Gylfi kostaði sjö milljónir punda - nánast allt upp í skuldir Reading Hjalti Þór Hreinsson skrifar 1. september 2010 06:45 Gylfi eftir undirskriftina. Heimasíða Hoffenheim. Gylfi Sigurðsson varð dýrasti leikmaður sem Reading hefur selt frá sér í vikunni. Hann kostar Hoffenheim sjö milljónir punda. Félagið seldi Gylfa til að geta borgað skuldir en aðeins um 300 þúsund pund fóru í að kaupa nýja leikmenn. Reading fær tíu prósent af næstu sölu Gylfa líkt og Breiðablik fær fyrir söluna núna. „Ég hef verið ársmiðahafi í 20 ár og stutt klúbbinn en þetta er það síðasta hjá mér. Fyrir mér er Madjeski orðinn leiður á leikfanginu sínu og hann á að selja klúbbinn einhverjum sem hefur metnað," sagði einn stuðningsmanna félagsins í gær, bálreiður yfir sölunni á Gylfa. Forráðamenn Hoffenheim eru í skýjunum með kaupin. Þeir sögðu á heimasíðu félagsins að þeir væntuðu mikils af Gylfa sem kom til landsins rétt fyrir landsliðsæfingu seinni partinn í gær. Anthony Smith er blaðamaður hjá staðarblaðinu Reading Chronicle. Hann sagði við Fréttablaðið í gær að stuðningsmenn félagsins væru mjög reiðir út í klúbbinn. „Fjárhagur félagsins hefur farið versnandi. Það fær ekki lengur styrk frá ensku úrvalsdeildinni og það þurfti einfaldlega að selja til að grynnka skuldirnar," sagði Smith. „Aðeins 300 þúsund pundum er eytt í nýja leikmenn. Við fáum Zurab Khizanishvili lánaðan frá Blackburn og svo fáum við Ian Harte," segir Smith sem er þó ánægður með að klúbburinn græði vel á leikmanni sem kemur í gegnum unglingalið félagsins. „Hann kostaði okkur ekkert og það var einfaldlega ekki hægt að hafna þessu. Ég talaði við menn hjá klúbbnum í dag [í gær] og þeir staðfestu að hann yrði dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Hoffenheim er toppklúbbur og hann gat augljóslega ekki sagt nei heldur," segir blaðamaðurinn. Hann staðfesti einnig að Bolton, Fulham og Newcastle hefðu viljað kaupa Gylfa sem skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Reading fyrir stuttu. „Stuðningsmennirnir skilja Gylfa ekki allir, þeir segja að hann hafi ætlað að vera áfram. En það eru bara nokkrir hörundsárir, nánast allir samgleðjast honum. Hann er einkar geðþekkur strákur og öllum líkar vel við hann. Stuðningsmennirnir eru brjálaðir út í klúbbinn og segja að það skorti upp á metnað, en í sannleika sagt erum við nokkuð frá því að eiga möguleika á því að komast aftur upp í úrvalsdeildina," sagði Smith. Stjórnarformaður Reading telur að það hafi verið rétt að gera þennan samning fyrir félagið. „Ég er annálaður stuðningsmaður félagsins og á meðan ég er stjórnarformaður geri ég hlutina á réttan hátt. Núna erum við komnir með fjármálin á réttan kjöl," sagði hann og óskaði Gylfa velfarnaðar á nýjum vettvangi. Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Sjá meira
Gylfi Sigurðsson varð dýrasti leikmaður sem Reading hefur selt frá sér í vikunni. Hann kostar Hoffenheim sjö milljónir punda. Félagið seldi Gylfa til að geta borgað skuldir en aðeins um 300 þúsund pund fóru í að kaupa nýja leikmenn. Reading fær tíu prósent af næstu sölu Gylfa líkt og Breiðablik fær fyrir söluna núna. „Ég hef verið ársmiðahafi í 20 ár og stutt klúbbinn en þetta er það síðasta hjá mér. Fyrir mér er Madjeski orðinn leiður á leikfanginu sínu og hann á að selja klúbbinn einhverjum sem hefur metnað," sagði einn stuðningsmanna félagsins í gær, bálreiður yfir sölunni á Gylfa. Forráðamenn Hoffenheim eru í skýjunum með kaupin. Þeir sögðu á heimasíðu félagsins að þeir væntuðu mikils af Gylfa sem kom til landsins rétt fyrir landsliðsæfingu seinni partinn í gær. Anthony Smith er blaðamaður hjá staðarblaðinu Reading Chronicle. Hann sagði við Fréttablaðið í gær að stuðningsmenn félagsins væru mjög reiðir út í klúbbinn. „Fjárhagur félagsins hefur farið versnandi. Það fær ekki lengur styrk frá ensku úrvalsdeildinni og það þurfti einfaldlega að selja til að grynnka skuldirnar," sagði Smith. „Aðeins 300 þúsund pundum er eytt í nýja leikmenn. Við fáum Zurab Khizanishvili lánaðan frá Blackburn og svo fáum við Ian Harte," segir Smith sem er þó ánægður með að klúbburinn græði vel á leikmanni sem kemur í gegnum unglingalið félagsins. „Hann kostaði okkur ekkert og það var einfaldlega ekki hægt að hafna þessu. Ég talaði við menn hjá klúbbnum í dag [í gær] og þeir staðfestu að hann yrði dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Hoffenheim er toppklúbbur og hann gat augljóslega ekki sagt nei heldur," segir blaðamaðurinn. Hann staðfesti einnig að Bolton, Fulham og Newcastle hefðu viljað kaupa Gylfa sem skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Reading fyrir stuttu. „Stuðningsmennirnir skilja Gylfa ekki allir, þeir segja að hann hafi ætlað að vera áfram. En það eru bara nokkrir hörundsárir, nánast allir samgleðjast honum. Hann er einkar geðþekkur strákur og öllum líkar vel við hann. Stuðningsmennirnir eru brjálaðir út í klúbbinn og segja að það skorti upp á metnað, en í sannleika sagt erum við nokkuð frá því að eiga möguleika á því að komast aftur upp í úrvalsdeildina," sagði Smith. Stjórnarformaður Reading telur að það hafi verið rétt að gera þennan samning fyrir félagið. „Ég er annálaður stuðningsmaður félagsins og á meðan ég er stjórnarformaður geri ég hlutina á réttan hátt. Núna erum við komnir með fjármálin á réttan kjöl," sagði hann og óskaði Gylfa velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Sjá meira