Aðstæður gjörbreyttar 20. maí 2010 05:00 Katrín Júlíusdóttir „Í nóvember var ferðaþjónusta í blóma, náttúra vinveitt og krónan veik. Nú blasir við breytt mynd og blæs á móti,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, á fundi Icelandair í gærmorgun. Hún taldi sig vita að vonir aðstandenda fundarins hafi staðið til þess að þegar að honum kæmi yrði eldgosið í Eyjafjallajökli yfirstaðið eða í rénun. Katrín sagði öskuskýið sem fylgdi eldgosinu í Eyjafjallajökli og röskun sem það hafði í för með sér á flugi hafa komið á óvart, jafnt sérfræðingum á sviði jarðvísinda sem öðrum. „Næstu mánuði verður það viðfangsefni stjórnvalda, vísindamanna og stofnana að draga lærdóm af þessari stöðu og við Íslendingar munum að sjálfsögðu taka fullan þátt í því starfi. Við þurfum betri mælingar, vísindalegan grunn undir aðferðafræði við hættumat, markvissari viðbragðsáætlanir og mun ríkara alþjóðlegt samstarf í þessum efnum,“ sagði hún. Ráðherra sagði ýmsan lærdóm mega draga af nýliðnum atburðum, svo sem í því hvernig taka ætti á móti alþjóðlegum fréttastofum þegar hér verða náttúruhamfarir. „Þær byrja á því að senda hamfarafréttamenn sína og ljóst að við vorum að lenda nokkuð hressilega í þeim,“ sagði hún og taldi umfjöllunina hafa verið nokkuð neikvæða framan af. Það væri óþarfi enda væri hér öryggi ferðamanna tryggt og allar grunnstoðir í lagi þótt gjósi. Til stóð að kynna í gær á sérstökum fundi markaðsátak í ferðaþjónustu vegna áhrifa eldsumbrotanna í Eyjafjallajökli, en því var frestað um tvo daga. Á fundi Icelandair í gær sagði Katrín mikilvægt að nýta markaðsátakið til að snúa vörn í sókn og gera veikleika að styrkleikum. „Við megum ekki gleyma því að við erum þrátt fyrir allt stolt af okkar óstýrilátu náttúruöflum.“ - óká Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Í nóvember var ferðaþjónusta í blóma, náttúra vinveitt og krónan veik. Nú blasir við breytt mynd og blæs á móti,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, á fundi Icelandair í gærmorgun. Hún taldi sig vita að vonir aðstandenda fundarins hafi staðið til þess að þegar að honum kæmi yrði eldgosið í Eyjafjallajökli yfirstaðið eða í rénun. Katrín sagði öskuskýið sem fylgdi eldgosinu í Eyjafjallajökli og röskun sem það hafði í för með sér á flugi hafa komið á óvart, jafnt sérfræðingum á sviði jarðvísinda sem öðrum. „Næstu mánuði verður það viðfangsefni stjórnvalda, vísindamanna og stofnana að draga lærdóm af þessari stöðu og við Íslendingar munum að sjálfsögðu taka fullan þátt í því starfi. Við þurfum betri mælingar, vísindalegan grunn undir aðferðafræði við hættumat, markvissari viðbragðsáætlanir og mun ríkara alþjóðlegt samstarf í þessum efnum,“ sagði hún. Ráðherra sagði ýmsan lærdóm mega draga af nýliðnum atburðum, svo sem í því hvernig taka ætti á móti alþjóðlegum fréttastofum þegar hér verða náttúruhamfarir. „Þær byrja á því að senda hamfarafréttamenn sína og ljóst að við vorum að lenda nokkuð hressilega í þeim,“ sagði hún og taldi umfjöllunina hafa verið nokkuð neikvæða framan af. Það væri óþarfi enda væri hér öryggi ferðamanna tryggt og allar grunnstoðir í lagi þótt gjósi. Til stóð að kynna í gær á sérstökum fundi markaðsátak í ferðaþjónustu vegna áhrifa eldsumbrotanna í Eyjafjallajökli, en því var frestað um tvo daga. Á fundi Icelandair í gær sagði Katrín mikilvægt að nýta markaðsátakið til að snúa vörn í sókn og gera veikleika að styrkleikum. „Við megum ekki gleyma því að við erum þrátt fyrir allt stolt af okkar óstýrilátu náttúruöflum.“ - óká
Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira