Það virðist blása hressilega á móti bandaríska kylfingnum Tiger Woods þessa dagana. Orkudrykkjafyrirtækið Gatorade hefur sagt upp auglýsingasamningum við Woods í kjölfar frétta af framhjáhaldi hans.
Talsmaður Gatorade sagði fyrirtækið ekki sjá hlutverk fyrir Woods í herferð orkudrykksins og óskaði honum alls hins besta. Gatorade er þriðja stærsta fyrirtækið sem segir upp auglýsingasamningum við kylfinginn en hin eru Gillette og úraframleiðandinn Tag Heuer.