Er Facebook hættuleg? Þorbjörg Marinósdóttir skrifar 20. september 2010 10:44 Ísland hefur tekið samskiptasíðunni facebook opnum örmum - hreinlega gleypt hana. Þó nokkrir eru jafnvel með fleiri en eina síðu. Síðu fyrir sig, aðra fyrir fyrirtæki, félagasamtök, klúbba, áhugamál eða jafnvel börnin sín til að hlaða inn myndum líkt og foreldrar gera á vefnum Barnaland. Fólk skiptist á myndum, skilaboðum, heldur sambandi við vini og vandamenn um allan heim og þar fram eftir götunum. Síðan er einnig gagnleg til að kynnast hinu kyninu og þó nokkuð er um svo kölluð „facebook stefnumót" sem er gott og blessað enda er ég dyggur aðdáandi stefnumóta og ástar. Ég þekki þó nokkur pör sem kynntust í gegnum facebook eða könnuðust lítilega við hvort annað en facebook sá til þess að meira yrði úr kunningsskapnum. Ef stefnan er tekin á slíkt facebook deit bið ég fólk að íhuga hver sé forsendan fyrir stefnumótinu til að forðast misskilning og særindi.Er að versla í HM! Þessi sérlega síða sem hefur gleypt landið - og heiminn er þó langt frá því að vera fullkomin. Það er margt sem þarf að varast. Hver er til dæmis tilgangurinn með því að vera með heimilisfang, síma og aðrar persónulegar upplýsingar þarna inni? Þessar upplýsingar má jú finna í þjóðskrá og eftir öðrum leiðum en til hvers að auðvelda hverjum sem er að finna þig ?Hættuleg hrifning Annað sem ber að íhuga eru börn og unglingar sem nota síðuna gífurlega mikið. Stúlkur eru iðnar við að setja inn mikið magn af myndum og taka fram hvert verður farið þetta kvöld og með hverjum. Með einu klikki er búið að segja mörg hundruð manns hvar nokkrar drukknar unglingstúlkur verða þetta kvöld. Þetta getur verið stórhættulegt ef viðkomandi er með rangan einstakling inn á síðunni sinni. Með því meina ég að þú veist ekkert endilega hver er að fylgjast með þér. Ég þekki til ungrar konu sem fékk vinabeiðni frá myndarlegum manni með notalegum skilaboðum. Hún sá að þau áttu mikið af sameiginlegum vinum og því gerði hún ráð fyrir að þetta væri hinn vænsti maður enda voru sameiginlegir vinir þeirra allt hið mesta ágætisfólk. Þau spjölluðu stuttlega í gegnum skilaboð á facebook. Maðurinn bjó út á landi og sagðist sjaldan koma í bæinn svo þessi ágæta vinkona mín spáði ekki mikið í það. Stuttu seinna dúkkar hann svo upp, á uppáhaldskaffihúsinu hennar sem hún hefur marg oft lýst aðdáun sinni á í statusum. Hann heilsar henni og lýsir aðdáun sinni á þessari ágætu vinkonu minni. Hún tekur þó fljótlega eftir því hve undarlega fólk horfir á þau og afsakar sig fljótlega og fer. Í kjölfar hittingsins gúgglar hún facebook nafn viðkomandi og kemst að því að hann er dæmdur ofbeldismaður og hefur meðal annars hlotið kærur fyrir að misþyrma konu. Málið er að þú veist aldrei hver er hinum megin við fallegu prófíl myndina ef þú þekkir viðkomandi ekki persónulega. Börn og unglingar eru því miður oft fórnalömb ódæðismanna í gegnum netsíður og því rík ástæða til að brýna fyrir þeim hætturnar bak við vinalegu myndirnar. En hér kemur einnig sterkt inn að það er ekki töff að vera með mömmu sem vin á facebook og því bendi ég foreldrum á að ræða þetta sín á milli og reyna að fylgjast með facebook notkun barna sinn án þess að kæfa þau eða njósna um þau. Bara spjalla um hætturnar líkt og þessi saga sýnir fram á. Það er heldur ekkert sem segir að sameiginlegir vinir séu í raun annað en vinir á netinu. Það er að segja - margir hafa ekki hitt helming facebook vina sinna.Mamma og pabbi eru að skilja! Mörg sambönd hafa einnig farið flatt á facebook. Sálfræðingar hafa lýst áhyggjum sínum yfir óeðlilegum samskiptum á síðunni. Börn hafa jafnvel komist að skilnaði foreldra sinna í gegnum síðuna og hún er oft uppspretta öfundsýki og óöryggis. Fólk er með fyrrum maka sem vini, samstarfsfélagar af hinu kyninu þykja kommenta óhóflega mikið og þar fram eftir götunum. Tilfinningapotturinn sem samankominn er á þessari sérlegu síðu er einfaldlega sumum ómögulegur burtséð frá hversu mikill tímaþjófur þetta er. Facebook er engu að síður mikið undratæki sem sameinar fólk og hefur jafnvel komið af stað ástar- og vináttusamböndum. En fátt er gallalaust í þessum heimi og því gott að hafa þessi atriði í huga. Ég á tvær unglingssystur sem ég er mjög óróleg yfir hvað þetta varðar. Þá er bara eitt í stöðunni - að tala við þær og benda þeim á skúmaskotin sem leynast þarna inni. Notum netið af skynsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Marinósdóttir Samfélagsmiðlar Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur tekið samskiptasíðunni facebook opnum örmum - hreinlega gleypt hana. Þó nokkrir eru jafnvel með fleiri en eina síðu. Síðu fyrir sig, aðra fyrir fyrirtæki, félagasamtök, klúbba, áhugamál eða jafnvel börnin sín til að hlaða inn myndum líkt og foreldrar gera á vefnum Barnaland. Fólk skiptist á myndum, skilaboðum, heldur sambandi við vini og vandamenn um allan heim og þar fram eftir götunum. Síðan er einnig gagnleg til að kynnast hinu kyninu og þó nokkuð er um svo kölluð „facebook stefnumót" sem er gott og blessað enda er ég dyggur aðdáandi stefnumóta og ástar. Ég þekki þó nokkur pör sem kynntust í gegnum facebook eða könnuðust lítilega við hvort annað en facebook sá til þess að meira yrði úr kunningsskapnum. Ef stefnan er tekin á slíkt facebook deit bið ég fólk að íhuga hver sé forsendan fyrir stefnumótinu til að forðast misskilning og særindi.Er að versla í HM! Þessi sérlega síða sem hefur gleypt landið - og heiminn er þó langt frá því að vera fullkomin. Það er margt sem þarf að varast. Hver er til dæmis tilgangurinn með því að vera með heimilisfang, síma og aðrar persónulegar upplýsingar þarna inni? Þessar upplýsingar má jú finna í þjóðskrá og eftir öðrum leiðum en til hvers að auðvelda hverjum sem er að finna þig ?Hættuleg hrifning Annað sem ber að íhuga eru börn og unglingar sem nota síðuna gífurlega mikið. Stúlkur eru iðnar við að setja inn mikið magn af myndum og taka fram hvert verður farið þetta kvöld og með hverjum. Með einu klikki er búið að segja mörg hundruð manns hvar nokkrar drukknar unglingstúlkur verða þetta kvöld. Þetta getur verið stórhættulegt ef viðkomandi er með rangan einstakling inn á síðunni sinni. Með því meina ég að þú veist ekkert endilega hver er að fylgjast með þér. Ég þekki til ungrar konu sem fékk vinabeiðni frá myndarlegum manni með notalegum skilaboðum. Hún sá að þau áttu mikið af sameiginlegum vinum og því gerði hún ráð fyrir að þetta væri hinn vænsti maður enda voru sameiginlegir vinir þeirra allt hið mesta ágætisfólk. Þau spjölluðu stuttlega í gegnum skilaboð á facebook. Maðurinn bjó út á landi og sagðist sjaldan koma í bæinn svo þessi ágæta vinkona mín spáði ekki mikið í það. Stuttu seinna dúkkar hann svo upp, á uppáhaldskaffihúsinu hennar sem hún hefur marg oft lýst aðdáun sinni á í statusum. Hann heilsar henni og lýsir aðdáun sinni á þessari ágætu vinkonu minni. Hún tekur þó fljótlega eftir því hve undarlega fólk horfir á þau og afsakar sig fljótlega og fer. Í kjölfar hittingsins gúgglar hún facebook nafn viðkomandi og kemst að því að hann er dæmdur ofbeldismaður og hefur meðal annars hlotið kærur fyrir að misþyrma konu. Málið er að þú veist aldrei hver er hinum megin við fallegu prófíl myndina ef þú þekkir viðkomandi ekki persónulega. Börn og unglingar eru því miður oft fórnalömb ódæðismanna í gegnum netsíður og því rík ástæða til að brýna fyrir þeim hætturnar bak við vinalegu myndirnar. En hér kemur einnig sterkt inn að það er ekki töff að vera með mömmu sem vin á facebook og því bendi ég foreldrum á að ræða þetta sín á milli og reyna að fylgjast með facebook notkun barna sinn án þess að kæfa þau eða njósna um þau. Bara spjalla um hætturnar líkt og þessi saga sýnir fram á. Það er heldur ekkert sem segir að sameiginlegir vinir séu í raun annað en vinir á netinu. Það er að segja - margir hafa ekki hitt helming facebook vina sinna.Mamma og pabbi eru að skilja! Mörg sambönd hafa einnig farið flatt á facebook. Sálfræðingar hafa lýst áhyggjum sínum yfir óeðlilegum samskiptum á síðunni. Börn hafa jafnvel komist að skilnaði foreldra sinna í gegnum síðuna og hún er oft uppspretta öfundsýki og óöryggis. Fólk er með fyrrum maka sem vini, samstarfsfélagar af hinu kyninu þykja kommenta óhóflega mikið og þar fram eftir götunum. Tilfinningapotturinn sem samankominn er á þessari sérlegu síðu er einfaldlega sumum ómögulegur burtséð frá hversu mikill tímaþjófur þetta er. Facebook er engu að síður mikið undratæki sem sameinar fólk og hefur jafnvel komið af stað ástar- og vináttusamböndum. En fátt er gallalaust í þessum heimi og því gott að hafa þessi atriði í huga. Ég á tvær unglingssystur sem ég er mjög óróleg yfir hvað þetta varðar. Þá er bara eitt í stöðunni - að tala við þær og benda þeim á skúmaskotin sem leynast þarna inni. Notum netið af skynsemi.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun