Hagnaður breska flugfélagsins British Airways nam 158 milljónum sterlingspunda síðasta hálfa árið. Upphæðin samsvarar um 29 milljörðum króna.
Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem að félagið skilar hagnaði. Í frétt á vef BBC er tekið fram að þessi árangur hafi náðst þrátt fyrir verkfall starfsmanna hjá flugfélaginu og truflana á flugsamgöngum sem urðu vegna gossins í Eyjafjallajökli.
Nú stendur yfir undirbúningur á sameiningu British Airways og Iberia flugfélagsins, en hið síðarnefnda skilaði 53 milljóna evra, eða 8,5 milljarða króna, hagnaði samkvæmt níu mánaða uppgjöri sem var kynnt á dögunum.
