Sibert 19. febrúar 2010 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar um greinaskrif Anne Sibert. Þegar Íslendingar standa saman geta þeir leyst nánast hvaða vanda sem er. Þegar loksins náðist samstaða, alla vega á yfirborðinu, um hvernig verja ætti hagsmuni landsins út á við í Icesave-málinu breytti það stöðu landsins til mikilla muna. Á viðkvæmasta tímapunkti í sögu málsins tóku hins vegar nokkrir skjólstæðingar ríkisstjórnarinnar upp á því að skrifa greinar sem voru um margt rangar og stórskaðlegar málstað Íslands. Anne Sibert, fulltrúi forsætisráðherra í peningastefnunefnd Seðlabankans, skrifaði grein í vefritið VoxEU (rödd ESB). Það rit er eftir því sem næst verður komist helst lesið af enskumælandi embættismönnum og fræðimönnum í Evrópusambandslöndum. Greinin gekk út á að sýna fram á (með aðferðum sem aðrir hagfræðingar hafa hafnað) að Ísland væri ekki of lítið til að borga allar kröfur Breta og Hollendinga. Síðast lét Sibert til sín taka (á sama vettvangi) með grein um að Ísland væri of lítið til að vera sjálfstætt. Með setu sinni í peningastefnunefndinni þiggur Anne Sibert laun fyrir að verja hagsmuni Íslands. Umfram allt á hún að gera það með því að verja gengi krónunnar. Ekkert hefur jafn-neikvæð áhrif á gengi gjaldmiðils og veruleg aukning skuldsetningar í erlendri mynt. Sama dag og verið var að reyna að lágmarka þá skuldsetningu birti Sibert greinina þar sem því var haldið fram að Ísland gæti vel greitt alla kröfuna hvað sem liði lögmæti hennar. Fáum mun detta í hug að upplegg og tímasetning greinarinnar geti verið tilviljun. Hver er annars tilgangurinn með því að skrifa grein á vettvangi enskumælandi embættismanna sem gengur þvert gegn hagsmunum sem verið er að verja á sama tíma í einhverjum mikilvægustu samningaviðræður Íslandssögunnar (eins og greinarhöfundi er vel kunnugt)? Enn verra er þó að margir munu gera ráð fyrir að þegar fulltrúi forsætisráðherra birtir grein á þessum tímapunkti í svo viðkvæmu máli sé hún skrifuð með vilja og vitund ráðherrans. Forsætisráðherra sagðist aðspurður ekki hafa vitað af greininni og tók jafnframt undir að hún væri afar óheppileg. Eflaust er það satt. Það hlýtur hins vegar að vera áhyggjuefni þegar ríkisstjórn sem hefur vanrækt að kynna málstað Íslands út á við í þessu mikla deilumáli er með fólk á launum við að skrifa gegn hagsmunum landsins á versta hugsanlega tíma. Þegar seta Sibert í nefndinni var gagnrýnd í ljósi þessa taldi hún vegið að málfrelsi sínu. Það hefur enginn haldið því fram að Anne Siebert megi ekki tjá sig um hvað sem er hvar sem er. Kjósi hún hins vegar að tjá sig um hluti sem ganga gegn hlutverki hennar í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hentar augljóslega einhver annar betur í það starf. Leikmaður sem keyptur væri til knattspyrnuliðs til að styrkja vörnina kæmist ekki upp með að sækja hvað eftir annað á eigið mark og bera við ferðafrelsi. Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar um greinaskrif Anne Sibert. Þegar Íslendingar standa saman geta þeir leyst nánast hvaða vanda sem er. Þegar loksins náðist samstaða, alla vega á yfirborðinu, um hvernig verja ætti hagsmuni landsins út á við í Icesave-málinu breytti það stöðu landsins til mikilla muna. Á viðkvæmasta tímapunkti í sögu málsins tóku hins vegar nokkrir skjólstæðingar ríkisstjórnarinnar upp á því að skrifa greinar sem voru um margt rangar og stórskaðlegar málstað Íslands. Anne Sibert, fulltrúi forsætisráðherra í peningastefnunefnd Seðlabankans, skrifaði grein í vefritið VoxEU (rödd ESB). Það rit er eftir því sem næst verður komist helst lesið af enskumælandi embættismönnum og fræðimönnum í Evrópusambandslöndum. Greinin gekk út á að sýna fram á (með aðferðum sem aðrir hagfræðingar hafa hafnað) að Ísland væri ekki of lítið til að borga allar kröfur Breta og Hollendinga. Síðast lét Sibert til sín taka (á sama vettvangi) með grein um að Ísland væri of lítið til að vera sjálfstætt. Með setu sinni í peningastefnunefndinni þiggur Anne Sibert laun fyrir að verja hagsmuni Íslands. Umfram allt á hún að gera það með því að verja gengi krónunnar. Ekkert hefur jafn-neikvæð áhrif á gengi gjaldmiðils og veruleg aukning skuldsetningar í erlendri mynt. Sama dag og verið var að reyna að lágmarka þá skuldsetningu birti Sibert greinina þar sem því var haldið fram að Ísland gæti vel greitt alla kröfuna hvað sem liði lögmæti hennar. Fáum mun detta í hug að upplegg og tímasetning greinarinnar geti verið tilviljun. Hver er annars tilgangurinn með því að skrifa grein á vettvangi enskumælandi embættismanna sem gengur þvert gegn hagsmunum sem verið er að verja á sama tíma í einhverjum mikilvægustu samningaviðræður Íslandssögunnar (eins og greinarhöfundi er vel kunnugt)? Enn verra er þó að margir munu gera ráð fyrir að þegar fulltrúi forsætisráðherra birtir grein á þessum tímapunkti í svo viðkvæmu máli sé hún skrifuð með vilja og vitund ráðherrans. Forsætisráðherra sagðist aðspurður ekki hafa vitað af greininni og tók jafnframt undir að hún væri afar óheppileg. Eflaust er það satt. Það hlýtur hins vegar að vera áhyggjuefni þegar ríkisstjórn sem hefur vanrækt að kynna málstað Íslands út á við í þessu mikla deilumáli er með fólk á launum við að skrifa gegn hagsmunum landsins á versta hugsanlega tíma. Þegar seta Sibert í nefndinni var gagnrýnd í ljósi þessa taldi hún vegið að málfrelsi sínu. Það hefur enginn haldið því fram að Anne Siebert megi ekki tjá sig um hvað sem er hvar sem er. Kjósi hún hins vegar að tjá sig um hluti sem ganga gegn hlutverki hennar í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hentar augljóslega einhver annar betur í það starf. Leikmaður sem keyptur væri til knattspyrnuliðs til að styrkja vörnina kæmist ekki upp með að sækja hvað eftir annað á eigið mark og bera við ferðafrelsi. Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun