Hálfrænulaus eftir dáleiðslu hjá Sailesh 20. mars 2010 06:00 Sailesh. Stúlka á átjánda ári lenti í hremmingum eftir að dávaldurinn Sailesh hafði dáleitt hana í hádegisskemmtun í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ (FG). Hún losnaði ekki úr dáleiðslunni og kalla þurfti til sjúkralið sem ekkert gat gert. Sailesh var með skemmtun í skólanum á miðvikudag. Skólayfirvöld höfðu mælst til að börn undir 18 ára aldri yrðu ekki dáleidd, en það gekk ekki eftir. Erfiðlega gekk að ná stúlkunni úr dái, en það virtist þó takast og Sailesh hvarf á braut. Þegar leið á daginn fann stúlkan fyrir vanlíðan sem ágerðist þar til hringt var á sjúkrabíl. Þá var hún hálfrænulítil en með gríðarlega háan blóðþrýsting. Lífsmörkin voru raunar eins og hún væri í spretthlaupi. Hringja þurfti í dávaldinn og honum tókst, eftir þrjár tilraunir, að ná stúlkunni úr dáinu. Þá urðu öll lífsmörk strax eðlileg og hún náði sér strax. „Þetta getur komið fyrir þótt það gerist ekki oft," segir Sailesh. Hann segir skýringuna þá að sá dáleiddi eigi einhver óuppgerð mál innra með sér og undirmeðvitundin velji að dvelja í dáinu, því þar líði viðkomandi svo vel. „Það var aldrei nein hætta á ferðum og ef hún hefði fengið að sofna hefði þetta lagast af sjálfu sér. Stressið í kringum hana olli háum blóðþrýstingi." Skólastjórnendur í FG sendu aðvörunarbréf til annarra framhaldsskóla og sögðu frá atvikinu. Kristinn Þorsteinsson aðstoðarskólameistari segir atvikið umhugsunarvert. „Ef hann kæmi til mín á morgun og spyrði hvort hann mætti koma myndi ég segja nei." Þórarinn Hjaltason sálfræðingur segir að dáleiðsla eigi að vera hættulaus öllum. Hann hafi heyrt um svona tilvik, þó ekki jafnsvæsin. „Í einhverjum tilvikum vakna menn ekki almennilega úr dá-svefni, en þá sofa þeir þetta oftast nær úr sér." Þórarinn segir sálfræðinga nota dáleiðslu nokkuð hér á landi, sem og geðlækna og einstaka lækna. Hjá fagmönnum eigi engin hætta að vera á ferðum.- kóp Sailesh Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Stúlka á átjánda ári lenti í hremmingum eftir að dávaldurinn Sailesh hafði dáleitt hana í hádegisskemmtun í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ (FG). Hún losnaði ekki úr dáleiðslunni og kalla þurfti til sjúkralið sem ekkert gat gert. Sailesh var með skemmtun í skólanum á miðvikudag. Skólayfirvöld höfðu mælst til að börn undir 18 ára aldri yrðu ekki dáleidd, en það gekk ekki eftir. Erfiðlega gekk að ná stúlkunni úr dái, en það virtist þó takast og Sailesh hvarf á braut. Þegar leið á daginn fann stúlkan fyrir vanlíðan sem ágerðist þar til hringt var á sjúkrabíl. Þá var hún hálfrænulítil en með gríðarlega háan blóðþrýsting. Lífsmörkin voru raunar eins og hún væri í spretthlaupi. Hringja þurfti í dávaldinn og honum tókst, eftir þrjár tilraunir, að ná stúlkunni úr dáinu. Þá urðu öll lífsmörk strax eðlileg og hún náði sér strax. „Þetta getur komið fyrir þótt það gerist ekki oft," segir Sailesh. Hann segir skýringuna þá að sá dáleiddi eigi einhver óuppgerð mál innra með sér og undirmeðvitundin velji að dvelja í dáinu, því þar líði viðkomandi svo vel. „Það var aldrei nein hætta á ferðum og ef hún hefði fengið að sofna hefði þetta lagast af sjálfu sér. Stressið í kringum hana olli háum blóðþrýstingi." Skólastjórnendur í FG sendu aðvörunarbréf til annarra framhaldsskóla og sögðu frá atvikinu. Kristinn Þorsteinsson aðstoðarskólameistari segir atvikið umhugsunarvert. „Ef hann kæmi til mín á morgun og spyrði hvort hann mætti koma myndi ég segja nei." Þórarinn Hjaltason sálfræðingur segir að dáleiðsla eigi að vera hættulaus öllum. Hann hafi heyrt um svona tilvik, þó ekki jafnsvæsin. „Í einhverjum tilvikum vakna menn ekki almennilega úr dá-svefni, en þá sofa þeir þetta oftast nær úr sér." Þórarinn segir sálfræðinga nota dáleiðslu nokkuð hér á landi, sem og geðlækna og einstaka lækna. Hjá fagmönnum eigi engin hætta að vera á ferðum.- kóp
Sailesh Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira