Olíufundur þar ýtir undir áhuga á rannsóknum hér 25. ágúst 2010 06:00 Mótmælt hjá BP Mótmælendur á vegum Greenpeace hengja skilti á girðingu sem þeir settu upp við bensínstöð BP í Lundúnum til að vekja athygli á mengunarslysinu í Mexíkóflóa í sumar. Samtökin beina nú sjónum sínum að borun á heimskautasvæðum.Nordicphotos/AFP Fundur skoska olíufélagsins Cairn Energy á gasi og olíu í sandlagi á hafsbotni undan vesturströnd Grænlands kann að ýta undir áhuga á olíurannsóknum á íslenska landgrunninu. Cairn upplýsti í gær að fundist hefðu vísbendingar um olíu í fyrstu tilraunaborholu félagsins á Baffinsflóa. Í umfjöllun Berlingske Tidende í gær var félagið sagt hafa fengið „bingó“ eftir sex vikna leit. Fregnirnar kölluðu þegar á viðbrögð umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace, sem mótmæla harðlega tilraunaborunum á hafsbotni á heimsskautasvæðum vegna hættunnar á mengunarslysi á borð við það sem varð hjá BP í Mexíkóflóa. Í viðtali við fréttastofu AP sagði Ben Stewart, talsmaður Greenpeace, að Cairn hefði átt að fara að dæmi olíufélaga sem frestuðu djúpsjávarborunum eftir lekann sem upp kom í Mexíkóflóa. Experanza, skip Greenpeace, er nú nærri borpöllum Cairn við Grænland, en hefur hlýtt tilmælum dansks varðskips um að halda sig í meira en 500 metra fjarlægð frá þeim. Á landgrunni Íslands eru tvö svæði þar sem talið er mögulegt að finna jarðolíu eða jarðgas í nýtanlegu magni, en það eru Drekasvæðið austur og norðaustur af landinu og Gammsvæðið úti fyrir Norðurlandi. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri kveðst ekki vita til þess að umhverfisverndarsamtök hafi sett sig upp á móti fyrirhuguðum rannsóknum á þessum svæðum. „Við erum á svipuðu róli og Norðmenn hvað þetta varðar, en Greenpeace hefur ekki haft sig mikið í frammi þar. Þeir eru kannski frekar að hugsa um heimskautasvæðin sem þeir telja viðkvæmari og um margt erfiðari,“ segir hann, en olíuvinnsla í kaldari sjó, þar sem jafnvel er von á hafís, er vandasamari en á íslensku svæði þar sem Golfstraumsins nýtur við. „Ég var einmitt að bera saman meðalhita í janúar milli Reykjavíkur og Ikanuk, sem er á sömu breiddargráðu í Kanada, en þar var meðalhitinn mínus 26 gráður, en í kring um frostmark hjá okkur.“ Guðni segir hins vegar ekki koma á óvart að leit hafi gengið vel á þessu svæði við Grænland. „Menn hafa verið að spá því að þarna væri mjög gjöfult svæði og þarna væri að finna verulegan hluta af olíuforða heimsbyggðarinnar,“ segir hann og kveður gott gengi þar jafnvel vísbendingu um hvernig kunni að ganga annars staðar. „Segja má að þetta sé hluti af samhangandi jarðfræði sem við erum í og beinir athyglinni að þessum heimshluta.“ Orkustofnun er með í undirbúningi útboð vegna frekari rannsókna á íslenska landgrunninu sem fara á fram næsta sumar. Þá segir Guðni að vel sé fylgst með þróun mála vegna olíuslyssins í Mexíkóflóa. „Í kring um Norður-Atlantshafið þarf að koma til öflugt alþjóðlegt samstarf,“ segir hann og bætir við að á svæðinu öllu þurfi að gera ýtrustu kröfur um öryggi og eftirlit. Guðni segir aðbúnað við borun hins vegar ekki vera brennandi áhyggjuefni hér á landi enn sem komið er. „Við teljum að nokkurra ára rannsóknir þurfi áður en farið verður að setja niður djúpa bora.“ olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Fundur skoska olíufélagsins Cairn Energy á gasi og olíu í sandlagi á hafsbotni undan vesturströnd Grænlands kann að ýta undir áhuga á olíurannsóknum á íslenska landgrunninu. Cairn upplýsti í gær að fundist hefðu vísbendingar um olíu í fyrstu tilraunaborholu félagsins á Baffinsflóa. Í umfjöllun Berlingske Tidende í gær var félagið sagt hafa fengið „bingó“ eftir sex vikna leit. Fregnirnar kölluðu þegar á viðbrögð umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace, sem mótmæla harðlega tilraunaborunum á hafsbotni á heimsskautasvæðum vegna hættunnar á mengunarslysi á borð við það sem varð hjá BP í Mexíkóflóa. Í viðtali við fréttastofu AP sagði Ben Stewart, talsmaður Greenpeace, að Cairn hefði átt að fara að dæmi olíufélaga sem frestuðu djúpsjávarborunum eftir lekann sem upp kom í Mexíkóflóa. Experanza, skip Greenpeace, er nú nærri borpöllum Cairn við Grænland, en hefur hlýtt tilmælum dansks varðskips um að halda sig í meira en 500 metra fjarlægð frá þeim. Á landgrunni Íslands eru tvö svæði þar sem talið er mögulegt að finna jarðolíu eða jarðgas í nýtanlegu magni, en það eru Drekasvæðið austur og norðaustur af landinu og Gammsvæðið úti fyrir Norðurlandi. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri kveðst ekki vita til þess að umhverfisverndarsamtök hafi sett sig upp á móti fyrirhuguðum rannsóknum á þessum svæðum. „Við erum á svipuðu róli og Norðmenn hvað þetta varðar, en Greenpeace hefur ekki haft sig mikið í frammi þar. Þeir eru kannski frekar að hugsa um heimskautasvæðin sem þeir telja viðkvæmari og um margt erfiðari,“ segir hann, en olíuvinnsla í kaldari sjó, þar sem jafnvel er von á hafís, er vandasamari en á íslensku svæði þar sem Golfstraumsins nýtur við. „Ég var einmitt að bera saman meðalhita í janúar milli Reykjavíkur og Ikanuk, sem er á sömu breiddargráðu í Kanada, en þar var meðalhitinn mínus 26 gráður, en í kring um frostmark hjá okkur.“ Guðni segir hins vegar ekki koma á óvart að leit hafi gengið vel á þessu svæði við Grænland. „Menn hafa verið að spá því að þarna væri mjög gjöfult svæði og þarna væri að finna verulegan hluta af olíuforða heimsbyggðarinnar,“ segir hann og kveður gott gengi þar jafnvel vísbendingu um hvernig kunni að ganga annars staðar. „Segja má að þetta sé hluti af samhangandi jarðfræði sem við erum í og beinir athyglinni að þessum heimshluta.“ Orkustofnun er með í undirbúningi útboð vegna frekari rannsókna á íslenska landgrunninu sem fara á fram næsta sumar. Þá segir Guðni að vel sé fylgst með þróun mála vegna olíuslyssins í Mexíkóflóa. „Í kring um Norður-Atlantshafið þarf að koma til öflugt alþjóðlegt samstarf,“ segir hann og bætir við að á svæðinu öllu þurfi að gera ýtrustu kröfur um öryggi og eftirlit. Guðni segir aðbúnað við borun hins vegar ekki vera brennandi áhyggjuefni hér á landi enn sem komið er. „Við teljum að nokkurra ára rannsóknir þurfi áður en farið verður að setja niður djúpa bora.“ olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira