Um forgang í leikskóla 10. júní 2010 06:00 Þórður Ingi Guðjónsson ritar grein í Fréttablaðið 5. júní þar sem hann leggur út af úrslitum borgarstjórnarkosninganna og telur þau sýna að stjórnmálamenn hafi misst tengslin við kjósendur sína. Dæmið sem hann velur til að endurspegla þá kenningu sína eru breytingar sem gerðar voru á svokölluðum systkinaforgangi – reglu sem kvað á um að börn sem áttu systkini sem hafði leikskólavist skyldu hafa forgang að vist í sama leikskóla fram yfir eldri börn. Þar sem umræðan um systkinaforgang hefur verið á villigötum, og jafnvel sá misskilningur uppi að systkini fái ekki að vera saman í skólum, er mikilvægt að árétta hér að barn getur ávallt komist í leikskóla eldra systkinis eftir kennitöluröð. Fullyrðing Þórðar, um að borgarfulltrúar hafi með breytingunni tekið mið af „þröngum sjónarmiðum“ eigingjarnra foreldra fram yfir sjálfsögð réttindi systkina og foreldra þeirra, er röng. Reglan um systkinaforgang var afnumin 2008 þar sem hún var talin ganga í berhögg við jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar. Stuttu áður höfðu ný lög um leikskóla tekið gildi þar sem fyrir lágu fyrirmæli um að viðhafa bæri jafnrétti í öllu leikskólastarfi, auk þess sem hagur og velferð barna skyldu höfð að leiðarljósi í öllu slíku starfi. Hjá leikskólum Reykjavíkurborgar er ávallt leitast við að vista systkini í sama leikskóla, bæði þeim og foreldrum þeirra til hagsbóta. Reglan um systkinaforgang var á sínum tíma innleidd til þess. Í krafti hennar gátu börn sem fædd eru seint á árinu komist fyrr að en börn sem fædd eru fyrr sama ár. Stundum munaði næstum heilu ári enda mesta hreyfingin á plássum þegar 5 ára börnin flytjast yfir í grunnskóla. Mikið var kvartað yfir þessu fyrirkomulagi og spurt um réttmæti þess að yngri börn kæmust fram yfir eldri börn. Foreldrar barna sem fóru aftar í röð vegna forgangsins þurftu þannig að bíða eftir plássi á leikskóla og kvörtuðu yfir því að forgangurinn gengi gegn reglum borgarinnar þar sem segir að börn innritist í leikskólann eftir kennitölu, þ.e. að þau elstu gangi fyrir. Að auki gerðist það stundum að yngra barn komst fram fyrir kennitöluröð vegna systkinis sem útskrifast myndi strax og hið yngra fengi pláss. Þeir foreldrar sem gerðu athugasemdir við þessar reglur voru í ljósi þessa hvorki eigingjarnir né höfðu þröng sjónarmið að leiðarljósi. Snemma á þessu ári var leitað álits borgarlögmanns á réttmæti systkinaforgangs. Í áliti hans frá 26. apríl sl. segir: „ ...skýrt er kveðið á um það í lögum um leikskóla að velferð og hagur barna skuli hafður að leiðarljósi í öllu starfi. Það á einnig við um hvernig börnum skuli forgangsraðað á biðlista eftir leikskólavist. Þar skiptir mestu þörf barna fyrir leikskólavist miðað við aldur þeirra og þroska enda óumdeilt að mikilvægt er fyrir þroska barna að þau komist sem fyrst í leikskóla ... Þetta sjónarmið er gegnumgangandi leiðarljós í öllu leikskólastarfi. Eðlilegasta og óumdeildasta reglan við forgangsröðun barna að leikskólavist er aldur barna. Frávik frá þeirri reglu verða því almennt að styðjast við önnur og ríkari sjónarmið, s.s. ef barn glímir við þroskafrávik eða aðrar félagslegar aðstæður sem réttlætt geta frávik frá þeirri meginreglu að aldur ráði forgangi að leikskóladvöl. Reglan um systkinaforgang virðist fyrst og fremst til þess fallin að mæta hagsmunum foreldra ... og verður varla fundin stoð í sérlegum hagsmunum viðkomandi barna, umfram hagsmuni annarra barna sem ekki hafa leikskólavist ... Þó jafnræðisreglan sé höfð í heiðri er eftir fremsta megni leitast við að vista systkini í sama leikskóla. Forgangur verður hins vegar alltaf umdeildur og því verða stjórnvöld hverju sinni að vanda mjög til verka til að jafnræðis sé gætt og velferð sérhvers barns ráði mestu. Þó stöðugt sé deilt á stjórnmálamenn þessa dagana vegna misgóðra verka þá er í þessu tilfelli seint hægt að segja að borgarfulltrúar séu ekki í tengslum við raunveruleikann. Ný borgarstjórn tekur nú við og eðlilegt að nýjar leiðir og hugmyndir séu ræddar. Það verður hins vegar að gerast í samræmi við lög og reglur og með jafnræði milli leikskólabarna að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Þórður Ingi Guðjónsson ritar grein í Fréttablaðið 5. júní þar sem hann leggur út af úrslitum borgarstjórnarkosninganna og telur þau sýna að stjórnmálamenn hafi misst tengslin við kjósendur sína. Dæmið sem hann velur til að endurspegla þá kenningu sína eru breytingar sem gerðar voru á svokölluðum systkinaforgangi – reglu sem kvað á um að börn sem áttu systkini sem hafði leikskólavist skyldu hafa forgang að vist í sama leikskóla fram yfir eldri börn. Þar sem umræðan um systkinaforgang hefur verið á villigötum, og jafnvel sá misskilningur uppi að systkini fái ekki að vera saman í skólum, er mikilvægt að árétta hér að barn getur ávallt komist í leikskóla eldra systkinis eftir kennitöluröð. Fullyrðing Þórðar, um að borgarfulltrúar hafi með breytingunni tekið mið af „þröngum sjónarmiðum“ eigingjarnra foreldra fram yfir sjálfsögð réttindi systkina og foreldra þeirra, er röng. Reglan um systkinaforgang var afnumin 2008 þar sem hún var talin ganga í berhögg við jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar. Stuttu áður höfðu ný lög um leikskóla tekið gildi þar sem fyrir lágu fyrirmæli um að viðhafa bæri jafnrétti í öllu leikskólastarfi, auk þess sem hagur og velferð barna skyldu höfð að leiðarljósi í öllu slíku starfi. Hjá leikskólum Reykjavíkurborgar er ávallt leitast við að vista systkini í sama leikskóla, bæði þeim og foreldrum þeirra til hagsbóta. Reglan um systkinaforgang var á sínum tíma innleidd til þess. Í krafti hennar gátu börn sem fædd eru seint á árinu komist fyrr að en börn sem fædd eru fyrr sama ár. Stundum munaði næstum heilu ári enda mesta hreyfingin á plássum þegar 5 ára börnin flytjast yfir í grunnskóla. Mikið var kvartað yfir þessu fyrirkomulagi og spurt um réttmæti þess að yngri börn kæmust fram yfir eldri börn. Foreldrar barna sem fóru aftar í röð vegna forgangsins þurftu þannig að bíða eftir plássi á leikskóla og kvörtuðu yfir því að forgangurinn gengi gegn reglum borgarinnar þar sem segir að börn innritist í leikskólann eftir kennitölu, þ.e. að þau elstu gangi fyrir. Að auki gerðist það stundum að yngra barn komst fram fyrir kennitöluröð vegna systkinis sem útskrifast myndi strax og hið yngra fengi pláss. Þeir foreldrar sem gerðu athugasemdir við þessar reglur voru í ljósi þessa hvorki eigingjarnir né höfðu þröng sjónarmið að leiðarljósi. Snemma á þessu ári var leitað álits borgarlögmanns á réttmæti systkinaforgangs. Í áliti hans frá 26. apríl sl. segir: „ ...skýrt er kveðið á um það í lögum um leikskóla að velferð og hagur barna skuli hafður að leiðarljósi í öllu starfi. Það á einnig við um hvernig börnum skuli forgangsraðað á biðlista eftir leikskólavist. Þar skiptir mestu þörf barna fyrir leikskólavist miðað við aldur þeirra og þroska enda óumdeilt að mikilvægt er fyrir þroska barna að þau komist sem fyrst í leikskóla ... Þetta sjónarmið er gegnumgangandi leiðarljós í öllu leikskólastarfi. Eðlilegasta og óumdeildasta reglan við forgangsröðun barna að leikskólavist er aldur barna. Frávik frá þeirri reglu verða því almennt að styðjast við önnur og ríkari sjónarmið, s.s. ef barn glímir við þroskafrávik eða aðrar félagslegar aðstæður sem réttlætt geta frávik frá þeirri meginreglu að aldur ráði forgangi að leikskóladvöl. Reglan um systkinaforgang virðist fyrst og fremst til þess fallin að mæta hagsmunum foreldra ... og verður varla fundin stoð í sérlegum hagsmunum viðkomandi barna, umfram hagsmuni annarra barna sem ekki hafa leikskólavist ... Þó jafnræðisreglan sé höfð í heiðri er eftir fremsta megni leitast við að vista systkini í sama leikskóla. Forgangur verður hins vegar alltaf umdeildur og því verða stjórnvöld hverju sinni að vanda mjög til verka til að jafnræðis sé gætt og velferð sérhvers barns ráði mestu. Þó stöðugt sé deilt á stjórnmálamenn þessa dagana vegna misgóðra verka þá er í þessu tilfelli seint hægt að segja að borgarfulltrúar séu ekki í tengslum við raunveruleikann. Ný borgarstjórn tekur nú við og eðlilegt að nýjar leiðir og hugmyndir séu ræddar. Það verður hins vegar að gerast í samræmi við lög og reglur og með jafnræði milli leikskólabarna að leiðarljósi.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun