Markmaðurinn Pálmar Pétursson úr FH verður í íslenska landsliðinu í handbolta sem spilar tvo æfingaleiki við Brasilíu í byrjun næstu viku.
Pálmar kemur inn í hópinn í stað Arons Rafns Eðvarðssonar, markmanns Hauka, sem er meiddur. FH-ingur inn fyrir Haukamann í landsliðinu.
Sverre Jakobsson fer ekki með landsliðinu þar sem hann giftir sig á Akureyri á morgun, Hreiðar Levý Guðmundsson spilar umspilsleiki um laust sæti í þýsku úrvalsdeildinni og fer því ekki með og hvorki Róbert Gunnarsson né Alexander Petersson fara með vegna persónulegra ástæðna.
Liðið fer út á sunnudag en leikirnir eru 16. og 18. júní.
Pálmar Pétursson valinn í landsliðið
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið






Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu
Enski boltinn

Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn


