Icesave verður flutt sem stjórnarfrumvarp í vikunni Sigríður Mogensen skrifar 13. desember 2010 18:30 Forystumönnum ríkisstjórnarinnar mistókst í dag að fá stjórnarandstöðuna til liðs við sig í Icesave málinu. Stjórnarandstaðan vill ekki vera með á frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem verður lagt fram í vikunni. Forsætisráðherra vonast til að málið verði að lokum afgreitt samhljóða. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra funduðu með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, Sigurði Inga Jóhannssyni, Framsóknarflokki og Margréti Tryggvadóttur úr Hreyfingunni um nýja Icesave samkomulagið í dag. Fundurinn stóð í tuttugu mínútur og lauk honum án þess að sátt næðist um málið. „Við höfum lagt áherslu á það að stjórnarflokkarnir allir, stjórn og stjórnarandstaðan fylgdust að í þessu máli nú þegar það kæmi inn í þingið, þannig að það yrði flutt sameiginlega af öllum stjórnarflokkunum á þingi. En það náðist ekki samkomulag um það," segir Jóhanna. Málið verður því flutt sem stjórnarfrumvarp í vikunni. Fjármálaráðherra mælir fyrir því og í framhaldinu fer það til umfjöllunar í fjárlaganefnd. Eins og við greindum frá í hádegisfréttum geta Bretar og Hollendingar einhliða sagt sig frá samkomulaginu verði frumvarpið ekki orðið að lögum fyrir áramót. „Ég held að þeir geri sér alveg grein fyrir því að við þurfum nokkurn tíma í þinginu, þannig að þó við tökum okkur tíma, drjúgan hluta í janúar í það að reyna að klára þetta, þá held ég að það hafi ekki áhrif á þessi drög sem nú liggja fyrir." Stjórnarandstaðan liggur nú yfir gögnum málsins. „Mér finnst eðlilegt að þeir taki sér tíma til þess. En miðað við það hvernig þeir hafa lagt upp þessa samninga, sem vissulega eru mjög hagstæður, trúi ég því að við munum fylgjast að í lokin og vonast til að þetta verði afgreitt samhljóða," segir Jóhanna. Óttastu afstöðu forseta Íslands í málinu? „Nei ég geri það út af fyrir sig ekki, það er sjálfstætt mál þegar þar að kemur, en ég vona að það verði samkomulag hér á þinginu í málinu, það skiptir máli um framhaldið." Icesave Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Forystumönnum ríkisstjórnarinnar mistókst í dag að fá stjórnarandstöðuna til liðs við sig í Icesave málinu. Stjórnarandstaðan vill ekki vera með á frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem verður lagt fram í vikunni. Forsætisráðherra vonast til að málið verði að lokum afgreitt samhljóða. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra funduðu með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, Sigurði Inga Jóhannssyni, Framsóknarflokki og Margréti Tryggvadóttur úr Hreyfingunni um nýja Icesave samkomulagið í dag. Fundurinn stóð í tuttugu mínútur og lauk honum án þess að sátt næðist um málið. „Við höfum lagt áherslu á það að stjórnarflokkarnir allir, stjórn og stjórnarandstaðan fylgdust að í þessu máli nú þegar það kæmi inn í þingið, þannig að það yrði flutt sameiginlega af öllum stjórnarflokkunum á þingi. En það náðist ekki samkomulag um það," segir Jóhanna. Málið verður því flutt sem stjórnarfrumvarp í vikunni. Fjármálaráðherra mælir fyrir því og í framhaldinu fer það til umfjöllunar í fjárlaganefnd. Eins og við greindum frá í hádegisfréttum geta Bretar og Hollendingar einhliða sagt sig frá samkomulaginu verði frumvarpið ekki orðið að lögum fyrir áramót. „Ég held að þeir geri sér alveg grein fyrir því að við þurfum nokkurn tíma í þinginu, þannig að þó við tökum okkur tíma, drjúgan hluta í janúar í það að reyna að klára þetta, þá held ég að það hafi ekki áhrif á þessi drög sem nú liggja fyrir." Stjórnarandstaðan liggur nú yfir gögnum málsins. „Mér finnst eðlilegt að þeir taki sér tíma til þess. En miðað við það hvernig þeir hafa lagt upp þessa samninga, sem vissulega eru mjög hagstæður, trúi ég því að við munum fylgjast að í lokin og vonast til að þetta verði afgreitt samhljóða," segir Jóhanna. Óttastu afstöðu forseta Íslands í málinu? „Nei ég geri það út af fyrir sig ekki, það er sjálfstætt mál þegar þar að kemur, en ég vona að það verði samkomulag hér á þinginu í málinu, það skiptir máli um framhaldið."
Icesave Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira