Baugur og tengdir aðilar fengu hátt í þúsund milljarða 12. apríl 2010 11:43 Baugur Group stendur upp úr þegar kemur að stórum áhættulánum bankanna á árunum fyrir hrun. Þegar mest lét skuldaði Baugur og tengd félög hátt í þúsund milljarða króna hjá stóru bönkunum þremur miðað við gengi dagsins í dag.Rúmlega helmingur af eiginfjárgrunni bankanna þriggja var undir í lánveitingum til Baugs og tengdra fyrirtækja. Lán til Baugs samstæðunnar námu yfir 10% af heildarútlánum móðurfélaga Kaupþings, Glitnis og Landsbankans.Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að áhætta allra bankanna vegna Baugs Group hafi verið gríðarleg. Glitnir hafi borið mestu áhættuna vegna hópsins, ef horft sé til hlutfalls af eiginfjárgrunni bankans. Aðrir af stærstu hópunum sem fengu lán hjá bönkunum voru allir stórir hluthafar í bönkunum. Baugur Group hf. og tengdir aðilar skulduðu 85,5% af eiginfjárgrunni Glitnis.Hjá Kaupþingi námu skuldbindingar Baugs Group 42,3% af eiginfjárgrunni og hjá Landsbankanum var hlutfallið 68,8%. Svipaða sögu er að segja af lánveitingum Straums Burðaráss til Baugs Group, en hlutfallið er þó eilítið lægra þar. Baugur Group og tengd félög voru stærsti viðskiptavinur íslensku bankanna.Rannsóknarnefnd Alþingis telur að samþjöppun áhættu hjá íslensku bönkunum hafi verið orðin hættulega mikil þó nokkru fyrir fall þeirra. Bæði eigi þetta við um lánveitingar til ákveðinna hópa innan hvers banka og jafnframt að sömu hópar hafi myndað stórar áhættur í fleiri en einum banka. Af þeim sökum hafi kerfisleg áhætta vegna útlána verið orðin veruleg. Skýrasta dæmið um þetta sé Baugur Group og fyrirtæki tengd þeirri samsteypu.Í öllum stóru bönkunum og Straumi hafi Baugshópurinn verið orðin of stór áhætta. Segir í skýrslu nefndarinnar að það sé ámælisvert að áhættustýringar bankanna hafi leyft þessari áhættu að byggjast upp. Sömu sögu megi segja um Exista, Björgólf Thor Björgólfsson , Björgólf Guðmundsson og Ólaf Ólafsson, þó áhætta vegna þessara aðila hafi verið nokkru minni en Baugshópsins. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Baugur Group stendur upp úr þegar kemur að stórum áhættulánum bankanna á árunum fyrir hrun. Þegar mest lét skuldaði Baugur og tengd félög hátt í þúsund milljarða króna hjá stóru bönkunum þremur miðað við gengi dagsins í dag.Rúmlega helmingur af eiginfjárgrunni bankanna þriggja var undir í lánveitingum til Baugs og tengdra fyrirtækja. Lán til Baugs samstæðunnar námu yfir 10% af heildarútlánum móðurfélaga Kaupþings, Glitnis og Landsbankans.Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að áhætta allra bankanna vegna Baugs Group hafi verið gríðarleg. Glitnir hafi borið mestu áhættuna vegna hópsins, ef horft sé til hlutfalls af eiginfjárgrunni bankans. Aðrir af stærstu hópunum sem fengu lán hjá bönkunum voru allir stórir hluthafar í bönkunum. Baugur Group hf. og tengdir aðilar skulduðu 85,5% af eiginfjárgrunni Glitnis.Hjá Kaupþingi námu skuldbindingar Baugs Group 42,3% af eiginfjárgrunni og hjá Landsbankanum var hlutfallið 68,8%. Svipaða sögu er að segja af lánveitingum Straums Burðaráss til Baugs Group, en hlutfallið er þó eilítið lægra þar. Baugur Group og tengd félög voru stærsti viðskiptavinur íslensku bankanna.Rannsóknarnefnd Alþingis telur að samþjöppun áhættu hjá íslensku bönkunum hafi verið orðin hættulega mikil þó nokkru fyrir fall þeirra. Bæði eigi þetta við um lánveitingar til ákveðinna hópa innan hvers banka og jafnframt að sömu hópar hafi myndað stórar áhættur í fleiri en einum banka. Af þeim sökum hafi kerfisleg áhætta vegna útlána verið orðin veruleg. Skýrasta dæmið um þetta sé Baugur Group og fyrirtæki tengd þeirri samsteypu.Í öllum stóru bönkunum og Straumi hafi Baugshópurinn verið orðin of stór áhætta. Segir í skýrslu nefndarinnar að það sé ámælisvert að áhættustýringar bankanna hafi leyft þessari áhættu að byggjast upp. Sömu sögu megi segja um Exista, Björgólf Thor Björgólfsson , Björgólf Guðmundsson og Ólaf Ólafsson, þó áhætta vegna þessara aðila hafi verið nokkru minni en Baugshópsins.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira