Sjálfdæmi eða regla Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar 19. mars 2010 06:00 Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar um gegnsæi. Þeir sem helst krefjast gagnsæis og heiðarleika í störfum samfélagsins eiga að ganga á undan með góðu fordæmi. Það segir sig nokkurn veginn sjálft. Þess vegna hefur það verið heldur nöturlegt að fylgjast með hrakningum nokkurra stjórnmálamanna í þessum efnum á síðustu vikum og mánuðum - að ekki sé talað um ógöngur heilu stjórnmálaaflanna þegar kemur að sjálfsagðri og löngu brýnni upplýsingagjöf. Siðvæðing samfélagsins er nauðsynleg. Hún verður ekki aðeins bundin við viðskiptalífið, enda þótt þar þurfi klárlega að taka til hendi. Stjórnmálaöflin, sem setja viðskiptalífinu lög, verða einnig að lofta út. Það er liðin tíð að þau leyni upplýsingum um fjárhagsstöðu sína, lánveitendur og styrkjendur. Því síður að stöku stjórnmálamenn fari undan í flæmingi þegar eðlilegra spurninga er að þeim beint um hagsmunagæslu. Það er sjálfsagður réttur kjósenda í þokkalegu þroskuðu lýðræðisríki að þeir þekki til skuldbindinga kjörinna fulltrúa. Og hér fer betur að ganga alla leið, fremur en hálfa. Það er enda löngu bannað að reykja í bakherbergjunum. Hagsmunaskráning alþingismanna og sveitarstjórnarmanna hlýtur því jafnt að lúta að hlutabréfaeign og stofnfjárhlutum, stjórnarsetum og félagsaðild, persónuleigum eignum og skuldum fjölskyldunnar. Við þessa upptalningu ber vitaskuld að bæta styrkjendum sem veita fjármunum til margvíslegrar stjórnmálaþátttöku, hvort heldur er til einstakra pólitíkusa eða heilu stjórnmálaflokkanna. Þá fyrst er hægt að ræða gagnsæi stjórnmálalífsins til þrautar þegar þær upplýsingar liggja fyrir. Það er nefnilega svo að það er jafn eðlilegt að fyrirtæki og félög styðji við lýðræðið og það er óeðlilegt að það skuli vera feimnismál. Hér er því spurt hvort sjálfdæmi eða regla eigi að gilda í þessum geira samfélagsins. Og hvort stjórnmálamenn eigi almennt að njóta afsláttarkjara þegar kemur að upplýstara og heiðarlegra samfélagi. Vitaskuld er svarið afdráttarlaust nei. Þeir sem setja samfélaginu lög og reglur og eru til þess valdir að leggja kvaðir og hömlur á landa sína eiga að rísa undir ábyrgð sinni og segja hátt og skýrt hverjir þeir eru. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Ernir Rúnarsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar um gegnsæi. Þeir sem helst krefjast gagnsæis og heiðarleika í störfum samfélagsins eiga að ganga á undan með góðu fordæmi. Það segir sig nokkurn veginn sjálft. Þess vegna hefur það verið heldur nöturlegt að fylgjast með hrakningum nokkurra stjórnmálamanna í þessum efnum á síðustu vikum og mánuðum - að ekki sé talað um ógöngur heilu stjórnmálaaflanna þegar kemur að sjálfsagðri og löngu brýnni upplýsingagjöf. Siðvæðing samfélagsins er nauðsynleg. Hún verður ekki aðeins bundin við viðskiptalífið, enda þótt þar þurfi klárlega að taka til hendi. Stjórnmálaöflin, sem setja viðskiptalífinu lög, verða einnig að lofta út. Það er liðin tíð að þau leyni upplýsingum um fjárhagsstöðu sína, lánveitendur og styrkjendur. Því síður að stöku stjórnmálamenn fari undan í flæmingi þegar eðlilegra spurninga er að þeim beint um hagsmunagæslu. Það er sjálfsagður réttur kjósenda í þokkalegu þroskuðu lýðræðisríki að þeir þekki til skuldbindinga kjörinna fulltrúa. Og hér fer betur að ganga alla leið, fremur en hálfa. Það er enda löngu bannað að reykja í bakherbergjunum. Hagsmunaskráning alþingismanna og sveitarstjórnarmanna hlýtur því jafnt að lúta að hlutabréfaeign og stofnfjárhlutum, stjórnarsetum og félagsaðild, persónuleigum eignum og skuldum fjölskyldunnar. Við þessa upptalningu ber vitaskuld að bæta styrkjendum sem veita fjármunum til margvíslegrar stjórnmálaþátttöku, hvort heldur er til einstakra pólitíkusa eða heilu stjórnmálaflokkanna. Þá fyrst er hægt að ræða gagnsæi stjórnmálalífsins til þrautar þegar þær upplýsingar liggja fyrir. Það er nefnilega svo að það er jafn eðlilegt að fyrirtæki og félög styðji við lýðræðið og það er óeðlilegt að það skuli vera feimnismál. Hér er því spurt hvort sjálfdæmi eða regla eigi að gilda í þessum geira samfélagsins. Og hvort stjórnmálamenn eigi almennt að njóta afsláttarkjara þegar kemur að upplýstara og heiðarlegra samfélagi. Vitaskuld er svarið afdráttarlaust nei. Þeir sem setja samfélaginu lög og reglur og eru til þess valdir að leggja kvaðir og hömlur á landa sína eiga að rísa undir ábyrgð sinni og segja hátt og skýrt hverjir þeir eru. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar