Sláturbóla herjar á starfsfólk sláturhúsa 22. október 2010 03:45 Sláturbóla Þannig getur sláturbólan litið út. Byrjar sem blaðra en breytist í sár, sem síðan grær. Þetta er veirusýking sem berst í menn úr sláturfé, en smitast ekki á milli manna.mYND gETTY Óvenjumikið hefur verið um það í haust að starfsfólk í sláturhúsum leiti læknis vegna veirusýkingar, sem nefnist sláturbóla. Þetta segir Arnar Þór Guðmundsson, yfirlæknir á heilsugæslunni á Selfossi. „Sláturbólan tengist sauðkindum og vinnu í sláturhúsum,“ segir Arnar. „Þessi veira er í kindunum og fólk fær þetta þegar það vinnur með dauðar skepnur. Veiran er í vessum innan í kindinni.“ Arnar segir að þessi veirusýking valdi blöðrum eða sárum, einkum á höndum en geti einnig komið annars staðar á líkama. Oft verði af þessu sársaukafull útbrot. Sýkingin gangi yfir á fjórum til sex vikum. „Þar sem um veirusýkingu er að ræða er ekki mikil meðferð til við henni, þótt menn hafi verið að prófa sig áfram með ákveðin sýklalyf,“ útskýrir Arnar. „Sé sárinu sinnt þá grær þetta af sjálfu sér. Hins vegar sýnir reynslan okkur, sem höfum verið að vinna við þetta hér, að sé notað eitt ákveðið sýklalyf virðist það hjálpa þannig að sárið grói hraðar. Þá þarf að meta hvert tilvik fyrir sig. Það er erfitt að segja til um hvers vegna þetta sýklalyf virðist hraða batanum því það er ekki beinlínis rökrétt miðað við að við vitum að lyfið sjálft vinnur ekki á þessari tilteknu veiru, en virðist þó getað hraðað batanum.“ Arnar segir að fólk sem vinni í sláturhúsum þekki sláturbóluna vel og kunni að bregðast við henni með umbúnaði. „Aðalvandamálið væri ef bakteríusýking kæmist ofan í blöðru, sem gerist stundum. Þá þarf að meðhöndla það og halda fólki frá vinnu meðan ígerð er í sárinu. Það þarf stundum að halda fólki frá vinnu eingöngu út af sláturbólunni en sé hún ekki mjög slæm og búið vel um hana, þá getur viðkomandi unnið.“ Arnar undirstrikar að sláturbólan sé ekki hættuleg, smitist ekki milli manna og fari ekki í nautgripi. Möguleiki sé á vægum hita hjá þeim sem fær hana. Einungis sé um að ræða snertismit. jss@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Óvenjumikið hefur verið um það í haust að starfsfólk í sláturhúsum leiti læknis vegna veirusýkingar, sem nefnist sláturbóla. Þetta segir Arnar Þór Guðmundsson, yfirlæknir á heilsugæslunni á Selfossi. „Sláturbólan tengist sauðkindum og vinnu í sláturhúsum,“ segir Arnar. „Þessi veira er í kindunum og fólk fær þetta þegar það vinnur með dauðar skepnur. Veiran er í vessum innan í kindinni.“ Arnar segir að þessi veirusýking valdi blöðrum eða sárum, einkum á höndum en geti einnig komið annars staðar á líkama. Oft verði af þessu sársaukafull útbrot. Sýkingin gangi yfir á fjórum til sex vikum. „Þar sem um veirusýkingu er að ræða er ekki mikil meðferð til við henni, þótt menn hafi verið að prófa sig áfram með ákveðin sýklalyf,“ útskýrir Arnar. „Sé sárinu sinnt þá grær þetta af sjálfu sér. Hins vegar sýnir reynslan okkur, sem höfum verið að vinna við þetta hér, að sé notað eitt ákveðið sýklalyf virðist það hjálpa þannig að sárið grói hraðar. Þá þarf að meta hvert tilvik fyrir sig. Það er erfitt að segja til um hvers vegna þetta sýklalyf virðist hraða batanum því það er ekki beinlínis rökrétt miðað við að við vitum að lyfið sjálft vinnur ekki á þessari tilteknu veiru, en virðist þó getað hraðað batanum.“ Arnar segir að fólk sem vinni í sláturhúsum þekki sláturbóluna vel og kunni að bregðast við henni með umbúnaði. „Aðalvandamálið væri ef bakteríusýking kæmist ofan í blöðru, sem gerist stundum. Þá þarf að meðhöndla það og halda fólki frá vinnu meðan ígerð er í sárinu. Það þarf stundum að halda fólki frá vinnu eingöngu út af sláturbólunni en sé hún ekki mjög slæm og búið vel um hana, þá getur viðkomandi unnið.“ Arnar undirstrikar að sláturbólan sé ekki hættuleg, smitist ekki milli manna og fari ekki í nautgripi. Möguleiki sé á vægum hita hjá þeim sem fær hana. Einungis sé um að ræða snertismit. jss@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira