Guðmundur: Svakalegur milliriðlinn er lykillinn að árangri Hjalti Þór Hreinsson skrifar 10. júlí 2010 09:30 Fréttablaðið/Diener Íslenska landsliðið í handbolta fékk draumariðil á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Svíþjóð í janúar á næsta ári en dregið var í gær. Slæmu fréttirnar eru þær að í milliriðli sem Ísland á að komast í bíða gríðarlega erfiðir andstæðingar, meðal annars heims- og Evrópumeistarar Frakka. Ísland er í riðli með Japan, Brasilíu, Ungverjalandi, Austurríki og Norðmönnum. „Norðmenn eru góðir líkt og Ungverjar og Austurríkismenn eru hættulegir. Við þurfum að vinna riðilinn og taka sem flest stig upp í milliriðilinn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið. Óvíst er hvort Dagur Sigurðsson þjálfar Austurríki á HM en liðin voru saman í riðli á Evrópumótinu í janúar. Þar gerðu liðin ótrúlegt 37-37 jafntefli þar sem gestgjafarnir skoruðu tvö mörk á síðustu 30 sekúndunum, jöfnunarmarkið yfir hálfan völlinn. Ísland mætti Norðmönnum svo í milliriðli og fór með eins marks sigur af hólmi, 35-34. „Við þurfum að byrja á að komast upp úr riðlinum en ef allt er eðlilegt eigum við að gera það. Það borgar sig þó ekki að kalla hann auðveldan. Öll þessi lið eru sýnd veiði en ekki gefin, Ungverjarnir hafa oft verið okkur erfiðir þó að þeir séu ekki jafn góðir núna og oft áður og það hentar okkur illa að spila gegn þeim. Leikirnir gegn Japan og Brasilíu eiga að enda með sigri okkar,“ sagði Guðmundur. „Þá tekur við gríðarlega erfiður milliriðill, það er hreinlega ótrúlegt að sjá hvernig þetta raðaðist upp,“ sagði landsliðsþjálfarinn en riðlana má sjá í töflunni hér til hliðar. Þrjú lið fara upp úr hverjum riðli og taka svo stig með sér upp í milliriðla. „Ef við horfum á þetta í samhengi er milliriðillinn lykillinn að því að gera eitthvað á mótinu. Hann er svakalega erfiður, miklu erfiðari en hinn. Svíar völdu sér riðil og völdu ekki okkar riðil með milliriðilinn í huga. Ég skil þeirra val vel,“ sagði Guðmundur. Ísland er með Austurríki í riðli fyrir forkeppni EM 2010 ásamt Þjóðverjum sem liðið gæti mætt í milliriðli. Þá eru einnig fyrirhugaðir tveir æfingaleikir við Þjóðverja í janúar á næsta ári, í undirbúningi fyrir HM. „Við munum því leika við þessi lið rétt fyrir HM. Ég á ekki von á því að við hættum við að spila við Þjóðverja þó að liðin gæti mæst, það þýðir ekkert að velta sér upp úr því,“ sagði Guðmundur. Hann segir svo að margt muni velta á stöðunni á leikmönnum þegar mótið byrjar. Einn af lykilmönnum liðsins, Guðjón Valur Sigurðsson, er til að mynda meiddur og verður lengi frá. Ísland spilar í Linköping í 8.500 manna höll sem nefnist Cloette Center og í Himmelstalundshallen í Norköpping sem tekur um 4.500 manns í sæti. Íslenski handboltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta fékk draumariðil á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Svíþjóð í janúar á næsta ári en dregið var í gær. Slæmu fréttirnar eru þær að í milliriðli sem Ísland á að komast í bíða gríðarlega erfiðir andstæðingar, meðal annars heims- og Evrópumeistarar Frakka. Ísland er í riðli með Japan, Brasilíu, Ungverjalandi, Austurríki og Norðmönnum. „Norðmenn eru góðir líkt og Ungverjar og Austurríkismenn eru hættulegir. Við þurfum að vinna riðilinn og taka sem flest stig upp í milliriðilinn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið. Óvíst er hvort Dagur Sigurðsson þjálfar Austurríki á HM en liðin voru saman í riðli á Evrópumótinu í janúar. Þar gerðu liðin ótrúlegt 37-37 jafntefli þar sem gestgjafarnir skoruðu tvö mörk á síðustu 30 sekúndunum, jöfnunarmarkið yfir hálfan völlinn. Ísland mætti Norðmönnum svo í milliriðli og fór með eins marks sigur af hólmi, 35-34. „Við þurfum að byrja á að komast upp úr riðlinum en ef allt er eðlilegt eigum við að gera það. Það borgar sig þó ekki að kalla hann auðveldan. Öll þessi lið eru sýnd veiði en ekki gefin, Ungverjarnir hafa oft verið okkur erfiðir þó að þeir séu ekki jafn góðir núna og oft áður og það hentar okkur illa að spila gegn þeim. Leikirnir gegn Japan og Brasilíu eiga að enda með sigri okkar,“ sagði Guðmundur. „Þá tekur við gríðarlega erfiður milliriðill, það er hreinlega ótrúlegt að sjá hvernig þetta raðaðist upp,“ sagði landsliðsþjálfarinn en riðlana má sjá í töflunni hér til hliðar. Þrjú lið fara upp úr hverjum riðli og taka svo stig með sér upp í milliriðla. „Ef við horfum á þetta í samhengi er milliriðillinn lykillinn að því að gera eitthvað á mótinu. Hann er svakalega erfiður, miklu erfiðari en hinn. Svíar völdu sér riðil og völdu ekki okkar riðil með milliriðilinn í huga. Ég skil þeirra val vel,“ sagði Guðmundur. Ísland er með Austurríki í riðli fyrir forkeppni EM 2010 ásamt Þjóðverjum sem liðið gæti mætt í milliriðli. Þá eru einnig fyrirhugaðir tveir æfingaleikir við Þjóðverja í janúar á næsta ári, í undirbúningi fyrir HM. „Við munum því leika við þessi lið rétt fyrir HM. Ég á ekki von á því að við hættum við að spila við Þjóðverja þó að liðin gæti mæst, það þýðir ekkert að velta sér upp úr því,“ sagði Guðmundur. Hann segir svo að margt muni velta á stöðunni á leikmönnum þegar mótið byrjar. Einn af lykilmönnum liðsins, Guðjón Valur Sigurðsson, er til að mynda meiddur og verður lengi frá. Ísland spilar í Linköping í 8.500 manna höll sem nefnist Cloette Center og í Himmelstalundshallen í Norköpping sem tekur um 4.500 manns í sæti.
Íslenski handboltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sjá meira