Um baktjöld þagnar háskólamanna 24. september 2010 06:00 Ýmsir hafa undrast að sérfræðingar Háskóla Íslands vöruðu ekki fyrr og kröftuglegar við efnahagshruni. Háskólamönnum ber því nokkur skylda til að vitna um að ekki var allt háskóli sem sýndist þó lofsverðar framfarir hafi síðan orðið. Upp úr 1990 fluttist ég heim eftir 20 ár erlendis, rúman áratug í rannsóknanámi við Kaupmannahafnarháskóla og annan við rannsóknastörf sem aðstoðarforstöðumaður við Safn mannsins á Mannfræðistofnun Náttúrusögusafns Frakklands í París og síðan sem háskólaprófessor við sálarfræði- og líffræðideildir Parísarháskóla, m.a. á Sorbonne í París. Fjölskylduástæður réðu heimför, en reynsla annarra íslenskra háskólamanna olli ugg, enda tók við alls ófullburða háskólastig og óprenthæf launakjör. Háskóli Íslands var þá í raun grunnnámsháskóli (undergraduate school) en ekki háskóli (university) í fyllstu merkingu þó margir virtust trúa því og að hann væri auk þess meðal fremstu háskóla heims og starfsmenn hans hálaunaðir. Laun háskólamanna hér voru þó ósambærileg við starfsbræður erlendis og innlenda aðila og virðingarleysi fyrir menntun þeirra og starfi yfirgengilegt. Á launaseðlinum var sem stæði: „Þú ert ekki matvinnungur heldur byrði á þjóðinni". - Flosnaði nokkur upp frá búi vötnuðu valdamenn músum, en að háskólamaður flosnaði upp frá menntun sinni, oft frá helstu háskólum veraldar, skipti engu. Við athöfn í Háskóla Íslands á tíunda áratugnum virtist eldri háskólaprófessor á hag- eða viðskiptasviði klökkna í ræðu frammi fyrir valdamönnum er hann barmaði sér út af háðuglegum launum sínum. Hans líkum var augljóslega ekki ætlað að ganga uppréttir eða hafa sjálfstæðar skoðanir heldur dansa eftir pípu valds og aura í von um dúsur. Íslenski prófessorinn myndi heldur ekki hafa rannsóknanemendur til að rannsaka brýn mál, hvorki t.d. einkavinavæðingu né hagstjórn. Styrkur háskólaprófessora þróaðra þjóða var hér óvelkominn og niðurlægðir háskólamenn lærðu að þegja. - Einn fór þó mikinn í fjölmiðlum enda lýsti sá einatt aðdáun á hæsta valdherra. Áform komu fram um „Háskóla-spilavíti"! En var það ekki bara hótun, örþrifaráð æðstu menntastofnunar þjóðar til að valda lögboðnu hlutverki sínu og ætluð til þess eins að knýja Alþingi til dáða? „Nei, á Alþingi ræða menn nyt í kúm og beitarþol og skiptast á ferskeytlum" var manni sagt. Æðsta menntastofnun þjóðar sem brautryðjandi í spilavítarekstri varð ískaldur raunveruleiki. Erlendir starfsbræður voru agndofa. - Var þetta einn forboða siðrofs og „casínó"-lifnaðar? Virðingarleysið fyrir menntun var svo innsiglað skömmu fyrir nánast gjaldþrot þjóðarinnar m.a. með því að setja einstakling einungis með grunnmenntun frá Háskóla Íslands og það í óviðkomandi fræðum ráðherra bankamála, risavaxins alþjóðlegs bankakerfis smáþjóðar, en hrun þess varð eitt hið stærsta í veraldarsögunni. Glæsileg efling háskólastigsins á síðustu árum, sem hefur gert Reykjavík að háskólaborg kom of seint, en ástæða virðist nú til bjartsýni um aukið vægi þekkingar í íslensku mannlífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ýmsir hafa undrast að sérfræðingar Háskóla Íslands vöruðu ekki fyrr og kröftuglegar við efnahagshruni. Háskólamönnum ber því nokkur skylda til að vitna um að ekki var allt háskóli sem sýndist þó lofsverðar framfarir hafi síðan orðið. Upp úr 1990 fluttist ég heim eftir 20 ár erlendis, rúman áratug í rannsóknanámi við Kaupmannahafnarháskóla og annan við rannsóknastörf sem aðstoðarforstöðumaður við Safn mannsins á Mannfræðistofnun Náttúrusögusafns Frakklands í París og síðan sem háskólaprófessor við sálarfræði- og líffræðideildir Parísarháskóla, m.a. á Sorbonne í París. Fjölskylduástæður réðu heimför, en reynsla annarra íslenskra háskólamanna olli ugg, enda tók við alls ófullburða háskólastig og óprenthæf launakjör. Háskóli Íslands var þá í raun grunnnámsháskóli (undergraduate school) en ekki háskóli (university) í fyllstu merkingu þó margir virtust trúa því og að hann væri auk þess meðal fremstu háskóla heims og starfsmenn hans hálaunaðir. Laun háskólamanna hér voru þó ósambærileg við starfsbræður erlendis og innlenda aðila og virðingarleysi fyrir menntun þeirra og starfi yfirgengilegt. Á launaseðlinum var sem stæði: „Þú ert ekki matvinnungur heldur byrði á þjóðinni". - Flosnaði nokkur upp frá búi vötnuðu valdamenn músum, en að háskólamaður flosnaði upp frá menntun sinni, oft frá helstu háskólum veraldar, skipti engu. Við athöfn í Háskóla Íslands á tíunda áratugnum virtist eldri háskólaprófessor á hag- eða viðskiptasviði klökkna í ræðu frammi fyrir valdamönnum er hann barmaði sér út af háðuglegum launum sínum. Hans líkum var augljóslega ekki ætlað að ganga uppréttir eða hafa sjálfstæðar skoðanir heldur dansa eftir pípu valds og aura í von um dúsur. Íslenski prófessorinn myndi heldur ekki hafa rannsóknanemendur til að rannsaka brýn mál, hvorki t.d. einkavinavæðingu né hagstjórn. Styrkur háskólaprófessora þróaðra þjóða var hér óvelkominn og niðurlægðir háskólamenn lærðu að þegja. - Einn fór þó mikinn í fjölmiðlum enda lýsti sá einatt aðdáun á hæsta valdherra. Áform komu fram um „Háskóla-spilavíti"! En var það ekki bara hótun, örþrifaráð æðstu menntastofnunar þjóðar til að valda lögboðnu hlutverki sínu og ætluð til þess eins að knýja Alþingi til dáða? „Nei, á Alþingi ræða menn nyt í kúm og beitarþol og skiptast á ferskeytlum" var manni sagt. Æðsta menntastofnun þjóðar sem brautryðjandi í spilavítarekstri varð ískaldur raunveruleiki. Erlendir starfsbræður voru agndofa. - Var þetta einn forboða siðrofs og „casínó"-lifnaðar? Virðingarleysið fyrir menntun var svo innsiglað skömmu fyrir nánast gjaldþrot þjóðarinnar m.a. með því að setja einstakling einungis með grunnmenntun frá Háskóla Íslands og það í óviðkomandi fræðum ráðherra bankamála, risavaxins alþjóðlegs bankakerfis smáþjóðar, en hrun þess varð eitt hið stærsta í veraldarsögunni. Glæsileg efling háskólastigsins á síðustu árum, sem hefur gert Reykjavík að háskólaborg kom of seint, en ástæða virðist nú til bjartsýni um aukið vægi þekkingar í íslensku mannlífi.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar