Sjálfstæðisflokkur geri upp Svavar Gestsson skrifar 4. ágúst 2010 06:00 Ingvi Hrafn Jónsson rekur skemmtilega sjónvarpsstöð; í þeim skilningi að þar er sitt hvað fyndið. Eitt af því eru samansúrraðir blótpistlar um allt milli himins og jarðar nema Sjálfstæðisflokkinn; hverju guð forði. Stundum hefur hann í kringum sig menn sem hneigja sig og brosa við honum í annars fátæklegri upptökunni. Undirritaður viðurkennir að hann horfir næstum aldrei á þessa þætti; tekur annað fram yfir á sólardögunum við Breiðafjörð um þessar mundir. Undirritaður sá hins vegar í þátt sem Ingvi stjórnaði á dögunum þar sem þrír svartklæddir menn sátu og dáðust að honum. Í þættinum veittist Ingvi harkalega að ríkisstjórninni, einkum vinstri grænum, og tókst meira að segja í leiðinni að ávarpa vesaling minn. Átta ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa verið í Alþýðubandalaginu! Úff. Ég hef reyndar lengi haldið því fram að Alþýðubandalagið hafi verið besti flokkur síðustu aldar og staðfestist það með þessu mannvali á ráðherrastólum eins og kunnugt er. En tilefni þessara skrifa er ekki þetta heldur hitt að aftur og aftur kölluðu þeir sem komu fram í þættinum sig frjálshyggjumenn. Ég hélt satt að segja að það væri skammaryrði nú til dags. Og það er reyndar tilefni þessa pistils: Er frjálshyggja ekki skammaryrði á Íslandi? Er í lagi að styðja frjálshyggjuna sem lagði Ísland í rúst fyrir aðeins örfáum misserum? Eins þarf Sjálfstæðisflokkurinn að gera upp við frjálshyggjuna. Í nefndum hrafnaþætti voru tveir alþingismenn; þeir mótmæltu því ekki að Sjálfstæðisflokkurinn byggði enn á frjálshyggjunni. Það leiðir hugann að nauðsyn þess að flokkurinn geri upp við frjálshyggjuna. Það er háskalegt að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda ef frjálshyggjan er enn þá trúarsetning þar á bæ. Er það svo? Enn er það svo að Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins í mörgum skoðanakönnunum. Fyrir skömmu birtist enn ein könnunin þar sem flokkurinn hefur lykilstöðu. Samkvæmt henni gæti hann myndað ríkisstjórn með tveimur flokkum án stuðnings þess þriðja. Mikill fjöldi traustra og heiðarlegra einstaklinga er meðal flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum og jafnvel í forystu. Þetta fólk vill ekki vera frjálshyggjufólk. Það telur að frjálshyggjan hafi leitt hræðilegan ófarnað yfir þjóðina. Það veit sem er að það var hugmyndafræði ofurfrelsisins sem kom Íslandi á hnén. Þökk sé Ingva Hrafni Jónssyni fyrir að vekja athygli á þessi alvarlega vandamáli. Kannski að hann stýri uppgjörinu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Ingvi Hrafn Jónsson rekur skemmtilega sjónvarpsstöð; í þeim skilningi að þar er sitt hvað fyndið. Eitt af því eru samansúrraðir blótpistlar um allt milli himins og jarðar nema Sjálfstæðisflokkinn; hverju guð forði. Stundum hefur hann í kringum sig menn sem hneigja sig og brosa við honum í annars fátæklegri upptökunni. Undirritaður viðurkennir að hann horfir næstum aldrei á þessa þætti; tekur annað fram yfir á sólardögunum við Breiðafjörð um þessar mundir. Undirritaður sá hins vegar í þátt sem Ingvi stjórnaði á dögunum þar sem þrír svartklæddir menn sátu og dáðust að honum. Í þættinum veittist Ingvi harkalega að ríkisstjórninni, einkum vinstri grænum, og tókst meira að segja í leiðinni að ávarpa vesaling minn. Átta ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa verið í Alþýðubandalaginu! Úff. Ég hef reyndar lengi haldið því fram að Alþýðubandalagið hafi verið besti flokkur síðustu aldar og staðfestist það með þessu mannvali á ráðherrastólum eins og kunnugt er. En tilefni þessara skrifa er ekki þetta heldur hitt að aftur og aftur kölluðu þeir sem komu fram í þættinum sig frjálshyggjumenn. Ég hélt satt að segja að það væri skammaryrði nú til dags. Og það er reyndar tilefni þessa pistils: Er frjálshyggja ekki skammaryrði á Íslandi? Er í lagi að styðja frjálshyggjuna sem lagði Ísland í rúst fyrir aðeins örfáum misserum? Eins þarf Sjálfstæðisflokkurinn að gera upp við frjálshyggjuna. Í nefndum hrafnaþætti voru tveir alþingismenn; þeir mótmæltu því ekki að Sjálfstæðisflokkurinn byggði enn á frjálshyggjunni. Það leiðir hugann að nauðsyn þess að flokkurinn geri upp við frjálshyggjuna. Það er háskalegt að leiða Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda ef frjálshyggjan er enn þá trúarsetning þar á bæ. Er það svo? Enn er það svo að Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins í mörgum skoðanakönnunum. Fyrir skömmu birtist enn ein könnunin þar sem flokkurinn hefur lykilstöðu. Samkvæmt henni gæti hann myndað ríkisstjórn með tveimur flokkum án stuðnings þess þriðja. Mikill fjöldi traustra og heiðarlegra einstaklinga er meðal flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum og jafnvel í forystu. Þetta fólk vill ekki vera frjálshyggjufólk. Það telur að frjálshyggjan hafi leitt hræðilegan ófarnað yfir þjóðina. Það veit sem er að það var hugmyndafræði ofurfrelsisins sem kom Íslandi á hnén. Þökk sé Ingva Hrafni Jónssyni fyrir að vekja athygli á þessi alvarlega vandamáli. Kannski að hann stýri uppgjörinu?
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar