Dýrasti skilnaður sögunnar í uppsiglingu 8. apríl 2010 14:38 Dýrasti skilnaður sögunnar er nú í uppsiglingu í Bandaríkjunum. Hjónin sem hér um ræðir eru ekki bara að slást um þennan hefðbundna fjölda af húsum, snekkjum, einkaþotum og nær daglegan aðgang að hárgreiðslumeistara sínum. Örlög ástsælasta íþróttaliðs Bandaríkjanna ráðast einnig í þessum skilnaði.Hjónin sem hér um ræðir eru Frank og Jamie McCourt og íþróttaliðið er hafnarboltaliðið Los Angeles Dodgers, eitt það árangursríkasta í Bandaríkjunum þegar tekjur af slíkri starfsemi eru metnar.Eiginkonan Jamie var forstjóri liðsins þar til eignmaðurinn Frank rak hana úr starfinu í fyrra. Í skilnaðarmálinu gerir Jaime kröfu um að fá starfið aftur og staðhæfir að hún eigi enn helming liðsins. Þar að auki krefst hún þess að fá aftur bílastæðið sitt við Dodger leikvanginn.Í umfjöllun um málið í Daily Mail segir að fyrir utan framangreint fari Jaime fram á milljón dollara á mánuði í framfærslukostnað, 9 milljónir dollara til að borga skilnaðarlögmönnum sínum, ótæmandi ferðalagasjóð og öryggisvakt allan sólarhringinn.Frank McCourt hefur hafnað þessum kröfum þar sem hann segist aðeins vinna sér um um 5 milljónir dollara á ári þessa dagana vegna kreppunnar. Frank hefur boðið fyrrum eiginkonu sinni 150.000 dollara á mánuði í framfærslukostnað, eða rúmlega 19 milljónir kr. Ef hún þurfi eitthvað meira hefur Frank bent henni á að selja eignir.Eignir þeirra hjóna eftir 30 ára hjónaband eru talsverðar eða um 1,2 milljarðar dollara. Stærsta eignin er Los Angeles Dodgers en liðið er metið á 800 milljónir dollara. Í eignasafninu eru einnig sex vegleg heimili víða um Bandaríkin, lystisnekkja og einkaþota svo eitthvað sé nefnt.Ástæða skilnaðarins er hefðbundin, þau ásaka hvort annað um framhjáhald. Málið er rekið fyrir dómstól í Kaliforníu. Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Dýrasti skilnaður sögunnar er nú í uppsiglingu í Bandaríkjunum. Hjónin sem hér um ræðir eru ekki bara að slást um þennan hefðbundna fjölda af húsum, snekkjum, einkaþotum og nær daglegan aðgang að hárgreiðslumeistara sínum. Örlög ástsælasta íþróttaliðs Bandaríkjanna ráðast einnig í þessum skilnaði.Hjónin sem hér um ræðir eru Frank og Jamie McCourt og íþróttaliðið er hafnarboltaliðið Los Angeles Dodgers, eitt það árangursríkasta í Bandaríkjunum þegar tekjur af slíkri starfsemi eru metnar.Eiginkonan Jamie var forstjóri liðsins þar til eignmaðurinn Frank rak hana úr starfinu í fyrra. Í skilnaðarmálinu gerir Jaime kröfu um að fá starfið aftur og staðhæfir að hún eigi enn helming liðsins. Þar að auki krefst hún þess að fá aftur bílastæðið sitt við Dodger leikvanginn.Í umfjöllun um málið í Daily Mail segir að fyrir utan framangreint fari Jaime fram á milljón dollara á mánuði í framfærslukostnað, 9 milljónir dollara til að borga skilnaðarlögmönnum sínum, ótæmandi ferðalagasjóð og öryggisvakt allan sólarhringinn.Frank McCourt hefur hafnað þessum kröfum þar sem hann segist aðeins vinna sér um um 5 milljónir dollara á ári þessa dagana vegna kreppunnar. Frank hefur boðið fyrrum eiginkonu sinni 150.000 dollara á mánuði í framfærslukostnað, eða rúmlega 19 milljónir kr. Ef hún þurfi eitthvað meira hefur Frank bent henni á að selja eignir.Eignir þeirra hjóna eftir 30 ára hjónaband eru talsverðar eða um 1,2 milljarðar dollara. Stærsta eignin er Los Angeles Dodgers en liðið er metið á 800 milljónir dollara. Í eignasafninu eru einnig sex vegleg heimili víða um Bandaríkin, lystisnekkja og einkaþota svo eitthvað sé nefnt.Ástæða skilnaðarins er hefðbundin, þau ásaka hvort annað um framhjáhald. Málið er rekið fyrir dómstól í Kaliforníu.
Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira