Vissi að lánin væru ólögleg fyrir níu árum 13. mars 2010 18:31 Framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja virðist hafa verið fullkunnugt um að gengistrygging íslenskra lána væri brot á lögum - í bréfi sem hann sendi alþingi fyrir níu árum. Eins og kunnugt er ríkir alger óvissa um lögmæti gengistryggðra lána eftir að héraðsdómur dæmdi slíkt bílalán ólöglegt um miðjan febrúar. Ekkert bendir til þess að málið fái flýtimeðferð fyrir Hæstarétti, óvissunni verður því varla eytt fyrr en næsta vetur. Skiptar skoðanir voru um niðurstöðu Héraðsdóms. Eins og við mátti búast var Guðjón Rúnarsson talsmaður fjármálafyrirtækja óhress með niðurstöðu Héraðsdóms. Í Fréttablaðinu þann 15. febrúar kveðst hann "ganga út frá því að fjármálafyrirtækin hafi talið sig vera að veita lögleg lán." Ekki er þetta þó í fullu samræmi við hans eigin orð í bréfi sem hann sendi efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í apríl 2001 og fréttastofa er með afrit af. Bréfið er umsögn um nýtt frumvarp til laga um vexti og verðtryggingu. Þar segir sami Guðjón Rúnarsson framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, eins og samtökin hétu þá, berum orðum að benda megi á: „að eins og lögin eru í dag (og verða að óbreyttu frumvarpi) er óheimilt að tengja lánssamninga í íslenskum krónum við erlenda mynt." Umrædd lagagrein fór óbreytt inn í endanleg lög. Því virðist framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja hafa verið sannfærður um það fyrir níu árum - að gengistrygging íslenskra lána væri ólögleg. Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja virðist hafa verið fullkunnugt um að gengistrygging íslenskra lána væri brot á lögum - í bréfi sem hann sendi alþingi fyrir níu árum. Eins og kunnugt er ríkir alger óvissa um lögmæti gengistryggðra lána eftir að héraðsdómur dæmdi slíkt bílalán ólöglegt um miðjan febrúar. Ekkert bendir til þess að málið fái flýtimeðferð fyrir Hæstarétti, óvissunni verður því varla eytt fyrr en næsta vetur. Skiptar skoðanir voru um niðurstöðu Héraðsdóms. Eins og við mátti búast var Guðjón Rúnarsson talsmaður fjármálafyrirtækja óhress með niðurstöðu Héraðsdóms. Í Fréttablaðinu þann 15. febrúar kveðst hann "ganga út frá því að fjármálafyrirtækin hafi talið sig vera að veita lögleg lán." Ekki er þetta þó í fullu samræmi við hans eigin orð í bréfi sem hann sendi efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í apríl 2001 og fréttastofa er með afrit af. Bréfið er umsögn um nýtt frumvarp til laga um vexti og verðtryggingu. Þar segir sami Guðjón Rúnarsson framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, eins og samtökin hétu þá, berum orðum að benda megi á: „að eins og lögin eru í dag (og verða að óbreyttu frumvarpi) er óheimilt að tengja lánssamninga í íslenskum krónum við erlenda mynt." Umrædd lagagrein fór óbreytt inn í endanleg lög. Því virðist framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja hafa verið sannfærður um það fyrir níu árum - að gengistrygging íslenskra lána væri ólögleg.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur