Spegilmynd Þrastar Ólafssonar Aðalsteinn Baldursson skrifar 8. desember 2010 14:05 Hagfræðingurinn Þröstur Ólafsson skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið 1. desember, það er á fullveldisdegi Íslendinga. Þar boðar hann nýja og hrokafulla sýn á framtíð þjóðarinnar, greinin er auk þess full af fordómum í garð landsbyggðarinnar. Hann undrast mjög ofsóknarkrossferð fólks gegn hugmyndum stjórnvalda um að rústa heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og talar jafnframt um fádæma herferð byggðarlaga með undirleik frá háværum en hjáróma kveinstöfum um auðn og héraðsbrest. Hvað Þresti gengur til með þessum skrifum er ekki vitað nema hann hafi ákveðið að koma út úr skápnum á fullveldisdeginum og tjá sig opinberlega um skoðun sína á landsbyggðinni og fólkinu sem þar býr. Fólki sem er þessa dagana að berjast fyrir tilverurétti sínum og lágmarksöryggi. Reyndar átti ég tal við Þröst fyrir nokkrum árum um byggðamál og veit því hvaða hug hann ber til byggðarlaga út á landi. Byggðalaga sem með framleiðslu sinni hafa skapað gjaldeyri fyrir þjóðina en verðmætasköpun er víða mikil á landsbyggðinni, ekki síst í sjávarplássum. Hagfræðingurinn á varla erfitt með að reikna það út. Reyndar liggja þessar tölur fyrir og sýna að verðmætasköpunin er mun meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Arðurinn hefur komið sér vel fyrir íslenska þjóð og verið notaður meðal annars til að halda úti starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Þröstur var lengi í forsvari. Svo ekki sé talað um fjárflæðið í nýja tónlistarhúsið í Reykjavík. Það er því rangt að halda því fram að landsbyggðin sé baggi á þjóðfélaginu og eigi ekki rétt á framlögum frá ríkinu til að halda uppi lögbundinni grunnþjónustu. Hjáseta landsbyggðarinnar Það er engin innistæða fyrir orðum hagfræðingsins um að landsbyggðin ætli sér ekki að taka þátt í að endurreisa Ísland. Landsbyggðin mun axla sína ábyrgð, annað stendur ekki til þrátt fyrir að landsbyggðin hafi að litlu leyti verið þátttakandi í því rugli sem viðgekkst á Íslandi í fjárfestingum og sjóðarugli á þeim áratug sem nú er að líða. Hagfræðingnum er vel kunnugt um póstnúmer þenslunnar og óráðsíunnar. Ef ekki, skal ég fræða hann um það og leggja fram upplýsingar sem staðfesta að landsbyggðin greiðir fyrir alla þá þjónustu sem hún fær og rúmlega það með sínum útflutningstekjum. Eigum rétt á grunnþjónustu Er óeðlilegt að farið sé eftir lögum frá Alþingi og öllum þegnum lýðveldisins bjóðist heilbrigðisþjónusta og gott aðgengi að framhaldsskólum? Af skrifum hagfræðingsins að dæma er þetta lúxusþjónusta sem á að vera í boði fyrir þá sem búa við Faxaflóann, skítt með hina. „Hefjum borgríkið á loft" kveður spámaðurinn. Þessu er ég að sjálfsögðu gjörsamlega ósammála. Það er að sjálfsögðu eðlilegt að menn búi við heilbrigðisþjónustu eins og hún er skilgreind í lögum. Það er ekki verið að tala um að hátæknisjúkrahús séu í hverju héraði. Menn eru að tala um eðlilega heilbrigðisþjónustu með aðgengi að hátæknisjúkrahúsum á Akureyri og í Reykjavík. Svo er það þannig að við sem búum á landsbyggðinni höfum áhuga á að hafa skóla og læra að skrifa og reikna í okkar heimabyggð með aðgengi að framhaldsskólum burt séð frá skoðunum hagfræðingsins. Verði vegið frekar að þessum grunnþáttum á landsbyggðinni verður brugðist við því með viðeigandi hætti, því skal ég lofa hagfræðingnum. Gleymum því heldur ekki að það hefur þegar átt sér stað mikill niðurskurður í velferðarþjónustunni, ekki síst á landsbyggðinni. Meðal annars hefur fæðingardeildum og skurðstofum verið lokað í sparnaðarskyni en hagfræðingurinn grínast með þessi atriði í skrifum sínum, sem er honum ekki sæmandi. Ráðdeild og sparnaður borgar sig Ég er sammála hagfræðingnum hvað það varðar, að við búum í auðugu landi og ríkið verður á hverjum tíma að sýna ráðdeild og sparnað í ríkisútgjöldum. Með það að leiðarljósi verða stjórnvöld að forgangsraða verkefnum og tryggja jafnan og sanngjarnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og atvinnu burt séð frá búsetu og hvaðan tekjurnar koma. Við eigum að líta á okkur sem eina þjóð, eða eins og hagfræðingurinn orðaði það svo vel í grein sinni: „Með skynsemi getum við búið okkur öllum, óháð búsetu, bjarta og örugga framtíð." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Árni Baldursson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Hagfræðingurinn Þröstur Ólafsson skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið 1. desember, það er á fullveldisdegi Íslendinga. Þar boðar hann nýja og hrokafulla sýn á framtíð þjóðarinnar, greinin er auk þess full af fordómum í garð landsbyggðarinnar. Hann undrast mjög ofsóknarkrossferð fólks gegn hugmyndum stjórnvalda um að rústa heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og talar jafnframt um fádæma herferð byggðarlaga með undirleik frá háværum en hjáróma kveinstöfum um auðn og héraðsbrest. Hvað Þresti gengur til með þessum skrifum er ekki vitað nema hann hafi ákveðið að koma út úr skápnum á fullveldisdeginum og tjá sig opinberlega um skoðun sína á landsbyggðinni og fólkinu sem þar býr. Fólki sem er þessa dagana að berjast fyrir tilverurétti sínum og lágmarksöryggi. Reyndar átti ég tal við Þröst fyrir nokkrum árum um byggðamál og veit því hvaða hug hann ber til byggðarlaga út á landi. Byggðalaga sem með framleiðslu sinni hafa skapað gjaldeyri fyrir þjóðina en verðmætasköpun er víða mikil á landsbyggðinni, ekki síst í sjávarplássum. Hagfræðingurinn á varla erfitt með að reikna það út. Reyndar liggja þessar tölur fyrir og sýna að verðmætasköpunin er mun meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Arðurinn hefur komið sér vel fyrir íslenska þjóð og verið notaður meðal annars til að halda úti starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Þröstur var lengi í forsvari. Svo ekki sé talað um fjárflæðið í nýja tónlistarhúsið í Reykjavík. Það er því rangt að halda því fram að landsbyggðin sé baggi á þjóðfélaginu og eigi ekki rétt á framlögum frá ríkinu til að halda uppi lögbundinni grunnþjónustu. Hjáseta landsbyggðarinnar Það er engin innistæða fyrir orðum hagfræðingsins um að landsbyggðin ætli sér ekki að taka þátt í að endurreisa Ísland. Landsbyggðin mun axla sína ábyrgð, annað stendur ekki til þrátt fyrir að landsbyggðin hafi að litlu leyti verið þátttakandi í því rugli sem viðgekkst á Íslandi í fjárfestingum og sjóðarugli á þeim áratug sem nú er að líða. Hagfræðingnum er vel kunnugt um póstnúmer þenslunnar og óráðsíunnar. Ef ekki, skal ég fræða hann um það og leggja fram upplýsingar sem staðfesta að landsbyggðin greiðir fyrir alla þá þjónustu sem hún fær og rúmlega það með sínum útflutningstekjum. Eigum rétt á grunnþjónustu Er óeðlilegt að farið sé eftir lögum frá Alþingi og öllum þegnum lýðveldisins bjóðist heilbrigðisþjónusta og gott aðgengi að framhaldsskólum? Af skrifum hagfræðingsins að dæma er þetta lúxusþjónusta sem á að vera í boði fyrir þá sem búa við Faxaflóann, skítt með hina. „Hefjum borgríkið á loft" kveður spámaðurinn. Þessu er ég að sjálfsögðu gjörsamlega ósammála. Það er að sjálfsögðu eðlilegt að menn búi við heilbrigðisþjónustu eins og hún er skilgreind í lögum. Það er ekki verið að tala um að hátæknisjúkrahús séu í hverju héraði. Menn eru að tala um eðlilega heilbrigðisþjónustu með aðgengi að hátæknisjúkrahúsum á Akureyri og í Reykjavík. Svo er það þannig að við sem búum á landsbyggðinni höfum áhuga á að hafa skóla og læra að skrifa og reikna í okkar heimabyggð með aðgengi að framhaldsskólum burt séð frá skoðunum hagfræðingsins. Verði vegið frekar að þessum grunnþáttum á landsbyggðinni verður brugðist við því með viðeigandi hætti, því skal ég lofa hagfræðingnum. Gleymum því heldur ekki að það hefur þegar átt sér stað mikill niðurskurður í velferðarþjónustunni, ekki síst á landsbyggðinni. Meðal annars hefur fæðingardeildum og skurðstofum verið lokað í sparnaðarskyni en hagfræðingurinn grínast með þessi atriði í skrifum sínum, sem er honum ekki sæmandi. Ráðdeild og sparnaður borgar sig Ég er sammála hagfræðingnum hvað það varðar, að við búum í auðugu landi og ríkið verður á hverjum tíma að sýna ráðdeild og sparnað í ríkisútgjöldum. Með það að leiðarljósi verða stjórnvöld að forgangsraða verkefnum og tryggja jafnan og sanngjarnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og atvinnu burt séð frá búsetu og hvaðan tekjurnar koma. Við eigum að líta á okkur sem eina þjóð, eða eins og hagfræðingurinn orðaði það svo vel í grein sinni: „Með skynsemi getum við búið okkur öllum, óháð búsetu, bjarta og örugga framtíð."
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar