Öll lífsýni í manndrápsmálinu ónothæf Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. nóvember 2010 12:00 Gunnar Rúnar Sigurþórsson situr í gæsluvarðhaldi vegna manndrápsins. Mynd/ Stefán. Niðurstöður úr lífsýnarannsóknum sem sendar voru til Svíþjóðar í manndrápsmálinu reyndust allar ónothæfar. Auk játningar hefur ákæruvaldið fótspor á vettvangi auk þess sem bíll sakbornings þekkist á myndbandsupptöku og mun ríkissaksóknari gefa út ákæru fyrir helgi. Rannsóknardeild lögreglunnar fékk í síðustu viku niðurstöður úr lífsýnarannsóknum sérfræðinga í Svíþjóð á munum og öðrum lífsýnum sem lögregla haldlagði í tengslum við rannsókn manndrápsmálsins í Hafnarfirði þegar Hannesi Þór Helgasyni var ráðinn bani hinn 15. ágúst. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu reyndust allar niðurstöðurnar ónothæfar, þ.e ekki fundust nothæf lífsýni sem munu gagnast við sönnunarfærslu í málinu. Þar er um að ræða blóðleifar á skóm sakbornings, lífsýni á fatnaði og lífsýni á morðvopninu sem sakborningurinn, Gunnar Rúnar Sigurþórsson, hefur játað að hafa losað sig við í smábátahöfninni í Hafnarfirði. Lögreglan taldi sig hins vegar hafa sterkt mál í höndunum og vísaði því til ákærumeðferðar hjá ríkissaksóknara á fimmtudaginn. Auk játningar Gunnars Rúnars er lögreglan með útlínur fótspors sem fannst á vettvangi sem stemmir við skó sakborningsins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þekkist Gunnar Rúnar ekki á myndbandsupptöku frá smábátahöfninni, en bíll hans er greinilegur á upptökunni. Auk þess hefur Gunnar Rúnar viðurkennt að upptakan sýni hann vera að losa sig við morðvopnið. Niðurstöður úr geðheilbrigðisrannsóknum liggja ekki fyrir. Gæsluvarðhaldsúrskurður rennur út á föstudag. Ríkissaksóknari hyggst ekki framlengja gæsluvarðhaldið, sem þýðir að ákæra verður gefin út á morgun eða á föstudag. Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Sjá meira
Niðurstöður úr lífsýnarannsóknum sem sendar voru til Svíþjóðar í manndrápsmálinu reyndust allar ónothæfar. Auk játningar hefur ákæruvaldið fótspor á vettvangi auk þess sem bíll sakbornings þekkist á myndbandsupptöku og mun ríkissaksóknari gefa út ákæru fyrir helgi. Rannsóknardeild lögreglunnar fékk í síðustu viku niðurstöður úr lífsýnarannsóknum sérfræðinga í Svíþjóð á munum og öðrum lífsýnum sem lögregla haldlagði í tengslum við rannsókn manndrápsmálsins í Hafnarfirði þegar Hannesi Þór Helgasyni var ráðinn bani hinn 15. ágúst. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu reyndust allar niðurstöðurnar ónothæfar, þ.e ekki fundust nothæf lífsýni sem munu gagnast við sönnunarfærslu í málinu. Þar er um að ræða blóðleifar á skóm sakbornings, lífsýni á fatnaði og lífsýni á morðvopninu sem sakborningurinn, Gunnar Rúnar Sigurþórsson, hefur játað að hafa losað sig við í smábátahöfninni í Hafnarfirði. Lögreglan taldi sig hins vegar hafa sterkt mál í höndunum og vísaði því til ákærumeðferðar hjá ríkissaksóknara á fimmtudaginn. Auk játningar Gunnars Rúnars er lögreglan með útlínur fótspors sem fannst á vettvangi sem stemmir við skó sakborningsins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þekkist Gunnar Rúnar ekki á myndbandsupptöku frá smábátahöfninni, en bíll hans er greinilegur á upptökunni. Auk þess hefur Gunnar Rúnar viðurkennt að upptakan sýni hann vera að losa sig við morðvopnið. Niðurstöður úr geðheilbrigðisrannsóknum liggja ekki fyrir. Gæsluvarðhaldsúrskurður rennur út á föstudag. Ríkissaksóknari hyggst ekki framlengja gæsluvarðhaldið, sem þýðir að ákæra verður gefin út á morgun eða á föstudag.
Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum