Fótbolti

Guardiola ætlar að láta vökva völlinn fyrir síðari leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi fær hér að finna fyrir því frá landa sínum Esteban Cambiasso.
Lionel Messi fær hér að finna fyrir því frá landa sínum Esteban Cambiasso. Mynd/AP
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hefur fulla trú á því að Evrópumeistararnir nái að vinna upp 3-1 tap fyrir Inter í Mílanó í gær þegar liðin mætast í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku. Þurr völlur var eitt af því sem truflaði mikið leik Börsunga í gær.

„Þetta er allt í lagi, svona hlutir gerast. Við spiluðum ekki af ástríðu og við lentum á móti góðu liði við erfiðar aðstæður. Það er hinsvegar einn leikur eftir og við munum reyna allt okkar," sagði Pep Guardiola sem ætlar að reyna skapa sem bestar aðstæður fyrir Barcelona-liðið í seinni leiknum á Camp Nou.

„Við reynum allt sem við getum í Barcelona þar sem fáum við þetta eina tækifæri. Við ætlum að sækja á þá og við ætlum að bleyta völlinn svo að boltinn renni hraðar. Það verður örugglega góður leikur," sagði Guardiola en Barcelona-menn voru ekki ánægðir með aðstæðurnar á San Siro í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×