Ásakanirnar sagðar ekki svaraverðar 30. ágúst 2010 06:00 Svarar ásökunum með því að benda á aðra.Fréttablaðið/Valli „Þessi orð munu á endanum dæma sig sjálf," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, um margvíslegar ásakanir Sigurðar Einarssonar á hendur embættinu í Fréttablaðinu á laugardag. „Þetta gefur hvorki að efni né formi til ástæðu til neinna viðbragða af hálfu embættisins," segir Ólafur. Sigurður, sem er fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, sakar embætti Ólafs um óskiljanlegan yfirgang og valdníðslu gagnvart sér og öðrum sakborningum. Ólafur bætir því við að eðli málsins samkvæmt eigi hann ekki gott með að bregðast við ásökunum þeirra, sem embættið er að rannsaka. „Það segir sig sjálft að sá, sem hefur rannsókn máls á hendi, hefur mjög takmarkaða möguleika til að ræða inntak rannsóknarinnar." Sigurður sætir, ásamt fleiri fyrrverandi yfirmönnum Kaupþings, rannsókn hjá embættinu vegna gruns um stórfellda markaðsmisnotkun og önnur efnahagsbrot, sem embættið hefur sagt vera „umfangsmikil, kerfisbundin og skipulögð". Í viðtalinu á laugardag ber Sigurður einnig rannsóknarnefnd Alþingis ýmsum ásökunum. Ekki náðist í Pál Hreinsson, sem var formaður rannsóknarnefndar Alþingis, þegar leitað var viðbragða við ásökunum Einars í gær, og Tryggvi Gunnarsson, einn þriggja nefndarmanna, sá enga ástæðu til að tjá sig. Nefndin líti svo á að hún hafi fyrir löngu lokið störfum. Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, svarar hins vegar ásökunum Sigurðar í grein hér í blaðinu í dag. Hann segir að Sigurð hljóti að misminna um bréf, sem Jón skrifaði Sigurði vorið 2006. Sigurður var þá formaður nefndar um framtíðarstefnu á fjármálasviði. Í viðtalinu á laugardag segir Sigurður að Jón hafi í bréfinu neitað að ræða hlutverk Seðlabankans sem lánveitanda til þrautavara. „Ég segist ekki geta tekið þátt í umræðum og afgreiðslu þessara mála í nefndinni vegna starfa minna í bankanum," segir Jón um efni bréfsins. „En alls ekki er mælt gegn því að nefndin fjalli um þessi mál."gudsteinn@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Þessi orð munu á endanum dæma sig sjálf," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, um margvíslegar ásakanir Sigurðar Einarssonar á hendur embættinu í Fréttablaðinu á laugardag. „Þetta gefur hvorki að efni né formi til ástæðu til neinna viðbragða af hálfu embættisins," segir Ólafur. Sigurður, sem er fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, sakar embætti Ólafs um óskiljanlegan yfirgang og valdníðslu gagnvart sér og öðrum sakborningum. Ólafur bætir því við að eðli málsins samkvæmt eigi hann ekki gott með að bregðast við ásökunum þeirra, sem embættið er að rannsaka. „Það segir sig sjálft að sá, sem hefur rannsókn máls á hendi, hefur mjög takmarkaða möguleika til að ræða inntak rannsóknarinnar." Sigurður sætir, ásamt fleiri fyrrverandi yfirmönnum Kaupþings, rannsókn hjá embættinu vegna gruns um stórfellda markaðsmisnotkun og önnur efnahagsbrot, sem embættið hefur sagt vera „umfangsmikil, kerfisbundin og skipulögð". Í viðtalinu á laugardag ber Sigurður einnig rannsóknarnefnd Alþingis ýmsum ásökunum. Ekki náðist í Pál Hreinsson, sem var formaður rannsóknarnefndar Alþingis, þegar leitað var viðbragða við ásökunum Einars í gær, og Tryggvi Gunnarsson, einn þriggja nefndarmanna, sá enga ástæðu til að tjá sig. Nefndin líti svo á að hún hafi fyrir löngu lokið störfum. Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, svarar hins vegar ásökunum Sigurðar í grein hér í blaðinu í dag. Hann segir að Sigurð hljóti að misminna um bréf, sem Jón skrifaði Sigurði vorið 2006. Sigurður var þá formaður nefndar um framtíðarstefnu á fjármálasviði. Í viðtalinu á laugardag segir Sigurður að Jón hafi í bréfinu neitað að ræða hlutverk Seðlabankans sem lánveitanda til þrautavara. „Ég segist ekki geta tekið þátt í umræðum og afgreiðslu þessara mála í nefndinni vegna starfa minna í bankanum," segir Jón um efni bréfsins. „En alls ekki er mælt gegn því að nefndin fjalli um þessi mál."gudsteinn@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira