Sláturbóla herjar á starfsfólk sláturhúsa 22. október 2010 03:45 Sláturbóla Þannig getur sláturbólan litið út. Byrjar sem blaðra en breytist í sár, sem síðan grær. Þetta er veirusýking sem berst í menn úr sláturfé, en smitast ekki á milli manna.mYND gETTY Óvenjumikið hefur verið um það í haust að starfsfólk í sláturhúsum leiti læknis vegna veirusýkingar, sem nefnist sláturbóla. Þetta segir Arnar Þór Guðmundsson, yfirlæknir á heilsugæslunni á Selfossi. „Sláturbólan tengist sauðkindum og vinnu í sláturhúsum,“ segir Arnar. „Þessi veira er í kindunum og fólk fær þetta þegar það vinnur með dauðar skepnur. Veiran er í vessum innan í kindinni.“ Arnar segir að þessi veirusýking valdi blöðrum eða sárum, einkum á höndum en geti einnig komið annars staðar á líkama. Oft verði af þessu sársaukafull útbrot. Sýkingin gangi yfir á fjórum til sex vikum. „Þar sem um veirusýkingu er að ræða er ekki mikil meðferð til við henni, þótt menn hafi verið að prófa sig áfram með ákveðin sýklalyf,“ útskýrir Arnar. „Sé sárinu sinnt þá grær þetta af sjálfu sér. Hins vegar sýnir reynslan okkur, sem höfum verið að vinna við þetta hér, að sé notað eitt ákveðið sýklalyf virðist það hjálpa þannig að sárið grói hraðar. Þá þarf að meta hvert tilvik fyrir sig. Það er erfitt að segja til um hvers vegna þetta sýklalyf virðist hraða batanum því það er ekki beinlínis rökrétt miðað við að við vitum að lyfið sjálft vinnur ekki á þessari tilteknu veiru, en virðist þó getað hraðað batanum.“ Arnar segir að fólk sem vinni í sláturhúsum þekki sláturbóluna vel og kunni að bregðast við henni með umbúnaði. „Aðalvandamálið væri ef bakteríusýking kæmist ofan í blöðru, sem gerist stundum. Þá þarf að meðhöndla það og halda fólki frá vinnu meðan ígerð er í sárinu. Það þarf stundum að halda fólki frá vinnu eingöngu út af sláturbólunni en sé hún ekki mjög slæm og búið vel um hana, þá getur viðkomandi unnið.“ Arnar undirstrikar að sláturbólan sé ekki hættuleg, smitist ekki milli manna og fari ekki í nautgripi. Möguleiki sé á vægum hita hjá þeim sem fær hana. Einungis sé um að ræða snertismit. jss@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Óvenjumikið hefur verið um það í haust að starfsfólk í sláturhúsum leiti læknis vegna veirusýkingar, sem nefnist sláturbóla. Þetta segir Arnar Þór Guðmundsson, yfirlæknir á heilsugæslunni á Selfossi. „Sláturbólan tengist sauðkindum og vinnu í sláturhúsum,“ segir Arnar. „Þessi veira er í kindunum og fólk fær þetta þegar það vinnur með dauðar skepnur. Veiran er í vessum innan í kindinni.“ Arnar segir að þessi veirusýking valdi blöðrum eða sárum, einkum á höndum en geti einnig komið annars staðar á líkama. Oft verði af þessu sársaukafull útbrot. Sýkingin gangi yfir á fjórum til sex vikum. „Þar sem um veirusýkingu er að ræða er ekki mikil meðferð til við henni, þótt menn hafi verið að prófa sig áfram með ákveðin sýklalyf,“ útskýrir Arnar. „Sé sárinu sinnt þá grær þetta af sjálfu sér. Hins vegar sýnir reynslan okkur, sem höfum verið að vinna við þetta hér, að sé notað eitt ákveðið sýklalyf virðist það hjálpa þannig að sárið grói hraðar. Þá þarf að meta hvert tilvik fyrir sig. Það er erfitt að segja til um hvers vegna þetta sýklalyf virðist hraða batanum því það er ekki beinlínis rökrétt miðað við að við vitum að lyfið sjálft vinnur ekki á þessari tilteknu veiru, en virðist þó getað hraðað batanum.“ Arnar segir að fólk sem vinni í sláturhúsum þekki sláturbóluna vel og kunni að bregðast við henni með umbúnaði. „Aðalvandamálið væri ef bakteríusýking kæmist ofan í blöðru, sem gerist stundum. Þá þarf að meðhöndla það og halda fólki frá vinnu meðan ígerð er í sárinu. Það þarf stundum að halda fólki frá vinnu eingöngu út af sláturbólunni en sé hún ekki mjög slæm og búið vel um hana, þá getur viðkomandi unnið.“ Arnar undirstrikar að sláturbólan sé ekki hættuleg, smitist ekki milli manna og fari ekki í nautgripi. Möguleiki sé á vægum hita hjá þeim sem fær hana. Einungis sé um að ræða snertismit. jss@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira