Bandaríska öldungadeildin kaus í dag um hvort Ben S. Bernanke skyldi fá að vera seðlabankastjóri Bandaríkjanna næstu fjögur árin. Bernanke hlaut góða kosningu en 70 öldungardeildarþingmenn vildu hafa hann áfram í embætti en 30 voru á móti.
Bernanke þurfti 51 atkvæði til þess að tryggja sig áfram í embættinu en núverandi ráðningartímabil hans rennur út á sunnudag.
Endurráðning Bernanke var talin nokkuð örugg en honum hefur verið hælt fyrir viðbrögð seðlabankans við fjármálakreppunni sem gengið hefur yfir heiminn. Gagnýnendur hans deila þó á hann fyrir að hafa ekki séð vandræðin fyrir.