Sátt um eignarhald á orkufyrirtækjum – norræna leiðin 1. september 2010 06:00 Umræða um orkumál hefur verið fyrirferðarmikil í þjóðmálaumræðunni að undanförnu, ekki síst um eignarhald á orkufyrirtækjum. Sitt sýnist hverjum um þetta efni. Sumir eru þeirrar skoðunar að eignarhaldið eigi alfarið að vera í höndum opinberra aðila. Aðrir telja sjálfsagt að einkaaðilar eigi orkufyrirtækin - ríkið eigi hvergi að koma þar nærri. Minna hefur farið fyrir sáttasjónarmiðum, málamiðlunum, vangaveltum um skynsamlegar leiðir sem annars staðar hefur náðst ágætt samkomulag um. Umræður um MagmaÞessi umræða hefur kristallast í átökunum um kanadíska fyrirtækið Magma. Sú umræða hefur ekki verið þjóðinni til framdráttar eða sóma, hvorki á innlendum vettvangi né erlendum. Enginn vafi er á því að umfjöllunin hefur dregið úr áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi. Stjórnvöld þurfa að sýna fagmennsku og vera sjálfum sér samkvæm við afgreiðslu og frágang mála af þessu tagi. En nóg um Magma.Umræðan um eignarhaldið hefur verið erfið hér á landi og einkennst af öfgum til hvorrar áttar. Aðrar þjóðir sem við lítum til hafa leyst þetta mál í ágætri sátt með eignarhaldsstefnu sem er árangursrík og í raun nær óumdeild. Nærtækast er að líta til Norðurlandanna sem hafa komið þessum málum í farsælan farveg.Noregur stendur okkur nærri í þessu efni enda þáttur orkunnar í efnahagslífinu um margt áþekkur því sem gerist hér. Norðmenn hafa í aðalatriðum valið þá leið að láta opinbera aðila vera ráðandi í helstu orkufyrirtækjum landsins. Þannig á norska ríkið og tengdir aðilar í stærsta orkufyrirtæki landsins, Statoil, en fyrirtækið er þó alfarið rekið á markaðssjónarmiðum, er skráð á hlutabréfamarkað í Noregi og í New York. Ríkið hefur hins vegar tögl og haldir í eignarhaldi fyrirtækisins. Alþjóðlegir fjárfestar, sem og norskir, hafa því greiðan aðgang að fyrirtækinu á hlutabréfamörkuðum.Sama gildir um ýmis önnur mikilvæg orkufyrirtæki í Noregi. Þannig á norska ríkið (og lífeyrissjóður ríkisins) tæplega helmingshlut í Hydro en það sem eftir stendur dreifist á margar hendur og enginn annar hluthafi á stærri en 5% hlut.Í Finnlandi á ríkið ríflega helmingshlut í Fortum, stærsta orkufyrirtæki landsins. Fortum rekur m.a. fjölmörg vatnsorkuver í Svíþjóð og Finnlandi. Félagið er skráð í NASDAQ OMX kauphöllina í Helsinki og hluthafar eru nærri hundrað þúsund talsins. Þá hefur fjárfesting útlendinga í sænska orkugeiranum vaxið hröðum skrefum undanfarin 15 ár.Við þurfum því ekki að leita langt yfir skammt að eigendastefnu sem ætti að geta náðst viðunandi sátt um. Eins og sjá má frá reynslu nágranna okkar er hún hvorki flókin né krefst sérlausna af ýmsu tagi. Stefnan felur einfaldlega í sér að ríkið ræður í höfuðatriðum ferðinni en einkaaðilum - hvaðan sem þeir koma - er velkomið að fjárfesta í umræddum fyrirtækjum að því marki að eignarhald hins opinbera þynnist ekki svo mikið að stefnu hins opinbera verði teflt í tvísýnu.Fyrirtæki í orkugeiranum og opinberir aðilar standa nú frammi fyrir fjármögnunarvanda sem m.a. má rekja til mikillar erlendrar skuldsetningar á undanförnum árum. Framangreind eigendastefna um sameiginlegt eignarhald ríkis og einkaaðila hefur það í för með sér að þörfin fyrir erlent lánsfé verður mun minni en ella og þar með er dregið úr þeirri áhættu sem óhjákvæmilega fylgir lánsfjármögnun. Erlent áhættufjármagn á þeim forsendum sem að framan eru nefndar gæti jafnframt greitt götu orkuframkvæmda sem að öðrum kosti gæti þurft að fresta enn frekar en orðið er.Gæti hentað vel á ÍslandiEnginn vafi er á því í mínum huga að norræna leiðin gæti hentað vel á Íslandi. Ef á henni yrði byggt yrði til að mynda stærsta orkufyrirtæki landsins, Landsvirkjun, breytt í hlutafélag og það skráð á hlutabréfamarkað hér á landi og t.d. á NASDAQ OMX í New York. Ríkið eða opinberir aðilar ættu helming til tvo þriðju í fyrirtækinu og réðu fyrir vikið för (Statoil fyrirmyndin). Fjárfestum um allan heim yrði boðið að koma að eignarhaldinu að þeim mörkum sem sátt næðist um að miða við. Í þessu fælist að opinberir aðilar þyrftu ekki að binda jafn gríðarlega mikið fjármagn í áhættusömum rekstri og nú er raunin. Þetta viðskiptalíkan tel ég vera eftirsóknarvert fyrir Landsvirkjun og verðskuldi gaumgæfilega skoðun. Það gæti einnig átt vel við fyrir ýmis önnur orkufyrirtæki í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Umræða um orkumál hefur verið fyrirferðarmikil í þjóðmálaumræðunni að undanförnu, ekki síst um eignarhald á orkufyrirtækjum. Sitt sýnist hverjum um þetta efni. Sumir eru þeirrar skoðunar að eignarhaldið eigi alfarið að vera í höndum opinberra aðila. Aðrir telja sjálfsagt að einkaaðilar eigi orkufyrirtækin - ríkið eigi hvergi að koma þar nærri. Minna hefur farið fyrir sáttasjónarmiðum, málamiðlunum, vangaveltum um skynsamlegar leiðir sem annars staðar hefur náðst ágætt samkomulag um. Umræður um MagmaÞessi umræða hefur kristallast í átökunum um kanadíska fyrirtækið Magma. Sú umræða hefur ekki verið þjóðinni til framdráttar eða sóma, hvorki á innlendum vettvangi né erlendum. Enginn vafi er á því að umfjöllunin hefur dregið úr áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi. Stjórnvöld þurfa að sýna fagmennsku og vera sjálfum sér samkvæm við afgreiðslu og frágang mála af þessu tagi. En nóg um Magma.Umræðan um eignarhaldið hefur verið erfið hér á landi og einkennst af öfgum til hvorrar áttar. Aðrar þjóðir sem við lítum til hafa leyst þetta mál í ágætri sátt með eignarhaldsstefnu sem er árangursrík og í raun nær óumdeild. Nærtækast er að líta til Norðurlandanna sem hafa komið þessum málum í farsælan farveg.Noregur stendur okkur nærri í þessu efni enda þáttur orkunnar í efnahagslífinu um margt áþekkur því sem gerist hér. Norðmenn hafa í aðalatriðum valið þá leið að láta opinbera aðila vera ráðandi í helstu orkufyrirtækjum landsins. Þannig á norska ríkið og tengdir aðilar í stærsta orkufyrirtæki landsins, Statoil, en fyrirtækið er þó alfarið rekið á markaðssjónarmiðum, er skráð á hlutabréfamarkað í Noregi og í New York. Ríkið hefur hins vegar tögl og haldir í eignarhaldi fyrirtækisins. Alþjóðlegir fjárfestar, sem og norskir, hafa því greiðan aðgang að fyrirtækinu á hlutabréfamörkuðum.Sama gildir um ýmis önnur mikilvæg orkufyrirtæki í Noregi. Þannig á norska ríkið (og lífeyrissjóður ríkisins) tæplega helmingshlut í Hydro en það sem eftir stendur dreifist á margar hendur og enginn annar hluthafi á stærri en 5% hlut.Í Finnlandi á ríkið ríflega helmingshlut í Fortum, stærsta orkufyrirtæki landsins. Fortum rekur m.a. fjölmörg vatnsorkuver í Svíþjóð og Finnlandi. Félagið er skráð í NASDAQ OMX kauphöllina í Helsinki og hluthafar eru nærri hundrað þúsund talsins. Þá hefur fjárfesting útlendinga í sænska orkugeiranum vaxið hröðum skrefum undanfarin 15 ár.Við þurfum því ekki að leita langt yfir skammt að eigendastefnu sem ætti að geta náðst viðunandi sátt um. Eins og sjá má frá reynslu nágranna okkar er hún hvorki flókin né krefst sérlausna af ýmsu tagi. Stefnan felur einfaldlega í sér að ríkið ræður í höfuðatriðum ferðinni en einkaaðilum - hvaðan sem þeir koma - er velkomið að fjárfesta í umræddum fyrirtækjum að því marki að eignarhald hins opinbera þynnist ekki svo mikið að stefnu hins opinbera verði teflt í tvísýnu.Fyrirtæki í orkugeiranum og opinberir aðilar standa nú frammi fyrir fjármögnunarvanda sem m.a. má rekja til mikillar erlendrar skuldsetningar á undanförnum árum. Framangreind eigendastefna um sameiginlegt eignarhald ríkis og einkaaðila hefur það í för með sér að þörfin fyrir erlent lánsfé verður mun minni en ella og þar með er dregið úr þeirri áhættu sem óhjákvæmilega fylgir lánsfjármögnun. Erlent áhættufjármagn á þeim forsendum sem að framan eru nefndar gæti jafnframt greitt götu orkuframkvæmda sem að öðrum kosti gæti þurft að fresta enn frekar en orðið er.Gæti hentað vel á ÍslandiEnginn vafi er á því í mínum huga að norræna leiðin gæti hentað vel á Íslandi. Ef á henni yrði byggt yrði til að mynda stærsta orkufyrirtæki landsins, Landsvirkjun, breytt í hlutafélag og það skráð á hlutabréfamarkað hér á landi og t.d. á NASDAQ OMX í New York. Ríkið eða opinberir aðilar ættu helming til tvo þriðju í fyrirtækinu og réðu fyrir vikið för (Statoil fyrirmyndin). Fjárfestum um allan heim yrði boðið að koma að eignarhaldinu að þeim mörkum sem sátt næðist um að miða við. Í þessu fælist að opinberir aðilar þyrftu ekki að binda jafn gríðarlega mikið fjármagn í áhættusömum rekstri og nú er raunin. Þetta viðskiptalíkan tel ég vera eftirsóknarvert fyrir Landsvirkjun og verðskuldi gaumgæfilega skoðun. Það gæti einnig átt vel við fyrir ýmis önnur orkufyrirtæki í landinu.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun