nemur tæpum milljarði dollara á ári, eða um 125 milljörðum kr. Á síðasta ári hefur hinvegar verið nokkuð um að útgerðir hafi hætt veiðum vegna hins lága verðs. Gatið sem myndaðist við hrun íslensku bankanna hefur verið fyllt af fjármálastofnunum eins og GE Capital og þróunarsjóði á vegum kanadískra stjórnvalda. Þá hvatti Bank of Montreal, sem er stór lánadrottinn humarútgerða á austurströnd Kanada, alla landsmenn að gera humar að áramótamáltíð sinni um þessi áramót, að því er segir í Financial Times.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira