Spegilmynd Þrastar Ólafssonar Aðalsteinn Baldursson skrifar 8. desember 2010 14:05 Hagfræðingurinn Þröstur Ólafsson skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið 1. desember, það er á fullveldisdegi Íslendinga. Þar boðar hann nýja og hrokafulla sýn á framtíð þjóðarinnar, greinin er auk þess full af fordómum í garð landsbyggðarinnar. Hann undrast mjög ofsóknarkrossferð fólks gegn hugmyndum stjórnvalda um að rústa heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og talar jafnframt um fádæma herferð byggðarlaga með undirleik frá háværum en hjáróma kveinstöfum um auðn og héraðsbrest. Hvað Þresti gengur til með þessum skrifum er ekki vitað nema hann hafi ákveðið að koma út úr skápnum á fullveldisdeginum og tjá sig opinberlega um skoðun sína á landsbyggðinni og fólkinu sem þar býr. Fólki sem er þessa dagana að berjast fyrir tilverurétti sínum og lágmarksöryggi. Reyndar átti ég tal við Þröst fyrir nokkrum árum um byggðamál og veit því hvaða hug hann ber til byggðarlaga út á landi. Byggðalaga sem með framleiðslu sinni hafa skapað gjaldeyri fyrir þjóðina en verðmætasköpun er víða mikil á landsbyggðinni, ekki síst í sjávarplássum. Hagfræðingurinn á varla erfitt með að reikna það út. Reyndar liggja þessar tölur fyrir og sýna að verðmætasköpunin er mun meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Arðurinn hefur komið sér vel fyrir íslenska þjóð og verið notaður meðal annars til að halda úti starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Þröstur var lengi í forsvari. Svo ekki sé talað um fjárflæðið í nýja tónlistarhúsið í Reykjavík. Það er því rangt að halda því fram að landsbyggðin sé baggi á þjóðfélaginu og eigi ekki rétt á framlögum frá ríkinu til að halda uppi lögbundinni grunnþjónustu. Hjáseta landsbyggðarinnar Það er engin innistæða fyrir orðum hagfræðingsins um að landsbyggðin ætli sér ekki að taka þátt í að endurreisa Ísland. Landsbyggðin mun axla sína ábyrgð, annað stendur ekki til þrátt fyrir að landsbyggðin hafi að litlu leyti verið þátttakandi í því rugli sem viðgekkst á Íslandi í fjárfestingum og sjóðarugli á þeim áratug sem nú er að líða. Hagfræðingnum er vel kunnugt um póstnúmer þenslunnar og óráðsíunnar. Ef ekki, skal ég fræða hann um það og leggja fram upplýsingar sem staðfesta að landsbyggðin greiðir fyrir alla þá þjónustu sem hún fær og rúmlega það með sínum útflutningstekjum. Eigum rétt á grunnþjónustu Er óeðlilegt að farið sé eftir lögum frá Alþingi og öllum þegnum lýðveldisins bjóðist heilbrigðisþjónusta og gott aðgengi að framhaldsskólum? Af skrifum hagfræðingsins að dæma er þetta lúxusþjónusta sem á að vera í boði fyrir þá sem búa við Faxaflóann, skítt með hina. „Hefjum borgríkið á loft" kveður spámaðurinn. Þessu er ég að sjálfsögðu gjörsamlega ósammála. Það er að sjálfsögðu eðlilegt að menn búi við heilbrigðisþjónustu eins og hún er skilgreind í lögum. Það er ekki verið að tala um að hátæknisjúkrahús séu í hverju héraði. Menn eru að tala um eðlilega heilbrigðisþjónustu með aðgengi að hátæknisjúkrahúsum á Akureyri og í Reykjavík. Svo er það þannig að við sem búum á landsbyggðinni höfum áhuga á að hafa skóla og læra að skrifa og reikna í okkar heimabyggð með aðgengi að framhaldsskólum burt séð frá skoðunum hagfræðingsins. Verði vegið frekar að þessum grunnþáttum á landsbyggðinni verður brugðist við því með viðeigandi hætti, því skal ég lofa hagfræðingnum. Gleymum því heldur ekki að það hefur þegar átt sér stað mikill niðurskurður í velferðarþjónustunni, ekki síst á landsbyggðinni. Meðal annars hefur fæðingardeildum og skurðstofum verið lokað í sparnaðarskyni en hagfræðingurinn grínast með þessi atriði í skrifum sínum, sem er honum ekki sæmandi. Ráðdeild og sparnaður borgar sig Ég er sammála hagfræðingnum hvað það varðar, að við búum í auðugu landi og ríkið verður á hverjum tíma að sýna ráðdeild og sparnað í ríkisútgjöldum. Með það að leiðarljósi verða stjórnvöld að forgangsraða verkefnum og tryggja jafnan og sanngjarnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og atvinnu burt séð frá búsetu og hvaðan tekjurnar koma. Við eigum að líta á okkur sem eina þjóð, eða eins og hagfræðingurinn orðaði það svo vel í grein sinni: „Með skynsemi getum við búið okkur öllum, óháð búsetu, bjarta og örugga framtíð." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Árni Baldursson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Hagfræðingurinn Þröstur Ólafsson skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið 1. desember, það er á fullveldisdegi Íslendinga. Þar boðar hann nýja og hrokafulla sýn á framtíð þjóðarinnar, greinin er auk þess full af fordómum í garð landsbyggðarinnar. Hann undrast mjög ofsóknarkrossferð fólks gegn hugmyndum stjórnvalda um að rústa heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og talar jafnframt um fádæma herferð byggðarlaga með undirleik frá háværum en hjáróma kveinstöfum um auðn og héraðsbrest. Hvað Þresti gengur til með þessum skrifum er ekki vitað nema hann hafi ákveðið að koma út úr skápnum á fullveldisdeginum og tjá sig opinberlega um skoðun sína á landsbyggðinni og fólkinu sem þar býr. Fólki sem er þessa dagana að berjast fyrir tilverurétti sínum og lágmarksöryggi. Reyndar átti ég tal við Þröst fyrir nokkrum árum um byggðamál og veit því hvaða hug hann ber til byggðarlaga út á landi. Byggðalaga sem með framleiðslu sinni hafa skapað gjaldeyri fyrir þjóðina en verðmætasköpun er víða mikil á landsbyggðinni, ekki síst í sjávarplássum. Hagfræðingurinn á varla erfitt með að reikna það út. Reyndar liggja þessar tölur fyrir og sýna að verðmætasköpunin er mun meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Arðurinn hefur komið sér vel fyrir íslenska þjóð og verið notaður meðal annars til að halda úti starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Þröstur var lengi í forsvari. Svo ekki sé talað um fjárflæðið í nýja tónlistarhúsið í Reykjavík. Það er því rangt að halda því fram að landsbyggðin sé baggi á þjóðfélaginu og eigi ekki rétt á framlögum frá ríkinu til að halda uppi lögbundinni grunnþjónustu. Hjáseta landsbyggðarinnar Það er engin innistæða fyrir orðum hagfræðingsins um að landsbyggðin ætli sér ekki að taka þátt í að endurreisa Ísland. Landsbyggðin mun axla sína ábyrgð, annað stendur ekki til þrátt fyrir að landsbyggðin hafi að litlu leyti verið þátttakandi í því rugli sem viðgekkst á Íslandi í fjárfestingum og sjóðarugli á þeim áratug sem nú er að líða. Hagfræðingnum er vel kunnugt um póstnúmer þenslunnar og óráðsíunnar. Ef ekki, skal ég fræða hann um það og leggja fram upplýsingar sem staðfesta að landsbyggðin greiðir fyrir alla þá þjónustu sem hún fær og rúmlega það með sínum útflutningstekjum. Eigum rétt á grunnþjónustu Er óeðlilegt að farið sé eftir lögum frá Alþingi og öllum þegnum lýðveldisins bjóðist heilbrigðisþjónusta og gott aðgengi að framhaldsskólum? Af skrifum hagfræðingsins að dæma er þetta lúxusþjónusta sem á að vera í boði fyrir þá sem búa við Faxaflóann, skítt með hina. „Hefjum borgríkið á loft" kveður spámaðurinn. Þessu er ég að sjálfsögðu gjörsamlega ósammála. Það er að sjálfsögðu eðlilegt að menn búi við heilbrigðisþjónustu eins og hún er skilgreind í lögum. Það er ekki verið að tala um að hátæknisjúkrahús séu í hverju héraði. Menn eru að tala um eðlilega heilbrigðisþjónustu með aðgengi að hátæknisjúkrahúsum á Akureyri og í Reykjavík. Svo er það þannig að við sem búum á landsbyggðinni höfum áhuga á að hafa skóla og læra að skrifa og reikna í okkar heimabyggð með aðgengi að framhaldsskólum burt séð frá skoðunum hagfræðingsins. Verði vegið frekar að þessum grunnþáttum á landsbyggðinni verður brugðist við því með viðeigandi hætti, því skal ég lofa hagfræðingnum. Gleymum því heldur ekki að það hefur þegar átt sér stað mikill niðurskurður í velferðarþjónustunni, ekki síst á landsbyggðinni. Meðal annars hefur fæðingardeildum og skurðstofum verið lokað í sparnaðarskyni en hagfræðingurinn grínast með þessi atriði í skrifum sínum, sem er honum ekki sæmandi. Ráðdeild og sparnaður borgar sig Ég er sammála hagfræðingnum hvað það varðar, að við búum í auðugu landi og ríkið verður á hverjum tíma að sýna ráðdeild og sparnað í ríkisútgjöldum. Með það að leiðarljósi verða stjórnvöld að forgangsraða verkefnum og tryggja jafnan og sanngjarnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og atvinnu burt séð frá búsetu og hvaðan tekjurnar koma. Við eigum að líta á okkur sem eina þjóð, eða eins og hagfræðingurinn orðaði það svo vel í grein sinni: „Með skynsemi getum við búið okkur öllum, óháð búsetu, bjarta og örugga framtíð."
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar