Karlsson sigraði Poulter í spennandi bráðabana – Kaymer efstur á peningalistanum Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 28. nóvember 2010 17:30 Robert Karlsson með sigurlaunin. Nordic Photos / Getty Images Sænski kylfingurinn Robert Karlsson sigraði á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í golfi sem lauk í dag í Dubai. Hann hafði betur í bráðabana gegn Englendingnum Ian Poulter en Poulter gerði afdrifarík mistök á 18. flöt í bráðabananum þar sem hann fékk dæmt á sig vítishögg á flötinni. Karlsson lék lokahringinn á 67 höggum eða 5 höggum undir pari en Poulter lék á 70 höggum og báðir voru þeir á 14 höggum undir pari. Þeir fóru því í bráðabana á 18. braut, og báðir fengu þeir fugl og því varð að leika 18. brautina á ný sem er par 5 hola um 550 metrar á lengd. Þriðja höggið hjá Poulter var alls ekki nógu gott og Karlsson var í vænlegri stöðu eftir þriðja höggið. Poulter gerði síðan mistök á flötinni þegar hann færði merkið sitt áður en boltinn var á réttum stað og fyrir það fékk hann eitt högg í víti. Karlsson fékk fugl og tryggði sér 110 milljónir kr. í verðlaunafé.Karlsson fagnar sigrinum.Nordic Photos / Getty ImagesÞetta er 11. sigur Karlsson á Evrópumótaröðinni á ferlinum en alls hefur hann tekið þátt á 464 mótum. Hann vann tvö mót á þessu ári en fyrri sigur hans var í Katar. Karlsson er sigursælasti sænski kylfingurinn á Evrópumótaröðinni. Þjóðverjinn Martin Kaymer tryggði sér 140 milljónir kr. fyrir að tryggja sér efsta sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni. Kaymer, sem er aðeins 25 ára gamall, er annar Þjóðverjinn sem nær því að vera í efsta sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni. Kaymer er sá yngsti sem nær efsta sæti peningalistans frá árinu 1989 þegar Ronan Rafferty var efstur. Kaymer, sem sigraði á PGA-meistaramótinu í haust, fékk um 700 milljónir kr. alls í verðlaunafé á árinu 2010. Golf Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Sænski kylfingurinn Robert Karlsson sigraði á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í golfi sem lauk í dag í Dubai. Hann hafði betur í bráðabana gegn Englendingnum Ian Poulter en Poulter gerði afdrifarík mistök á 18. flöt í bráðabananum þar sem hann fékk dæmt á sig vítishögg á flötinni. Karlsson lék lokahringinn á 67 höggum eða 5 höggum undir pari en Poulter lék á 70 höggum og báðir voru þeir á 14 höggum undir pari. Þeir fóru því í bráðabana á 18. braut, og báðir fengu þeir fugl og því varð að leika 18. brautina á ný sem er par 5 hola um 550 metrar á lengd. Þriðja höggið hjá Poulter var alls ekki nógu gott og Karlsson var í vænlegri stöðu eftir þriðja höggið. Poulter gerði síðan mistök á flötinni þegar hann færði merkið sitt áður en boltinn var á réttum stað og fyrir það fékk hann eitt högg í víti. Karlsson fékk fugl og tryggði sér 110 milljónir kr. í verðlaunafé.Karlsson fagnar sigrinum.Nordic Photos / Getty ImagesÞetta er 11. sigur Karlsson á Evrópumótaröðinni á ferlinum en alls hefur hann tekið þátt á 464 mótum. Hann vann tvö mót á þessu ári en fyrri sigur hans var í Katar. Karlsson er sigursælasti sænski kylfingurinn á Evrópumótaröðinni. Þjóðverjinn Martin Kaymer tryggði sér 140 milljónir kr. fyrir að tryggja sér efsta sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni. Kaymer, sem er aðeins 25 ára gamall, er annar Þjóðverjinn sem nær því að vera í efsta sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni. Kaymer er sá yngsti sem nær efsta sæti peningalistans frá árinu 1989 þegar Ronan Rafferty var efstur. Kaymer, sem sigraði á PGA-meistaramótinu í haust, fékk um 700 milljónir kr. alls í verðlaunafé á árinu 2010.
Golf Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira