Stjörnumenn eru fallnir niður í 1. deild en lokaumferðin í N1-deild karla fór fram í kvöld. Þar tók Stjarnan á móti Fram í hreinum úrslitaleik í fallslagnum og beið lægri hlut 22-25.
Framarar halda því sæti sínu í deildinni. Grótta tapaði fyrir Val á Hlíðarenda og fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni.
FH-ingar lögðu HK í Digranesi en þrátt fyrir sigurinn komst liðið ekki í úrslitakeppnina þar sem Akureyringar höfðu betur gegn Haukum í Hafnarfirði. Haukar tóku við deildarmeistarabikarnum eftir þennan tapleik.
Úrslitin í kvöld:
HK - FH 22-25
Valur - Grótta 25-20
Stjarnan - Fram 22-24
Haukar - Akureyri 30-34