Fleiri handteknir vegna morðrannsóknar Breki Logason skrifar 17. ágúst 2010 18:35 Tuttugu og þriggja ára gömlum karlmanni sem yfirheyrður var vegna manndrápsins í Hafnafirði um helgina, var sleppt úr haldi lögreglu nú síðdegis. Fleiri hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins, segir verjandi mannsins. Hann íhugar málsókn á hendur fjölmiðlum sem birt hafa myndir af skjólstæðingi hans. Hannes Þór Helgason fannst myrtur á heimili sínu í hádeginu á sunnudag og grunaði lögreglu strax að dauða hans hefði ekki borið að með eðlilegum hætti. Áverkar á líki Hannesar bentu til þess að hann hefði margoft verið stunginn með eggvopni, en árásarmaðurinn mun hafa farið inn um ólæstar dyr á heimili hins myrta. Seint í gærkvöldi yfirheyrði lögregla síðan ungan mann sem hún ákvað að hafa lengur í haldi, vegna gruns um aðild að morðinu. Guðrún Sesselja Arnardóttir Hæstaréttarlögmaður var tilnefndur verjandi piltisins af lögreglu og var viðstödd skýrslutökur. „það var önnur skýrslutaka í dag en hún tók stuttan tíma. Lögreglan taldi sig síðan ekki hafa nægilega mikil gögn til þess að krefjast gæsluvarðhalds og var honum því sleppt," segir Guðrún. Í dag hefur nafn piltsins og mynd af honum verið birt í fjölmörgum fjölmiðlum og er Guðrún Sesselja allt annað en sátt með þau vinnubrögð en hún sendi tilkynningu á alla fjölmiðla þar sem nafn- og myndbirting á skjólstæðingi hennar var fordæmd. Hún segir skjólstæðing sinn ekki vera þann eina sem hafi verið handtekinn og yfirheyrður vegna málsins. Og þótt pilturinn hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, hefði nafn- og myndbirting engu að síður verið ótímabær. Hún segist ekki hafa rætt málið við piltinn eftir að honum var sleppt en útilokar ekki að höfðað verði mál vegna þessa. Lögregla segir rannsóknina vera í fullum gangi en á fjórða tug lögreglumanna vinni að henni. Tæknirannsókn á vettvangi er langt komin og annarra gagna aflað. Morðvopnið er ófundið. Lögreglan segir ekkert um hvort rannsóknin nái út fyrir landsteinana. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Karlmaður í haldi lögreglu vegna manndrápsins Karlmaður er í haldi lögreglunnar vegna manndrápsins í Hafnarfirði á sunnudaginn. 17. ágúst 2010 08:55 Fordæmir forkastanleg vinnubrögð fjölmiðla Lögmaður ungs manns sem var handtekinn vegna manndrápsmáls í Hafnarfirði fordæmir vinnubrögð ákveðinna fjölmiðla vegna nafn- og myndbirtingar af skjólstæðingi sínum. 17. ágúst 2010 16:40 Morðið í Hafnarfirði: Manninum sleppt úr haldi Lögreglan leggur ekki fram kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum sem handtekinn var í gær og hefur verið í haldi lögreglunnar vegna rannsóknar á morðinu í Hafnarfirði um helgina. Maðurinn er á þrítugsaldri. Lögreglan heldur rannsókn málsins áfram. 17. ágúst 2010 16:05 Kom að manninum sofandi og margstakk með eggvopni Karlmaður á fertugsaldri sem ráðinn var bani á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði um helgina fannst liggjandi á gangi að svefnherbergi sínu í einbýlishúsinu sem hann bjó í, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. 17. ágúst 2010 06:00 Morðið í Hafnarfirði: Æskuvinur unnustunnar í haldi lögreglu Maðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um aðild að morðinu á Hannesi Helgasyni aðfararnótt sunnudags tengist unnustu Hannesar, að því er heimildir fréttastofu herma. Þau hafa þekkst frá því í æsku. Lögregla ákveður í dag hvort krafist verði gæsluvarðhalds manninum. 17. ágúst 2010 11:44 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
Tuttugu og þriggja ára gömlum karlmanni sem yfirheyrður var vegna manndrápsins í Hafnafirði um helgina, var sleppt úr haldi lögreglu nú síðdegis. Fleiri hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins, segir verjandi mannsins. Hann íhugar málsókn á hendur fjölmiðlum sem birt hafa myndir af skjólstæðingi hans. Hannes Þór Helgason fannst myrtur á heimili sínu í hádeginu á sunnudag og grunaði lögreglu strax að dauða hans hefði ekki borið að með eðlilegum hætti. Áverkar á líki Hannesar bentu til þess að hann hefði margoft verið stunginn með eggvopni, en árásarmaðurinn mun hafa farið inn um ólæstar dyr á heimili hins myrta. Seint í gærkvöldi yfirheyrði lögregla síðan ungan mann sem hún ákvað að hafa lengur í haldi, vegna gruns um aðild að morðinu. Guðrún Sesselja Arnardóttir Hæstaréttarlögmaður var tilnefndur verjandi piltisins af lögreglu og var viðstödd skýrslutökur. „það var önnur skýrslutaka í dag en hún tók stuttan tíma. Lögreglan taldi sig síðan ekki hafa nægilega mikil gögn til þess að krefjast gæsluvarðhalds og var honum því sleppt," segir Guðrún. Í dag hefur nafn piltsins og mynd af honum verið birt í fjölmörgum fjölmiðlum og er Guðrún Sesselja allt annað en sátt með þau vinnubrögð en hún sendi tilkynningu á alla fjölmiðla þar sem nafn- og myndbirting á skjólstæðingi hennar var fordæmd. Hún segir skjólstæðing sinn ekki vera þann eina sem hafi verið handtekinn og yfirheyrður vegna málsins. Og þótt pilturinn hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, hefði nafn- og myndbirting engu að síður verið ótímabær. Hún segist ekki hafa rætt málið við piltinn eftir að honum var sleppt en útilokar ekki að höfðað verði mál vegna þessa. Lögregla segir rannsóknina vera í fullum gangi en á fjórða tug lögreglumanna vinni að henni. Tæknirannsókn á vettvangi er langt komin og annarra gagna aflað. Morðvopnið er ófundið. Lögreglan segir ekkert um hvort rannsóknin nái út fyrir landsteinana.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Karlmaður í haldi lögreglu vegna manndrápsins Karlmaður er í haldi lögreglunnar vegna manndrápsins í Hafnarfirði á sunnudaginn. 17. ágúst 2010 08:55 Fordæmir forkastanleg vinnubrögð fjölmiðla Lögmaður ungs manns sem var handtekinn vegna manndrápsmáls í Hafnarfirði fordæmir vinnubrögð ákveðinna fjölmiðla vegna nafn- og myndbirtingar af skjólstæðingi sínum. 17. ágúst 2010 16:40 Morðið í Hafnarfirði: Manninum sleppt úr haldi Lögreglan leggur ekki fram kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum sem handtekinn var í gær og hefur verið í haldi lögreglunnar vegna rannsóknar á morðinu í Hafnarfirði um helgina. Maðurinn er á þrítugsaldri. Lögreglan heldur rannsókn málsins áfram. 17. ágúst 2010 16:05 Kom að manninum sofandi og margstakk með eggvopni Karlmaður á fertugsaldri sem ráðinn var bani á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði um helgina fannst liggjandi á gangi að svefnherbergi sínu í einbýlishúsinu sem hann bjó í, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. 17. ágúst 2010 06:00 Morðið í Hafnarfirði: Æskuvinur unnustunnar í haldi lögreglu Maðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um aðild að morðinu á Hannesi Helgasyni aðfararnótt sunnudags tengist unnustu Hannesar, að því er heimildir fréttastofu herma. Þau hafa þekkst frá því í æsku. Lögregla ákveður í dag hvort krafist verði gæsluvarðhalds manninum. 17. ágúst 2010 11:44 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
Karlmaður í haldi lögreglu vegna manndrápsins Karlmaður er í haldi lögreglunnar vegna manndrápsins í Hafnarfirði á sunnudaginn. 17. ágúst 2010 08:55
Fordæmir forkastanleg vinnubrögð fjölmiðla Lögmaður ungs manns sem var handtekinn vegna manndrápsmáls í Hafnarfirði fordæmir vinnubrögð ákveðinna fjölmiðla vegna nafn- og myndbirtingar af skjólstæðingi sínum. 17. ágúst 2010 16:40
Morðið í Hafnarfirði: Manninum sleppt úr haldi Lögreglan leggur ekki fram kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum sem handtekinn var í gær og hefur verið í haldi lögreglunnar vegna rannsóknar á morðinu í Hafnarfirði um helgina. Maðurinn er á þrítugsaldri. Lögreglan heldur rannsókn málsins áfram. 17. ágúst 2010 16:05
Kom að manninum sofandi og margstakk með eggvopni Karlmaður á fertugsaldri sem ráðinn var bani á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði um helgina fannst liggjandi á gangi að svefnherbergi sínu í einbýlishúsinu sem hann bjó í, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. 17. ágúst 2010 06:00
Morðið í Hafnarfirði: Æskuvinur unnustunnar í haldi lögreglu Maðurinn sem er í haldi lögreglu grunaður um aðild að morðinu á Hannesi Helgasyni aðfararnótt sunnudags tengist unnustu Hannesar, að því er heimildir fréttastofu herma. Þau hafa þekkst frá því í æsku. Lögregla ákveður í dag hvort krafist verði gæsluvarðhalds manninum. 17. ágúst 2010 11:44