Körfubolti

Hamar og KR áfram í Poweradebikar kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helga Einarsdóttir átti stórleik i kvöld.
Helga Einarsdóttir átti stórleik i kvöld.
Hamar og KR komust í kvöld í átta liða úrslit Powerade-bikars kvenna. Hamarskonur héldu sigurgöngu sinni áfram með 17 stiga sigri á 1. deildarliði Vals, 67-50 en KR varð fyrsta liðið til þess að vinna 1. deildarlið Stjörnunnar í vetur þegar KR-konur unnu 30 stiga sigur í Garðabænum, 76-46.

Jaleesa Butler var með 14 stig og 13 fráköst á 18 mínútum hjá Hamar og Fanney Lind Guðmunsdóttir skoraði 14 stig. Berglind Karen Ingvarsdóttir skoraði 13 stig fyrir Val.

Bergdís Ragnarsdóttir skoraði 18 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar hjá KR, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir skoraði 16 stig og Helga Einarsdóttir var með 12 stig, 20 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Amanda Andrews skoraði 24 stig fyrir Stjörnuna.

Hamar-Valur 67-50 (35-29)

Stig Hamars: Jaleesa Butler 14/13 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 14/4 fráköst, Bylgja Sif Jónsdóttir 8, Jenný Harðardóttir 8/5 fráköst, Slavica Dimovska 6, Íris Ásgeirsdóttir 5, Dagný Lísa Davíðsdóttir 4/12 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 4/4 fráköst/5 stoðsendingar, Adda María Óttarsdóttir 4.

Stig Vals: Berglind Karen Ingvarsdóttir 13/4 fráköst, María Björnsdóttir 10/4 fráköst, Sigridur Viggosdottir 9/10 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 7, Kristín Óladóttir 6, Ragnheiður Benónísdóttir 4/7 fráköst, Agne Zegyte 1.



Stjarnan-KR 46-76 (21-34)


Stig Stjörnunnar: Amanda K. Andrews 24/6 fráköst/5 stolnir, Bára Fanney Hálfdanardóttir 9/8 fráköst, Heiðrún Ösp Hauksdóttir 6/5 fráköst, Andrea Ösp Pálsdóttir 5/8 fráköst, Sigríður Antonsdóttir 2.

Stig KR: Bergdís Ragnarsdóttir 18/7 fráköst/6 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 16/5 stolnir, Helga Einarsdóttir 12/20 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Hafrún Hálfdánardóttir 10, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 9/4 fráköst, Rut Konráðsdóttir 6, Brynhildur Jónsdóttir 4/4 fráköst, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×