Sjálfdæmi eða regla Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar 19. mars 2010 06:00 Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar um gegnsæi. Þeir sem helst krefjast gagnsæis og heiðarleika í störfum samfélagsins eiga að ganga á undan með góðu fordæmi. Það segir sig nokkurn veginn sjálft. Þess vegna hefur það verið heldur nöturlegt að fylgjast með hrakningum nokkurra stjórnmálamanna í þessum efnum á síðustu vikum og mánuðum - að ekki sé talað um ógöngur heilu stjórnmálaaflanna þegar kemur að sjálfsagðri og löngu brýnni upplýsingagjöf. Siðvæðing samfélagsins er nauðsynleg. Hún verður ekki aðeins bundin við viðskiptalífið, enda þótt þar þurfi klárlega að taka til hendi. Stjórnmálaöflin, sem setja viðskiptalífinu lög, verða einnig að lofta út. Það er liðin tíð að þau leyni upplýsingum um fjárhagsstöðu sína, lánveitendur og styrkjendur. Því síður að stöku stjórnmálamenn fari undan í flæmingi þegar eðlilegra spurninga er að þeim beint um hagsmunagæslu. Það er sjálfsagður réttur kjósenda í þokkalegu þroskuðu lýðræðisríki að þeir þekki til skuldbindinga kjörinna fulltrúa. Og hér fer betur að ganga alla leið, fremur en hálfa. Það er enda löngu bannað að reykja í bakherbergjunum. Hagsmunaskráning alþingismanna og sveitarstjórnarmanna hlýtur því jafnt að lúta að hlutabréfaeign og stofnfjárhlutum, stjórnarsetum og félagsaðild, persónuleigum eignum og skuldum fjölskyldunnar. Við þessa upptalningu ber vitaskuld að bæta styrkjendum sem veita fjármunum til margvíslegrar stjórnmálaþátttöku, hvort heldur er til einstakra pólitíkusa eða heilu stjórnmálaflokkanna. Þá fyrst er hægt að ræða gagnsæi stjórnmálalífsins til þrautar þegar þær upplýsingar liggja fyrir. Það er nefnilega svo að það er jafn eðlilegt að fyrirtæki og félög styðji við lýðræðið og það er óeðlilegt að það skuli vera feimnismál. Hér er því spurt hvort sjálfdæmi eða regla eigi að gilda í þessum geira samfélagsins. Og hvort stjórnmálamenn eigi almennt að njóta afsláttarkjara þegar kemur að upplýstara og heiðarlegra samfélagi. Vitaskuld er svarið afdráttarlaust nei. Þeir sem setja samfélaginu lög og reglur og eru til þess valdir að leggja kvaðir og hömlur á landa sína eiga að rísa undir ábyrgð sinni og segja hátt og skýrt hverjir þeir eru. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Ernir Rúnarsson Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar um gegnsæi. Þeir sem helst krefjast gagnsæis og heiðarleika í störfum samfélagsins eiga að ganga á undan með góðu fordæmi. Það segir sig nokkurn veginn sjálft. Þess vegna hefur það verið heldur nöturlegt að fylgjast með hrakningum nokkurra stjórnmálamanna í þessum efnum á síðustu vikum og mánuðum - að ekki sé talað um ógöngur heilu stjórnmálaaflanna þegar kemur að sjálfsagðri og löngu brýnni upplýsingagjöf. Siðvæðing samfélagsins er nauðsynleg. Hún verður ekki aðeins bundin við viðskiptalífið, enda þótt þar þurfi klárlega að taka til hendi. Stjórnmálaöflin, sem setja viðskiptalífinu lög, verða einnig að lofta út. Það er liðin tíð að þau leyni upplýsingum um fjárhagsstöðu sína, lánveitendur og styrkjendur. Því síður að stöku stjórnmálamenn fari undan í flæmingi þegar eðlilegra spurninga er að þeim beint um hagsmunagæslu. Það er sjálfsagður réttur kjósenda í þokkalegu þroskuðu lýðræðisríki að þeir þekki til skuldbindinga kjörinna fulltrúa. Og hér fer betur að ganga alla leið, fremur en hálfa. Það er enda löngu bannað að reykja í bakherbergjunum. Hagsmunaskráning alþingismanna og sveitarstjórnarmanna hlýtur því jafnt að lúta að hlutabréfaeign og stofnfjárhlutum, stjórnarsetum og félagsaðild, persónuleigum eignum og skuldum fjölskyldunnar. Við þessa upptalningu ber vitaskuld að bæta styrkjendum sem veita fjármunum til margvíslegrar stjórnmálaþátttöku, hvort heldur er til einstakra pólitíkusa eða heilu stjórnmálaflokkanna. Þá fyrst er hægt að ræða gagnsæi stjórnmálalífsins til þrautar þegar þær upplýsingar liggja fyrir. Það er nefnilega svo að það er jafn eðlilegt að fyrirtæki og félög styðji við lýðræðið og það er óeðlilegt að það skuli vera feimnismál. Hér er því spurt hvort sjálfdæmi eða regla eigi að gilda í þessum geira samfélagsins. Og hvort stjórnmálamenn eigi almennt að njóta afsláttarkjara þegar kemur að upplýstara og heiðarlegra samfélagi. Vitaskuld er svarið afdráttarlaust nei. Þeir sem setja samfélaginu lög og reglur og eru til þess valdir að leggja kvaðir og hömlur á landa sína eiga að rísa undir ábyrgð sinni og segja hátt og skýrt hverjir þeir eru. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar