Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að nettóhagnaður Nordea hafi aðeins minnkað um 13% milli áranna 2008 og 2009.
Árangur Nordea er einkum að þakka varfærinni útlánastefnu hans. Fram kemur í ársuppgjörinu að útlánatap Nordea í fyrra hafi numið 11 milljörðum danskra kr. eða yfir tvöfalt minna en útlánatapið var hjá Danske Bank.
Christian Clausen forstjóri Nordea segir að bankinn hafi komið sterkur út úr árin 2009 þrátt fyrir að árið hefði verið það erfiðasta fyrir Nordea svo áratugum skiptir.