Bjarni Karlsson: Íslenska undrið 19. maí 2010 09:31 Í leiðara Fréttablaðsins mánudaginn 17. maí sl. lýsir Steinunn Stefánsdóttir eftir lífsmörkum stjórnmálaflokka í komandi sveitarstjórnarkosningum og vill meira en vel heppnað grín. Það hefur lengi þótt gáfumerki í landi okkar að vera bölsýnn og e.t.v. ekki að ástæðulausu því að stundum kostar það mikið mannvit að benda á það sem enginn vill kannast við eða sjá. Í fámennu samfélagi þar sem allt rekst á annars horn og hver er öðrum tengdur reynist gjarnan erfitt að framkalla nauðsynlegar breytingar og þannig hefur bölsýni og þunglyndi orðið sá kross sem hinn vitri hefur iðulega mátt bera. Systir bölsýninnar er hæðnin. Háð er húmor hins þjáða og nú á þessu vori hefur merkur hópur listamanna og samfélagsrýna gengið fram undir merkjum Besta flokksins og unnið þjóðinni það gagn að segja sitthvað sem segja þarf í þeim efnum og eru að gera heimildarmynd um verk sitt um leið og þeir vafalítið bjarga geðheilsu margra með tiltæki sínu. Fáránleika íslensks samfélags þarf að tjá og furður þess verður að skoða. Í spegli Besta flokksins blasir við þetta sem enginn vill heyra eða sjá: Hið íslenska efnahagsundur gat bara orðið til á Íslandi. Við fóstruðum undrið og veittum því þá viðspyrnu og vaxtarmöguleika sem raunin varð. Íslenska undrið varð ekki einungis vegna einhverra fárra glæframanna heldur enn fremur vegna þess að þjóðarsálin ól við brjóst sér bernskudrauminn um að sigra heiminn, fá "alls konar" fyrir ekkert. Fram undan eru fyrstu lýðræðislegu kosningarnar sem fram fara í landinu eftir að við höfum fengið í hendur rannsóknarskýrslu Alþingis og rykið er farið að setjast svo að við greinum útlínur þess nýja landslags sem við stöndum í nú þegar undrinu sleppir. Steinunn bendir á að sveitarstjórnarmál snúast um börn í leikskólum og grunnskólum, velferð þúsunda einstaklinga auk skipulagsmála, samgangna og fjölda annarra ófyndinna málaflokka. Ég leyfi mér að bæta við atvinnumálum og stöðu þeirra fjölmörgu fjölskyldna þar sem atvinnuleysið er farið að þrúga og skemma. Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram vandaða stefnuskrá sem unnin er af mikilli faglegri yfirsýn og alvöru. Þar sameinar krafta sína félagshyggju- og jafnaðarfólk sem hefur á að skipa reynslu og þekkingu og bíður nú eftir því að ná tali af Reykvíkingum svo að unnt verði að ræðast við um raunveruleikann sem við blasir. Þar setjum við atvinnumál í öndvegi og höfnum því að leggja árar í bát og bíða markaðslausna en leggjum til að Borgin sé aflvaki kjarks og breytinga. Í annan stað krefjumst við þess að öllum börnum sé tryggt öryggi á meðan efnahagsþrengingarnar ganga yfir og höfum um það margt að segja undir kjörorði okkar: Vekjum Reykjavík! Sá doði sem nú liggur sem skýjahula yfir pólitískri meðvitund borgarbúa og landsmanna allra verður að greiðast frá, því hafi einhvern tímann verið brýnt að þjóðin nái tali af sjálfri sér þá er það nú í rústum undursins. Og hversu fyndið sem allt þetta er þá höfum við ekki efni á að viðhalda andrúmi undursins og ganga hlæjandi að kjörborðinu þann 29. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins mánudaginn 17. maí sl. lýsir Steinunn Stefánsdóttir eftir lífsmörkum stjórnmálaflokka í komandi sveitarstjórnarkosningum og vill meira en vel heppnað grín. Það hefur lengi þótt gáfumerki í landi okkar að vera bölsýnn og e.t.v. ekki að ástæðulausu því að stundum kostar það mikið mannvit að benda á það sem enginn vill kannast við eða sjá. Í fámennu samfélagi þar sem allt rekst á annars horn og hver er öðrum tengdur reynist gjarnan erfitt að framkalla nauðsynlegar breytingar og þannig hefur bölsýni og þunglyndi orðið sá kross sem hinn vitri hefur iðulega mátt bera. Systir bölsýninnar er hæðnin. Háð er húmor hins þjáða og nú á þessu vori hefur merkur hópur listamanna og samfélagsrýna gengið fram undir merkjum Besta flokksins og unnið þjóðinni það gagn að segja sitthvað sem segja þarf í þeim efnum og eru að gera heimildarmynd um verk sitt um leið og þeir vafalítið bjarga geðheilsu margra með tiltæki sínu. Fáránleika íslensks samfélags þarf að tjá og furður þess verður að skoða. Í spegli Besta flokksins blasir við þetta sem enginn vill heyra eða sjá: Hið íslenska efnahagsundur gat bara orðið til á Íslandi. Við fóstruðum undrið og veittum því þá viðspyrnu og vaxtarmöguleika sem raunin varð. Íslenska undrið varð ekki einungis vegna einhverra fárra glæframanna heldur enn fremur vegna þess að þjóðarsálin ól við brjóst sér bernskudrauminn um að sigra heiminn, fá "alls konar" fyrir ekkert. Fram undan eru fyrstu lýðræðislegu kosningarnar sem fram fara í landinu eftir að við höfum fengið í hendur rannsóknarskýrslu Alþingis og rykið er farið að setjast svo að við greinum útlínur þess nýja landslags sem við stöndum í nú þegar undrinu sleppir. Steinunn bendir á að sveitarstjórnarmál snúast um börn í leikskólum og grunnskólum, velferð þúsunda einstaklinga auk skipulagsmála, samgangna og fjölda annarra ófyndinna málaflokka. Ég leyfi mér að bæta við atvinnumálum og stöðu þeirra fjölmörgu fjölskyldna þar sem atvinnuleysið er farið að þrúga og skemma. Borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram vandaða stefnuskrá sem unnin er af mikilli faglegri yfirsýn og alvöru. Þar sameinar krafta sína félagshyggju- og jafnaðarfólk sem hefur á að skipa reynslu og þekkingu og bíður nú eftir því að ná tali af Reykvíkingum svo að unnt verði að ræðast við um raunveruleikann sem við blasir. Þar setjum við atvinnumál í öndvegi og höfnum því að leggja árar í bát og bíða markaðslausna en leggjum til að Borgin sé aflvaki kjarks og breytinga. Í annan stað krefjumst við þess að öllum börnum sé tryggt öryggi á meðan efnahagsþrengingarnar ganga yfir og höfum um það margt að segja undir kjörorði okkar: Vekjum Reykjavík! Sá doði sem nú liggur sem skýjahula yfir pólitískri meðvitund borgarbúa og landsmanna allra verður að greiðast frá, því hafi einhvern tímann verið brýnt að þjóðin nái tali af sjálfri sér þá er það nú í rústum undursins. Og hversu fyndið sem allt þetta er þá höfum við ekki efni á að viðhalda andrúmi undursins og ganga hlæjandi að kjörborðinu þann 29. maí næstkomandi.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar