Öll lífsýni í manndrápsmálinu ónothæf Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. nóvember 2010 12:00 Gunnar Rúnar Sigurþórsson situr í gæsluvarðhaldi vegna manndrápsins. Mynd/ Stefán. Niðurstöður úr lífsýnarannsóknum sem sendar voru til Svíþjóðar í manndrápsmálinu reyndust allar ónothæfar. Auk játningar hefur ákæruvaldið fótspor á vettvangi auk þess sem bíll sakbornings þekkist á myndbandsupptöku og mun ríkissaksóknari gefa út ákæru fyrir helgi. Rannsóknardeild lögreglunnar fékk í síðustu viku niðurstöður úr lífsýnarannsóknum sérfræðinga í Svíþjóð á munum og öðrum lífsýnum sem lögregla haldlagði í tengslum við rannsókn manndrápsmálsins í Hafnarfirði þegar Hannesi Þór Helgasyni var ráðinn bani hinn 15. ágúst. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu reyndust allar niðurstöðurnar ónothæfar, þ.e ekki fundust nothæf lífsýni sem munu gagnast við sönnunarfærslu í málinu. Þar er um að ræða blóðleifar á skóm sakbornings, lífsýni á fatnaði og lífsýni á morðvopninu sem sakborningurinn, Gunnar Rúnar Sigurþórsson, hefur játað að hafa losað sig við í smábátahöfninni í Hafnarfirði. Lögreglan taldi sig hins vegar hafa sterkt mál í höndunum og vísaði því til ákærumeðferðar hjá ríkissaksóknara á fimmtudaginn. Auk játningar Gunnars Rúnars er lögreglan með útlínur fótspors sem fannst á vettvangi sem stemmir við skó sakborningsins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þekkist Gunnar Rúnar ekki á myndbandsupptöku frá smábátahöfninni, en bíll hans er greinilegur á upptökunni. Auk þess hefur Gunnar Rúnar viðurkennt að upptakan sýni hann vera að losa sig við morðvopnið. Niðurstöður úr geðheilbrigðisrannsóknum liggja ekki fyrir. Gæsluvarðhaldsúrskurður rennur út á föstudag. Ríkissaksóknari hyggst ekki framlengja gæsluvarðhaldið, sem þýðir að ákæra verður gefin út á morgun eða á föstudag. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Sjá meira
Niðurstöður úr lífsýnarannsóknum sem sendar voru til Svíþjóðar í manndrápsmálinu reyndust allar ónothæfar. Auk játningar hefur ákæruvaldið fótspor á vettvangi auk þess sem bíll sakbornings þekkist á myndbandsupptöku og mun ríkissaksóknari gefa út ákæru fyrir helgi. Rannsóknardeild lögreglunnar fékk í síðustu viku niðurstöður úr lífsýnarannsóknum sérfræðinga í Svíþjóð á munum og öðrum lífsýnum sem lögregla haldlagði í tengslum við rannsókn manndrápsmálsins í Hafnarfirði þegar Hannesi Þór Helgasyni var ráðinn bani hinn 15. ágúst. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu reyndust allar niðurstöðurnar ónothæfar, þ.e ekki fundust nothæf lífsýni sem munu gagnast við sönnunarfærslu í málinu. Þar er um að ræða blóðleifar á skóm sakbornings, lífsýni á fatnaði og lífsýni á morðvopninu sem sakborningurinn, Gunnar Rúnar Sigurþórsson, hefur játað að hafa losað sig við í smábátahöfninni í Hafnarfirði. Lögreglan taldi sig hins vegar hafa sterkt mál í höndunum og vísaði því til ákærumeðferðar hjá ríkissaksóknara á fimmtudaginn. Auk játningar Gunnars Rúnars er lögreglan með útlínur fótspors sem fannst á vettvangi sem stemmir við skó sakborningsins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þekkist Gunnar Rúnar ekki á myndbandsupptöku frá smábátahöfninni, en bíll hans er greinilegur á upptökunni. Auk þess hefur Gunnar Rúnar viðurkennt að upptakan sýni hann vera að losa sig við morðvopnið. Niðurstöður úr geðheilbrigðisrannsóknum liggja ekki fyrir. Gæsluvarðhaldsúrskurður rennur út á föstudag. Ríkissaksóknari hyggst ekki framlengja gæsluvarðhaldið, sem þýðir að ákæra verður gefin út á morgun eða á föstudag.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Sjá meira