Tiger Woods er á einu höggi undir pari eftir fyrsta hring sinn á PGA meistaramótinu í golfi sem hófst í dag. Tiger var ánægður með hringinn sinn.
"Ég byrjaði vel. Ég var að slá vel og fannst ég hafa stjórn á mínum málum. Núna verð ég bara að halda áfram að bæta mig dag frá degi," sagði Woods.
Tveir menn eru á fjórum undir pari, þeir Fransesco Molinari og Bubba Watson. Jason Day og Ryan Moore spiluðu á 69 höggum, þrjá undir pari.
Mótið er í fullum gangi en það er sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending þar er til miðnættis í kvöld.
Woods meðal efstu manna á PGA meistaramótinu eftir fyrsta hringinn
