Icesave verður flutt sem stjórnarfrumvarp í vikunni Sigríður Mogensen skrifar 13. desember 2010 18:30 Forystumönnum ríkisstjórnarinnar mistókst í dag að fá stjórnarandstöðuna til liðs við sig í Icesave málinu. Stjórnarandstaðan vill ekki vera með á frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem verður lagt fram í vikunni. Forsætisráðherra vonast til að málið verði að lokum afgreitt samhljóða. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra funduðu með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, Sigurði Inga Jóhannssyni, Framsóknarflokki og Margréti Tryggvadóttur úr Hreyfingunni um nýja Icesave samkomulagið í dag. Fundurinn stóð í tuttugu mínútur og lauk honum án þess að sátt næðist um málið. „Við höfum lagt áherslu á það að stjórnarflokkarnir allir, stjórn og stjórnarandstaðan fylgdust að í þessu máli nú þegar það kæmi inn í þingið, þannig að það yrði flutt sameiginlega af öllum stjórnarflokkunum á þingi. En það náðist ekki samkomulag um það," segir Jóhanna. Málið verður því flutt sem stjórnarfrumvarp í vikunni. Fjármálaráðherra mælir fyrir því og í framhaldinu fer það til umfjöllunar í fjárlaganefnd. Eins og við greindum frá í hádegisfréttum geta Bretar og Hollendingar einhliða sagt sig frá samkomulaginu verði frumvarpið ekki orðið að lögum fyrir áramót. „Ég held að þeir geri sér alveg grein fyrir því að við þurfum nokkurn tíma í þinginu, þannig að þó við tökum okkur tíma, drjúgan hluta í janúar í það að reyna að klára þetta, þá held ég að það hafi ekki áhrif á þessi drög sem nú liggja fyrir." Stjórnarandstaðan liggur nú yfir gögnum málsins. „Mér finnst eðlilegt að þeir taki sér tíma til þess. En miðað við það hvernig þeir hafa lagt upp þessa samninga, sem vissulega eru mjög hagstæður, trúi ég því að við munum fylgjast að í lokin og vonast til að þetta verði afgreitt samhljóða," segir Jóhanna. Óttastu afstöðu forseta Íslands í málinu? „Nei ég geri það út af fyrir sig ekki, það er sjálfstætt mál þegar þar að kemur, en ég vona að það verði samkomulag hér á þinginu í málinu, það skiptir máli um framhaldið." Icesave Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Forystumönnum ríkisstjórnarinnar mistókst í dag að fá stjórnarandstöðuna til liðs við sig í Icesave málinu. Stjórnarandstaðan vill ekki vera með á frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem verður lagt fram í vikunni. Forsætisráðherra vonast til að málið verði að lokum afgreitt samhljóða. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra funduðu með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, Sigurði Inga Jóhannssyni, Framsóknarflokki og Margréti Tryggvadóttur úr Hreyfingunni um nýja Icesave samkomulagið í dag. Fundurinn stóð í tuttugu mínútur og lauk honum án þess að sátt næðist um málið. „Við höfum lagt áherslu á það að stjórnarflokkarnir allir, stjórn og stjórnarandstaðan fylgdust að í þessu máli nú þegar það kæmi inn í þingið, þannig að það yrði flutt sameiginlega af öllum stjórnarflokkunum á þingi. En það náðist ekki samkomulag um það," segir Jóhanna. Málið verður því flutt sem stjórnarfrumvarp í vikunni. Fjármálaráðherra mælir fyrir því og í framhaldinu fer það til umfjöllunar í fjárlaganefnd. Eins og við greindum frá í hádegisfréttum geta Bretar og Hollendingar einhliða sagt sig frá samkomulaginu verði frumvarpið ekki orðið að lögum fyrir áramót. „Ég held að þeir geri sér alveg grein fyrir því að við þurfum nokkurn tíma í þinginu, þannig að þó við tökum okkur tíma, drjúgan hluta í janúar í það að reyna að klára þetta, þá held ég að það hafi ekki áhrif á þessi drög sem nú liggja fyrir." Stjórnarandstaðan liggur nú yfir gögnum málsins. „Mér finnst eðlilegt að þeir taki sér tíma til þess. En miðað við það hvernig þeir hafa lagt upp þessa samninga, sem vissulega eru mjög hagstæður, trúi ég því að við munum fylgjast að í lokin og vonast til að þetta verði afgreitt samhljóða," segir Jóhanna. Óttastu afstöðu forseta Íslands í málinu? „Nei ég geri það út af fyrir sig ekki, það er sjálfstætt mál þegar þar að kemur, en ég vona að það verði samkomulag hér á þinginu í málinu, það skiptir máli um framhaldið."
Icesave Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent