Spænska liðið Atletico Madrid vann leikinn um Ofurbikarinn í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Inter í þessum árlega leik milli sigurvegaranna í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni.
Jose Antonio Reyes og Sergio Aguerro skoruðu mörk Atletico en þau komu bæði í seinni hálfleik. Diego Milito fékk besta færi Inter þegar hann misnotaði vítaspyrnu.