Blikastúlkur skoruðu átta mörk í fyrsta leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2010 18:58 Blikastúlkur fögnuðu mörgum mörkum í kvöld. Blikastúlkur byrjuðu Evrópukeppnina vel í kvöld með sannfærandi 8-1 sigri á eistneska liðinu Levadia Tallin. Riðill Blikaliðsins í forkeppni Meistaradeildarinnar fer fram í Kópavogi. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu fyrir Blika í leiknum. Blikaliðið á eftir að spila á móti franska liðinu Juvisy Essonne og rúmenska liðinu Targu Mures en efsta liðið í riðlinum tryggir sér sæti í 32 liða úrslitum. Leikurinn var einstefna Blikastúlkna frá upphafi en þeim gekk illa að nýta sér yfirburðina og ná inn fyrsta markinu. Það var þó ekki eins og Breiðabliksliðið væri ekki að skapa sér færin enda fékk liðið mjög góð færi með reglulegu millibili allan fyrri hálfleikinn. Sandra Sif Magnúsdóttir braut loksins ísinn á 25.mínútu en markið kom þó úr óvæntri átt. Sandra skoraði þá beint úr aukaspyrnu utan af vinstri kanti og af um 40 metra færi. Sandra Sif lagði síðan upp næsta mark fyrir Gretu Mjöll Samúelsdóttur og í kjölfarið fylgdu tvö mörk á næstu fjórum mínútum. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði þriðja markið með frábæru langskoti eftir laglegan einleik og Jóna Kristín Hauksdóttir gerði það fjórða eftir flottan undirbúning frá Fanndísi Friðriksdóttur. Breiðabliksliðið hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik þótt að sóknarþunginn hafi ekki verið alveg eins mikill og í upphafi leiksins. Harpa Þorsteinsdóttir kom Blikum í 5-0 á 52. mínútu eftir sendingu frá Jónu Kristínu Hauksdóttur og skömmu eftir að hafa fengið algjört dauðafæri. Harpa launaði Jónu sendinguna fimm mínútum síðar og Jóna skoraði sitt annað mark í leiknum af mikill yfirvegun. Harpa skoraði sjöunda markið með laglegum skalla eftir aukaspyrnu Söndru Sifar en Eistarnir minnkuðu muninn mínútu síðar. Harpa innsiglaði síðan þrennuna tveimur mínútum fyrir leikslok þegar hún skoraði að yfirvegin eftir að hafa fengið flotta sendingu frá Fanndísi.Tölfræðin úr leiknum: Breiðablik-Levadia Tallin 8-1 Kópavogsvöllur, 394 áhorfendur Dómari: Rhona Daly, ÍrlandiMörkin: 1-0 Sandra Sif Magnúsdóttir (25.) - aukaspyrna 2-0 Greta Mjöll Samúelsdóttir (35.) - stoðsending Sandra Sif 3-0 Sara Björk Gunnarsdóttir (36.) - einleikur 4-0 Jóna Kristín Hauksdóttir (39.) - stoðsending Fanndís 5-0 Harpa Þorsteinsdóttir (52.) - stoðsending Jóna Kristín 6-0 Jóna Kristín Hauksdóttir (57.) - stoðsending Harpa 7-0 Harpa Þorsteinsdóttir (67.) - stoðsending Sandra Sif 7-1 Kaidi Jekimova (68.) 8-1 Harpa Þorsteinsdóttir (88.) - stoðsending Fanndís Skot (á mark): 40-2 (19-2) Varin skot: Katherine Loomis 1 - Karzetskaja 10 Horn: 5-1 Aukaspyrnur fengnar: 7-8 Rangstöður: 11-0Breiðablik: Katherine Loomis Sandra Sif Magnúsdóttir Anna Birna Þorvaldsdóttir (55., Berglind Björg Þorvaldsdóttir) Maura Ryan Hekla Palmadottir Hlín Gunnlaugsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Harpa Þorsteinsdottir Fanndís Friðriksdóttir Jóna Kristín Hauksdóttir (78. Arna Ómarsdóttir) Greta Mjöll Samúelsdóttir (67., Ásta Eir Árnadóttir ) Íslenski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sjá meira
Blikastúlkur byrjuðu Evrópukeppnina vel í kvöld með sannfærandi 8-1 sigri á eistneska liðinu Levadia Tallin. Riðill Blikaliðsins í forkeppni Meistaradeildarinnar fer fram í Kópavogi. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu fyrir Blika í leiknum. Blikaliðið á eftir að spila á móti franska liðinu Juvisy Essonne og rúmenska liðinu Targu Mures en efsta liðið í riðlinum tryggir sér sæti í 32 liða úrslitum. Leikurinn var einstefna Blikastúlkna frá upphafi en þeim gekk illa að nýta sér yfirburðina og ná inn fyrsta markinu. Það var þó ekki eins og Breiðabliksliðið væri ekki að skapa sér færin enda fékk liðið mjög góð færi með reglulegu millibili allan fyrri hálfleikinn. Sandra Sif Magnúsdóttir braut loksins ísinn á 25.mínútu en markið kom þó úr óvæntri átt. Sandra skoraði þá beint úr aukaspyrnu utan af vinstri kanti og af um 40 metra færi. Sandra Sif lagði síðan upp næsta mark fyrir Gretu Mjöll Samúelsdóttur og í kjölfarið fylgdu tvö mörk á næstu fjórum mínútum. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði þriðja markið með frábæru langskoti eftir laglegan einleik og Jóna Kristín Hauksdóttir gerði það fjórða eftir flottan undirbúning frá Fanndísi Friðriksdóttur. Breiðabliksliðið hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik þótt að sóknarþunginn hafi ekki verið alveg eins mikill og í upphafi leiksins. Harpa Þorsteinsdóttir kom Blikum í 5-0 á 52. mínútu eftir sendingu frá Jónu Kristínu Hauksdóttur og skömmu eftir að hafa fengið algjört dauðafæri. Harpa launaði Jónu sendinguna fimm mínútum síðar og Jóna skoraði sitt annað mark í leiknum af mikill yfirvegun. Harpa skoraði sjöunda markið með laglegum skalla eftir aukaspyrnu Söndru Sifar en Eistarnir minnkuðu muninn mínútu síðar. Harpa innsiglaði síðan þrennuna tveimur mínútum fyrir leikslok þegar hún skoraði að yfirvegin eftir að hafa fengið flotta sendingu frá Fanndísi.Tölfræðin úr leiknum: Breiðablik-Levadia Tallin 8-1 Kópavogsvöllur, 394 áhorfendur Dómari: Rhona Daly, ÍrlandiMörkin: 1-0 Sandra Sif Magnúsdóttir (25.) - aukaspyrna 2-0 Greta Mjöll Samúelsdóttir (35.) - stoðsending Sandra Sif 3-0 Sara Björk Gunnarsdóttir (36.) - einleikur 4-0 Jóna Kristín Hauksdóttir (39.) - stoðsending Fanndís 5-0 Harpa Þorsteinsdóttir (52.) - stoðsending Jóna Kristín 6-0 Jóna Kristín Hauksdóttir (57.) - stoðsending Harpa 7-0 Harpa Þorsteinsdóttir (67.) - stoðsending Sandra Sif 7-1 Kaidi Jekimova (68.) 8-1 Harpa Þorsteinsdóttir (88.) - stoðsending Fanndís Skot (á mark): 40-2 (19-2) Varin skot: Katherine Loomis 1 - Karzetskaja 10 Horn: 5-1 Aukaspyrnur fengnar: 7-8 Rangstöður: 11-0Breiðablik: Katherine Loomis Sandra Sif Magnúsdóttir Anna Birna Þorvaldsdóttir (55., Berglind Björg Þorvaldsdóttir) Maura Ryan Hekla Palmadottir Hlín Gunnlaugsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Harpa Þorsteinsdottir Fanndís Friðriksdóttir Jóna Kristín Hauksdóttir (78. Arna Ómarsdóttir) Greta Mjöll Samúelsdóttir (67., Ásta Eir Árnadóttir )
Íslenski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sjá meira