Tuttugu og tveir milljarðar í laun til starfsmanna 13. apríl 2010 10:30 MYND/365 Tíu launahæstu starfsmenn stóru bankanna þriggja fengu tuttugu og tvö og hálfan milljarð króna í laun á árunum 2004 til 2008. Bónusgreiðslur virðast hafa verið háðar mati æðstu stjórnenda og ekki tengst rekstrarárangri bankanna. Rannsóknarnefndin hefur tekið saman laun starfsmanna og stjórnenda bankanna árin 2004 til 8 og hafa þau verið framreiknuð. Þá fengu 10 æðstu stjórnendur Glitnis rúma 6 milljarða króna í laun. Bjarni Ármannsson fyrrverandi forstjóri fékk rúman milljarð og Lárus Welding um 340 milljónir króna á fjögurra mánaða tímabili.Meðalmánaðarlaun Bjarna Ármannssonar fimmfölduðust á þremur árum,og enduðu í rúmum 50 milljónum kr. á mánuði árið 2007. Rannsóknarnefndin reiknar það til að kostnaður Glitnis af samningnum við Lárus hafi verið um 5,1 milljarður króna þegar hann var gerður og félli hann til á 5 árum. Ráðning Lárusar og samþykki á ráðningarkjörum hans fór fram á 35 mínútna löngum stjórnarfundi. Vekur þetta spurningar um vandaða stjórnarhætti. Launauppgjörið við Bjarna og lán til Lárusar vekja sérstaka athygli nefndarinnar og segir m.a. að spurningar vakni hvort ársreikningurinn fyrir árið 2007 hafi verið í samræmi við góðar reikningsskilavenjur þar sem lykiltölur varðandi þessi atriði vanti.Sigurjón Þ. Árnason.Tíu launahæstu starfsmenn Landsbankans fengu rúma sjö milljarða króna í laun á árunum 2004 - 8 (7245499). Af þeirri upphæð fengu bankastjórarnir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson um 1,7 milljarð króna. (Sigurjón: 936 halldór: 680). Heildarmánaðarlaun Sigurjóns Þ. Árnasonar rúmlega nífölduðust frá árinu 2004 til 2008 og voru tæpar 35 milljónir króna að meðaltali á mánuði árið 2008. Heildarmánaðarlaun Halldórs J. Kristjánssonar voru tæpar 3 milljónir að meðaltali á mánuði árið 2004 en fóru í rúmar 25 milljónir króna að meðaltali á mánuði árið 2005. Árin 2006 til 2008 voru launin á bilinu 8,5 til 13 milljónir króna að meðaltali á mánuði. Alls fengu 10 launahæstu starfsmenn Kaupþings um 9,5 milljarð króna í laun á árunum 2004 til 8 (9,487,977).Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson.Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans fékk á sama tímabili rúm þrjá milljarða króna í laun (3,064,740). Árið 2007 námu heildarlaun hans tæplega 159-földum launum meðalstarfsmanns í bankanum. Þá var árlegur rekstrarkostnaður útibús Kaupþings í London vegna stjórnarformannsins Sigurðar Einarssonar var ekki undir eftirliti innri eða ytri endurskoðenda bankans. Frá maí 2005 til September 2008 nam kostnaður vegna launa Sigurðar, bónusa, húsnæðiskostnaðar og fleira rúmum 1,3 milljarði króna. Rannsóknarnefnd Alþingis bendir á að bónusgreiðslur hafi verið háðar huglægu mati stjórnenda.Það er athyglisverð þróun ð bónusgreiðslur til stjórnenda eru hæstar á árinu 2008. Á sama tíma og rekstur bankans var erfiður, lausafjárþröng hrjáði hann og verð á hlutabréfum hans féllu í verði fengu stjórnendur hærri bónusa en dæmi voru um áður. Bónusarnir fóru í 2,1 milljón kr. að meðaltali á mánuði árið 2008. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Tíu launahæstu starfsmenn stóru bankanna þriggja fengu tuttugu og tvö og hálfan milljarð króna í laun á árunum 2004 til 2008. Bónusgreiðslur virðast hafa verið háðar mati æðstu stjórnenda og ekki tengst rekstrarárangri bankanna. Rannsóknarnefndin hefur tekið saman laun starfsmanna og stjórnenda bankanna árin 2004 til 8 og hafa þau verið framreiknuð. Þá fengu 10 æðstu stjórnendur Glitnis rúma 6 milljarða króna í laun. Bjarni Ármannsson fyrrverandi forstjóri fékk rúman milljarð og Lárus Welding um 340 milljónir króna á fjögurra mánaða tímabili.Meðalmánaðarlaun Bjarna Ármannssonar fimmfölduðust á þremur árum,og enduðu í rúmum 50 milljónum kr. á mánuði árið 2007. Rannsóknarnefndin reiknar það til að kostnaður Glitnis af samningnum við Lárus hafi verið um 5,1 milljarður króna þegar hann var gerður og félli hann til á 5 árum. Ráðning Lárusar og samþykki á ráðningarkjörum hans fór fram á 35 mínútna löngum stjórnarfundi. Vekur þetta spurningar um vandaða stjórnarhætti. Launauppgjörið við Bjarna og lán til Lárusar vekja sérstaka athygli nefndarinnar og segir m.a. að spurningar vakni hvort ársreikningurinn fyrir árið 2007 hafi verið í samræmi við góðar reikningsskilavenjur þar sem lykiltölur varðandi þessi atriði vanti.Sigurjón Þ. Árnason.Tíu launahæstu starfsmenn Landsbankans fengu rúma sjö milljarða króna í laun á árunum 2004 - 8 (7245499). Af þeirri upphæð fengu bankastjórarnir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson um 1,7 milljarð króna. (Sigurjón: 936 halldór: 680). Heildarmánaðarlaun Sigurjóns Þ. Árnasonar rúmlega nífölduðust frá árinu 2004 til 2008 og voru tæpar 35 milljónir króna að meðaltali á mánuði árið 2008. Heildarmánaðarlaun Halldórs J. Kristjánssonar voru tæpar 3 milljónir að meðaltali á mánuði árið 2004 en fóru í rúmar 25 milljónir króna að meðaltali á mánuði árið 2005. Árin 2006 til 2008 voru launin á bilinu 8,5 til 13 milljónir króna að meðaltali á mánuði. Alls fengu 10 launahæstu starfsmenn Kaupþings um 9,5 milljarð króna í laun á árunum 2004 til 8 (9,487,977).Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson.Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans fékk á sama tímabili rúm þrjá milljarða króna í laun (3,064,740). Árið 2007 námu heildarlaun hans tæplega 159-földum launum meðalstarfsmanns í bankanum. Þá var árlegur rekstrarkostnaður útibús Kaupþings í London vegna stjórnarformannsins Sigurðar Einarssonar var ekki undir eftirliti innri eða ytri endurskoðenda bankans. Frá maí 2005 til September 2008 nam kostnaður vegna launa Sigurðar, bónusa, húsnæðiskostnaðar og fleira rúmum 1,3 milljarði króna. Rannsóknarnefnd Alþingis bendir á að bónusgreiðslur hafi verið háðar huglægu mati stjórnenda.Það er athyglisverð þróun ð bónusgreiðslur til stjórnenda eru hæstar á árinu 2008. Á sama tíma og rekstur bankans var erfiður, lausafjárþröng hrjáði hann og verð á hlutabréfum hans féllu í verði fengu stjórnendur hærri bónusa en dæmi voru um áður. Bónusarnir fóru í 2,1 milljón kr. að meðaltali á mánuði árið 2008.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira