Ejub: Stór dagur fyrir ungu strákana í Ólafsvík Elvar Geir Magnússon skrifar 12. júlí 2010 06:30 Ejub. Fótbolti.net „Ef við náum að komast yfir þá lofa ég hörkuleik,“ segir Ejub Purisevic, þjálfari Víkings í Ólafsvík sem etur kappi við Stjörnuna í átta liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld. Leikurinn fer fram í Ólafsvík og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Við erum komnir mjög langt í þessari keppni miðað við 2. deildarlið og ætlum bara að njóta þessa leiks eins og við getum. Vonandi verður veðrið gott og mikið af áhorfendum,“ segir Ejub en hans menn hafa ekki tapað leik í langan tíma og tróna á toppi 2. deildarinnar. „Auðvitað munum við reyna eins og við getum að vinna þennan leik, þannig hugsa allir íþróttamenn. Það er einhver spenna í hópnum en hún er vonandi ekki of mikil. Það er mikilvægt að við náum að byrja leikinn vel. Stjörnumenn hafa átt tvo slæma leiki og spurning hvernig þeir mæta til leiks.“ Ejub segir mikilvægt fyrir Ólafsvíkinga að loka á hraðar sóknir Stjörnunnar. „Þeir hafa mjög góða einstaklinga sem geta klárað leiki upp á eigin spýtur. Skyndisóknirnar eru hættulegar. Það einkennir lið sem Bjarni Jóhannsson þjálfar að vera þétt varnarlega. Þetta verður erfitt verkefni,“ segir Ejub. Víkingsliðið hefur nokkra mjög efnilega leikmenn sem eru á óskalista úrvalsdeildarliða. Brynjar Gauti Guðjónsson, Brynjar Kristmundsson og Þorsteinn Már Ragnarsson eru strákar sem fá að láta ljós sitt skína í kvöld. „Við höfum tvo til þrjá leikmenn sem eru mjög eftirsóttir. Þetta er stór dagur fyrir þá. Ég tel að þessir strákar muni spila í úrvalsdeildinni í framtíðinni og mun ekki hindra þá í því.“ Ejub þekkir hvern krók og kima í Ólafsvík enda stýrt liðinu í mörg ár. Hann var þó ekki með liðið í fyrra þegar það féll úr 1. deildinni. „Það var erfitt að horfa upp á það sem gerðist í fyrra. Margir fóru og við höfum þurft að byggja upp nánast nýtt lið. Ungu strákarnir hafa stigið vel upp og svo höfum við fengið mjög sterka erlenda leikmenn. Við höfum náð að byggja upp mjög sterkt lið á skömmum tíma,“ segir Ejub. Íslenski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
„Ef við náum að komast yfir þá lofa ég hörkuleik,“ segir Ejub Purisevic, þjálfari Víkings í Ólafsvík sem etur kappi við Stjörnuna í átta liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld. Leikurinn fer fram í Ólafsvík og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Við erum komnir mjög langt í þessari keppni miðað við 2. deildarlið og ætlum bara að njóta þessa leiks eins og við getum. Vonandi verður veðrið gott og mikið af áhorfendum,“ segir Ejub en hans menn hafa ekki tapað leik í langan tíma og tróna á toppi 2. deildarinnar. „Auðvitað munum við reyna eins og við getum að vinna þennan leik, þannig hugsa allir íþróttamenn. Það er einhver spenna í hópnum en hún er vonandi ekki of mikil. Það er mikilvægt að við náum að byrja leikinn vel. Stjörnumenn hafa átt tvo slæma leiki og spurning hvernig þeir mæta til leiks.“ Ejub segir mikilvægt fyrir Ólafsvíkinga að loka á hraðar sóknir Stjörnunnar. „Þeir hafa mjög góða einstaklinga sem geta klárað leiki upp á eigin spýtur. Skyndisóknirnar eru hættulegar. Það einkennir lið sem Bjarni Jóhannsson þjálfar að vera þétt varnarlega. Þetta verður erfitt verkefni,“ segir Ejub. Víkingsliðið hefur nokkra mjög efnilega leikmenn sem eru á óskalista úrvalsdeildarliða. Brynjar Gauti Guðjónsson, Brynjar Kristmundsson og Þorsteinn Már Ragnarsson eru strákar sem fá að láta ljós sitt skína í kvöld. „Við höfum tvo til þrjá leikmenn sem eru mjög eftirsóttir. Þetta er stór dagur fyrir þá. Ég tel að þessir strákar muni spila í úrvalsdeildinni í framtíðinni og mun ekki hindra þá í því.“ Ejub þekkir hvern krók og kima í Ólafsvík enda stýrt liðinu í mörg ár. Hann var þó ekki með liðið í fyrra þegar það féll úr 1. deildinni. „Það var erfitt að horfa upp á það sem gerðist í fyrra. Margir fóru og við höfum þurft að byggja upp nánast nýtt lið. Ungu strákarnir hafa stigið vel upp og svo höfum við fengið mjög sterka erlenda leikmenn. Við höfum náð að byggja upp mjög sterkt lið á skömmum tíma,“ segir Ejub.
Íslenski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira