Fótbolti

Barcelona búið að ná samkomulagi við Bremen um Mesut Ozil

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mesut Ozil.
Mesut Ozil. Mynd/Getty Images
Spænska blaðið El Pais segir frá því í morgun að FC Barcelona sé búið að ná samkomulagi við Werder Bremen um kaup á þýska landsliðsmanninum Mesut Ozil.

Mesut Ozil er 21 árs sóknarmiðjumaður sem þykir með efnilegri knattspyrnumönnum heimsins í dag. Hann skoraði 9 mörk í 31 leik í þýsku deildinni á síðasta tímabili og skoraði sín fyrstu tvö mörk með þýska landsliðinu á HM.

Samkvæmt frétt blaðsins mun Mesut Ozil gera fjögurra ára samning við spænsku meistarana en hann var með samning við Werder Bremen til 2011 og hefði því verið laus allra mála frá félaginu næsta sumar.

Mesut Ozil kom til Werder Bremen frá Schalke 04 í janúar 2008 en eftir frábæra frammistöðu sína á HM í Suður-Afríku í sumar höfðu lið eins og Real Madrid, Arsenal og Manchester United auk Barca mikinn áhuga á að fá hann til sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×