Frábær fótboltaleikur í spilunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2010 11:00 Fyrirliðarnir með bikarinn á milli sín. Fréttablaðið/Valli Það er allt til alls til þess að bikarúrslitaleikur FH og KR í dag bjóði upp á allt sem menn vilja sjá í stærsta leik sumarsins. Tvö af skemmtilegustu og vinsælustu liðum landsins mæta til leiks full af sjálfstrausti eftir gott gengi undanfarið og leikurinn er aftur leikinn í sumarblíðunni í ágúst í stað þess að vera leikinn í frosti og kulda í byrjun vetrar. Félögin búast við góðri aðsókn á leikinn í kvöld og hafa sett stefnuna á að bæta áhorfendametið frá 1999 þegar 7.401 komu á leik KR og ÍA. Leikurinn var færður til sex í kvöld til þess að gera tímasetningu hans enn áhugaverðari fyrir knattspyrnuáhugafólk sem vill eiga gott kvöld í Laugardalnum. Fyrirliðar liðanna, Matthías Vilhjálmsson hjá FH og Bjarni Guðjónsson hjá KR, gátu ekki leynt spenningi sínum á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þetta eru tvö skemmtileg lið og það er útlit fyrir mjög skemmtilegan dag," sagði Bjarni Guðjónsson og kollegi hans fagnar sérstaklega breyttri tímasetningu. „Ég vona að áhorfendametið verði slegið. Það er búið að bíða lengi eftir því að bikarúrslitaleikurinn yrði færður fram í ágúst. Fólk er búið að vera með teppi utan um sig í október og vonast eftir því að leikurinn fari ekki í framlengingu. Ég held að þetta sé fullkominn tími fyrir leikinn og vona að veðrið verði prýðilegt því þá held ég að þetta gæti orðið flott," sagði Matthías. Bjarni Guðjónsson hefur góðan samanburð á því að spila leik í ágúst og október. „Það var tvennt ólíkt að spila bikarúrslitaleikinn 1996 og 2008. 1996 var þetta sumarleikur í ágúst, stúkan var full og þetta var meiri háttar gaman. Titillinn var ekkert verri 2008 en stemningin á vellinum var allt önnur þegar við vorum að spila leikinn við vetraraðstæður í október," sagði Bjarni. Báðir töluðu þeir Matthías og Bjarni um breytinguna á KR-liðinu eftir að Rúnar Kristinsson tók við KR-liðinu á dögunum. Síðan þá hefur liðið unnið fjóra leiki í röð hér á landi og aðeins fengið á sig eitt mark í þessum leikjum. „KR-ingar eru orðnir aðeins þéttari eftir að Rúnar kom inn og gefa færri færi á sér. Ég veit ekki hvort þeir muni spila öðruvísi á móti okkur en í síðustu leikjum en þeir eru alltaf mjög hættulegir fram á við. Við erum það líka og því held ég að þetta verði opinn og skemmtilegur leikur," segir Matthías. „Rúnar er mjög hæfur þjálfari og ég dáist að honum hvað hann kom inn með sínar hugmyndir. Hann einfaldaði hugsunarháttinn og einfaldaði skilaboð til leikmannanna. Svo er líka hitt að menn eru farnir að gera það sem er verið að biðja þá um að gera," sagði Bjarni og bætti við: „Hann hefur úr ágætishóp að velja og hann hefur verið duglegur að velja rétt lið fyrir hvern og einn leik. Við viljum vera í þessum gír sem við erum komnir í núna. Það er komið mikið sjálfstraust í liðið og trúin á að geta unnið leiki er komin aftur," segir Bjarni sem ber þetta tímabil við það í fyrra. „Við erum að gera svipaða hluti og við gerðum í fyrra. Við byrjuðum mótið helst til of seint en erum komnir núna á fínt skrið. Það er ágætt fyrir okkur að fá þennan leik núna þegar við getum komið inn í stærsta leik sumarsins með sjálfstraustið í botni," segir Bjarni. Matthías átti sinn þátt í bikarsigri FH fyrir þremur árum. „Ég spilaði flest alla leiki sumarið 2007 þar til í bikarúrslitaleiknum þar sem ég var á bekknum. Ég kom inn á í stöðunni 1-1 í framlengingu og við unnum 2-1. Ég vonast til að fá að vera með frá byrjun núna," sagði Matthías. Bikarmeistaratitillinn frá 2008 er eini titill KR-inga undanfarin sex ár og FH-ingar hafa aðeins unnið hann einu sinni áður þrátt fyrir að hafa verið yfirburðalið í íslenska fótboltanum undanfarin sex ár. Hungrið ætti því að vera til staðar í báðum herbúðum. Íslenski boltinn Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Það er allt til alls til þess að bikarúrslitaleikur FH og KR í dag bjóði upp á allt sem menn vilja sjá í stærsta leik sumarsins. Tvö af skemmtilegustu og vinsælustu liðum landsins mæta til leiks full af sjálfstrausti eftir gott gengi undanfarið og leikurinn er aftur leikinn í sumarblíðunni í ágúst í stað þess að vera leikinn í frosti og kulda í byrjun vetrar. Félögin búast við góðri aðsókn á leikinn í kvöld og hafa sett stefnuna á að bæta áhorfendametið frá 1999 þegar 7.401 komu á leik KR og ÍA. Leikurinn var færður til sex í kvöld til þess að gera tímasetningu hans enn áhugaverðari fyrir knattspyrnuáhugafólk sem vill eiga gott kvöld í Laugardalnum. Fyrirliðar liðanna, Matthías Vilhjálmsson hjá FH og Bjarni Guðjónsson hjá KR, gátu ekki leynt spenningi sínum á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þetta eru tvö skemmtileg lið og það er útlit fyrir mjög skemmtilegan dag," sagði Bjarni Guðjónsson og kollegi hans fagnar sérstaklega breyttri tímasetningu. „Ég vona að áhorfendametið verði slegið. Það er búið að bíða lengi eftir því að bikarúrslitaleikurinn yrði færður fram í ágúst. Fólk er búið að vera með teppi utan um sig í október og vonast eftir því að leikurinn fari ekki í framlengingu. Ég held að þetta sé fullkominn tími fyrir leikinn og vona að veðrið verði prýðilegt því þá held ég að þetta gæti orðið flott," sagði Matthías. Bjarni Guðjónsson hefur góðan samanburð á því að spila leik í ágúst og október. „Það var tvennt ólíkt að spila bikarúrslitaleikinn 1996 og 2008. 1996 var þetta sumarleikur í ágúst, stúkan var full og þetta var meiri háttar gaman. Titillinn var ekkert verri 2008 en stemningin á vellinum var allt önnur þegar við vorum að spila leikinn við vetraraðstæður í október," sagði Bjarni. Báðir töluðu þeir Matthías og Bjarni um breytinguna á KR-liðinu eftir að Rúnar Kristinsson tók við KR-liðinu á dögunum. Síðan þá hefur liðið unnið fjóra leiki í röð hér á landi og aðeins fengið á sig eitt mark í þessum leikjum. „KR-ingar eru orðnir aðeins þéttari eftir að Rúnar kom inn og gefa færri færi á sér. Ég veit ekki hvort þeir muni spila öðruvísi á móti okkur en í síðustu leikjum en þeir eru alltaf mjög hættulegir fram á við. Við erum það líka og því held ég að þetta verði opinn og skemmtilegur leikur," segir Matthías. „Rúnar er mjög hæfur þjálfari og ég dáist að honum hvað hann kom inn með sínar hugmyndir. Hann einfaldaði hugsunarháttinn og einfaldaði skilaboð til leikmannanna. Svo er líka hitt að menn eru farnir að gera það sem er verið að biðja þá um að gera," sagði Bjarni og bætti við: „Hann hefur úr ágætishóp að velja og hann hefur verið duglegur að velja rétt lið fyrir hvern og einn leik. Við viljum vera í þessum gír sem við erum komnir í núna. Það er komið mikið sjálfstraust í liðið og trúin á að geta unnið leiki er komin aftur," segir Bjarni sem ber þetta tímabil við það í fyrra. „Við erum að gera svipaða hluti og við gerðum í fyrra. Við byrjuðum mótið helst til of seint en erum komnir núna á fínt skrið. Það er ágætt fyrir okkur að fá þennan leik núna þegar við getum komið inn í stærsta leik sumarsins með sjálfstraustið í botni," segir Bjarni. Matthías átti sinn þátt í bikarsigri FH fyrir þremur árum. „Ég spilaði flest alla leiki sumarið 2007 þar til í bikarúrslitaleiknum þar sem ég var á bekknum. Ég kom inn á í stöðunni 1-1 í framlengingu og við unnum 2-1. Ég vonast til að fá að vera með frá byrjun núna," sagði Matthías. Bikarmeistaratitillinn frá 2008 er eini titill KR-inga undanfarin sex ár og FH-ingar hafa aðeins unnið hann einu sinni áður þrátt fyrir að hafa verið yfirburðalið í íslenska fótboltanum undanfarin sex ár. Hungrið ætti því að vera til staðar í báðum herbúðum.
Íslenski boltinn Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira